„Ég er mjög þreyttur“ Steven Caulker kveðst þreyttur eftir að hafa spilað allar 90 mínúturnar í 1-1 jafntefli Stjörnunnar við Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Úrslitin eru svekkjandi. 6.8.2025 21:42
Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Stjarnan og Fram skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust í síðasta leik 17. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í deildinni og fara að líkindum bæði ósátt frá borði. 6.8.2025 21:15
„Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Elísa Kristinsdóttir kom sá og sigraði í Gyðjuhlaupinu, fjallahlaupi við Akureyri, um helgina. Hún bætti fyrra met í hlaupinu um heilar 90 mínútur. Hún trúði því vart hversu góður tími hennar var. 6.8.2025 09:00
Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Breiðablik mætir bosníska liðinu Zrinjski Mostar ytra í forkeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld. Leikurinn verður í beinni á Sýn Sport. 6.8.2025 08:37
Jorge Costa látinn Jorge Costa, fyrrum fyrirliði og yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Costa lést eftir hjartaáfall. 5.8.2025 15:51
„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ „Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld. 5.8.2025 11:55
Natasha með slitið krossband Landsliðskonan Natasha Anasi leikur ekki meira með Val á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla. Hún sleit krossband á dögunum og verður frá fram á næsta ár. 5.8.2025 09:37
Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Ég er fyrst og fremst svekktur. Mér fannst þetta vera okkar leikur til að tapa. Þeir voru dauðþreyttir og nýbúnir að spila 120 mínútur fyrir þremur dögum. Ég er bara svekktur,“ segir Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli við Víking í Bestu deild karla í dag. 3.8.2025 20:07
Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Þetta er svekkjandi niðurstaða,“ segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 2-2 jafntefli hans manna við FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í röð án sigurs í deildinni. 3.8.2025 19:54
„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. 3.8.2025 19:47