Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins vísir/VIlhelm Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira