Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Myndaveisla: Hlaupaveisla í Egils­höll

Forsýning á kvikmyndinni Laugavegurinn fór fram fyrir fullum sal í Egilshöll á dögunum. Í myndinni fylgir Garpur Elísabetarson, leikstjóri myndarinnar, eftir þeim Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttur í 55 kílómetra löngu hlaupinu.

Ljúffeng flensubanasúpa

Nú þegar haustið er mætt í allri sinni dýrð, fer hið árlega kvef og kuldahrollur að láta á sér bera. Þá er fátt betra en að njóta matarmikillar og heitrar súpu til að fá hlýju í kroppinn. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu sem er tilvalin á köldu haustkvöldi. 

Stjörnulífið: Ástin, af­mæli og stórir draumar

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins. Árshátíðir fyrirtækja, afmæli, tónleikar og kvennakvöld íþróttafélaga voru áberandi um helgina. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum fyrir veturinn.

Mið­aldra kveikjur: Hlutir sem benda til þess að þú sért mið­aldra

Um og yfir fertugt verða ákveðin kaflaskil í lífi fólks þar sem áherslur, venjur og hegðunarmynstur tekur breytingum. Ný heimilistæki, hreinsiefni og góð tilboð fara að vekja áhuga þinn. Hrukkurnar á enninu eru orðnar dýpri, og kynlífið, sem áður var óvænt skemmtun, verður hluti af vikulegri dagskrá, svo lengi mætti telja.

Ein­hleypan: Vand­ræða­legt þegar þeir eru giftir eða í sam­bandi

„Vinir mínir kalla mig Bat-girl því ég vaki oft langt fram á nótt,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir, jógakennari og fararstjóri, í samtali við Makamál. Hún lýsir sjálfri sér sem litríkri, góðhjartaðri og lífsglaðri manneskju sem líður eins og hún sé ekki deginum eldri en 25 ára.

María Thelma og Steinar Thors héldu brúð­kaup ársins

Nýgiftu hjónin María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors, skiptastjóri hjá Straumi, gengu í hjónaband við fallega athöfn í Hallgrímskirkju liðna helgi. Lífið ræddi við hjúin um stóra daginn, og ógleymanlegt og þaulskipulagt bónorð Steinars.

Er alltaf hrædd

„Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir.

Stuðningur fjöl­skyldunnar ekki sjálf­sagður

Hrafnhildur Haraldsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fer fram í Manila í Filipseyjum, þann 9. nóvember næstkomandi. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022 og er talin afar sigurstrangleg í keppninni ytra þrátt fyrir ungan aldur. 

Sjá meira