Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hert öryggis­gæsla og 2.000 pallettur í Víkinni

Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga.

Sjö stjörnur yfir­gefa sviðið um helgina

Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna.

Tókst á við ein­mana­leikann með vinnu í Valsheimilinu

Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi.

Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vor­kenni honum“

Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar.

Theo­dór Elmar hættir og verður aðstoðarþjálfari

Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir leik KR við HK í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag. Hann tekur sæti í þjálfarateymis Vesturbæjarfélagsins.

„Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi“

„Ég er staddur í Kyiv. Ástandið hér er spennuþrungið, það eru eldflaugaárásir frá Rússlandi á hverjum degi. Það er andlega erfitt að takast á við það. Ég á margar svefnlausar nætur,“ segir Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk. Hann veitir innsýn í erfiðar aðstæður sem leikmenn og starfsfólk félagsins þarf að glíma við.

Njarð­vík fær nýja á­sýnd

Íþróttafélagið Njarðvík fær nýja ásýnd að tilefni 80 ára afmælis félagsins. Nýtt merki er tekið til notkunar.

Sjá meira