Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Félags- og húsnæðismálaráðuneytið rannsakar ásakanir á hendur Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara um áreitni í skemmtiferð á vegum embættisins til Vestmannaeyja árið 2022. 9.8.2025 09:54
Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með Gleðigöngunni. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. 9.8.2025 08:56
Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Slökkviliðsmenn voru fljótir að bregðast við þegar eldur kviknaði í þúsund ára gamalli dómkirkju í borginni Córdoba á Spáni í gær. 9.8.2025 08:35
Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9.8.2025 07:58
Viðrar vel til gleðigöngu Minnkandi lægðasvæði austur af landinu stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því norðlæg eða norðvestlæg, víða gola eða kaldi og súld eða rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu suðvestan- og vestantil. 9.8.2025 07:19
Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 8.8.2025 16:07
Maður féll í Vestari-Jökulsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi um eittleytið vegna einstaklings sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði. 8.8.2025 13:48
Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. 8.8.2025 11:31
Esjan snjólaus og það óvenju snemma Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. 8.8.2025 10:14
Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. 8.8.2025 09:26