Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bílarnir dregnir upp úr sjónum

Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.

„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“

Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur.

„Sigur er alltaf sigur“

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar.

Vanda­samt starf að stýra 2100 manna fundi

Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis er fundarstjóri landsfundar Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni. Hann segir starfið vandasamt þar sem fundurinn er stór. 

Grjót­hnullungar á stærð við mann­fólk í átt að ferða­mönnum

Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi segir engan hafa slasast er sjór gekk inn á bílastæði við Reynisfjöru í gær. Ábúendur á svæðinu segjast aldrei hafa séð annað eins en grjóthnullungar á stærð við mannfólk bárust með öldunni í átt að gangandi vegfarendum.

Áður ó­séð hegðun Banda­ríkja­manna gagn­vart vinaþjóðum

Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum.

Veðrið hefur á­hrif á landsfundargesti eftir allt saman

Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn.

„Rosa­lega ís­lensk um­ræða“

Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 

Óttast launaskrið og aukna verð­bólgu

Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði.

Sjá meira