Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19.2.2023 21:00
Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19.2.2023 15:33
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18.2.2023 19:15
„Við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað“ Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart, enda búi Íslendingar við fákeppni í neytendamálum á ýmsum sviðum. Hann kallar eftir aukinni samkeppni og segir sveiflur í hagkerfinu óviðunandi. 18.2.2023 15:01
Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15.2.2023 08:00
Stúlkan sem leitað var að er fundin Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum leitaði að fyrr í kvöld er fundin. 14.2.2023 23:04
Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga á dögunum. Líffræðingur segir ekki sérstaklega algengt að slík dýr finnist í fjörum landsins. 14.2.2023 22:17
Hafa örfáa daga til að ná samningum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Vinnumarkaðsráðherra skipaði í dag Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti sérstaks ríkissáttasemjara. 14.2.2023 20:03
Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. 14.2.2023 18:39
Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14.2.2023 18:05