Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lendingar hita upp í Katowice

Stuðningsmenn karlalandsliðsins í körfubolta eru samankomnir í miðborg Katowice í Póllandi þar sem þeir hita upp fyrir leik kvöldsins við heimamenn. Vísir var í beinni útsendingu á staðnum.

„Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“

Martin Hermannsson skilur ekki hvers vegna Tryggvi Hlinason, liðsfélagi sinn í landsliðinu, er ekki spilandi hverja viku í EuroLeague á meðal bestu leikmanna álfunnar. Martin lofaði liðsfélaga sinn í hástert á blaðamannafundi í gær.

EM í dag: Fimm mínútna mar­tröð

Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag.

Skýrsla Vals: Illt í sálinni

Það er sárt að skrifa hvert einasta orð í þessari umfjöllun. Mann verkjar í sálina eftir þetta tap Íslands fyrir Belgíu.

Haukur Helgi mættur eftir að­gerð

Haukur Helgi Pálsson er mættur í keppnishöllina í Katowice fyrir leik Íslands við Belgíu á EM. Hann lenti í nótt eftir að hafa undirgengist aðgerð á þriðjudaginn var.

Stoltur og þakk­látur með tárin í augunum

„Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu.

„Ég er alltaf í slags­málum“

„Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun.

Smá stress fyrir föður­hlut­verkinu

Líf Tómasar Bent Magnússonar tekur miklum breytingum þessa dagana. Hann flutti nýverið búferlum til Skotlands og þá er hann að verða faðir í fyrsta sinn. Á leiðinni er lítill Eyjapeyi með skoskan hreim.

EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn?

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg.

Mynda­syrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice

Um 1.500 Íslendingar eru saman komnir er í Katowice í Póllandi fyrir fyrsta leik liðsins á EM í körfubolta. Þeir íslensku tóku yfir miðborgina á morgni leikdags og stemningin einkar góð.

Sjá meira