Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30.11.2020 15:45
Farið að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir Tvær hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar nú rétt fyrir mánaðarmót. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir farið að hægja á hópuppsögnum en að frost ríki hins vegar á vinnumarkaði. 30.11.2020 12:10
Þórólfur, Drífa og Halldór í Víglínunni Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, bólusetningar og alvarleg staða á vinnumarkaði eru á meðal mála sem verða til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í dag.Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður fær til sín þau Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, Drífu Snædal, forseta ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og ræðir við þau um þessi mál og önnur í þættinum.Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi. 29.11.2020 17:15
Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26.11.2020 18:31
„Við verðum að taka okkur saman í andlitinu“ Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. 26.11.2020 12:49
Tekist á um útgöngubann á Alþingi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. 25.11.2020 16:58
Fjárlaganefnd skoðar hvort falin aðhaldskrafa sé á Landspítalanum Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. 25.11.2020 16:02
Kaldhæðni örlaganna að fá fyrsta vetrarstorminn þegar björgunarþyrlur verða ekki til taks „Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. 25.11.2020 15:24
Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25.11.2020 14:15
Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25.11.2020 11:49