Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Lík fimm skíðamanna fundust nærri skíðasvæðinu í Zermatt í svissnesku Ölpunum í dag. Skíðasvæðið er vinsælt meðal ferðamanna. 25.5.2025 14:49
Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Niðurstöðu dómsmálaráðherra í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara má vænta á næstu dögum. Ráðherra greindi frá þessu á Sprengisandi í morgun. 25.5.2025 13:42
Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. 25.5.2025 12:12
Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. 25.5.2025 09:42
Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 25.5.2025 09:32
Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Níu af tíu börnum læknis og barnalæknis á Gasa létust í loftárás Ísraelshers á heimili þeirra í Khan Younis í gær. Börnin voru tólf ára og yngri. 25.5.2025 08:25
Rigning í kortunum Yfir landinu er grunn lægð sem hreyfist lítið. Í dag má búast við fremur hægri og breytilegri átt og skýjað verður á flestöllu landinu. 25.5.2025 07:38
Sérsveit handtók vopnaðan mann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í nótt tilkynnt um mann sem ógnaði öðrum manni vopnaður hníf í heimahúsi í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra og vistaður í fangaklefa. 25.5.2025 07:23
Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. 24.5.2025 15:12
Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg, um tíu kílómetrum vestan við Eldey, fannst vel á suður- og vesturlandi klukkan 14:21. Samkvæmt frummati var skjálftinn 4,9 að stærð. 24.5.2025 14:48