Fréttir Átök við al-Aqsa moskuna Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Erlent 9.2.2007 18:25 Forsögulegt faðmlag Ótrúleg sjón blasti við ítölskum fornleifafræðingum í vikunni þegar þeir opnuðu gröf nærri borginni Mantúa, sem er skammt frá Veróna, sögusviði leikritisins um Rómeó og Júlíu. Erlent 9.2.2007 18:28 Branson vill bjarga heiminum Sir Richard Branson, auðkýfingur og ævintýramaður, tilkynnti í dag að hann myndi halda keppni um það hver gæti fundið bestu leiðina til þess að minnka og binda koltvísýring í andrúmsloftinu. Verðlaunin verða í kringum tíu milljón pund, sem eru um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Erlent 9.2.2007 17:59 Norðmenn byggja fræhvelfingu Norðmenn sögðu frá því í dag að þeir ætli sér að smíða geymslu fyrir öll fræ heimsins. Geymslan verður staðsett á svalbarða og á að sjá til þess að mannkynið geti lifað af ef til náttúruhörmunga kæmi. Erlent 9.2.2007 17:32 Kaupþing spáir 0,2 prósenta hækkun VNV Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir febrúar á mánudag. Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða en gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent. Viðskipti innlent 9.2.2007 16:51 Stöðvaður á 105 km með annan í togi Lögreglan á Akranesi stöðvaði bifreið í dag á Vesturlandsvegi á 105 km hraða. Ökumaðurinn dró aðra bifreið með taug og gildir 30 km hámarkshraði við þær aðstæður. Í reglugerð um tengingu og drátt ökutækja segir að sé bifreið dregin með viðurkenndum björgunarbúnaði megi ekki aka hraðar en 50km/klst, en ef dregið er með taug er hámarkshraði 30 km/klst. Innlent 9.2.2007 16:38 Bjuggust við þessari niðurstöðu Kristinn Björnsson fyrrverandi forstjóri Skeljungs segir að hann og lögmaður hans hafi átt von á þessari niðurstöðu frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Frekari viðbrögð myndu þó bíða þar til niðurstaða Hæstaréttar væri ljós. Innlent 9.2.2007 16:27 FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst. Viðskipti innlent 9.2.2007 16:09 Flækjur á World Press Photo Ljósmynd af hópi Líbana akandi á sportbíl í gegnum sundursprengda Beirútborg vann verðlaun í aðalflokki World Press Photo í dag. Verðlaunin voru veitt í Amsterdam en það var Spencer Platt ljósmyndari Getty Images sem tók myndina. Dómnefnd taldi myndina fulla af flækjum og þversögnum. Hún sýnir fimm manns í sportbíl Erlent 9.2.2007 15:45 Viðsnúningur hjá MasterCard Alþjóðlega kreditkortafyrirtækið MasterCard Inc. skilaði 41 milljóna bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna sem er nokkuð betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá er niðurstaðan talsvert betri en í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 53 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,6 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 9.2.2007 14:33 Tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna Félag skólasafnskennara hefur tilnefnt Brynhildi Þórarinsdóttur til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2007 af Íslands hálfu. Brynhildur er tilnefnd fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu. Í þeim segir hún á afar skemmtilegan og aðgengilegan hátt frá þessum þekktu og vinsælu Íslendingasögum. Innlent 9.2.2007 14:08 Táningur í fangelsi fyrir skólaskróp Fimmtán ára gömul skólastúlka hefur verið send í fangelsi í Þýskalandi fyrir að skrópa í skólann. Maggie Haineder frá Goerlitz í Saxony fékk tveggja vikna fangelsisdóm eftir að skrópa í skólann meira en þrjár vikur. Dómarinn Andreas Pech neitaði að breyta dómnum þrátt fyrir gagnrýni. Erlent 9.2.2007 12:32 Útgerðarmaður flutningaskips kominn um borð Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins. Innlent 9.2.2007 11:59 Árangur íslenskra fyrirtækja í brennidepli Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjallaði um árangur íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi í ræðu á málþingi í Kaupmannahöfn sem ber heitið Hvorfor er islandske firmaer saa innovative – giver det anledning til forundring? Forsetinn vakti athygli á því að önnur smærri ríki Evrópu hefðu náð góðum árangri og að 21. öldin gæti orðið smáum og meðalstórum ríkjum hagstæð. Innlent 9.2.2007 11:20 Mótmæla uppbyggingu Kjalvegar Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi. Innlent 9.2.2007 10:58 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,3 milljarðar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námum tæpum 4,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er 600 milljónum krónum minna en í mánuðinum á undan. Af heildarútlánum síðasta mánaðar námu almenn útlán 3,5 milljörðum króna en tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins. Viðskipti innlent 9.2.2007 10:08 Stóri bróðir til sölu Hollenska fyrirtækið Endemol, fyrirtækið sem framleiðir hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Big Brother og Fear-Factor, verður sett í formlegt söluferli á næstu dögum. Viðskipti erlent 9.2.2007 09:26 Neytendur reiðir vegna hækkana Verslunin í landinu verður undir smásjá um mánaðarmótin þegar aðgerðir stjórnvalda til lækkunar á matvöruverði taka gildi. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Hann segir viðbrögð neytenda vegna hækkana birgja á mat- og hreinlætisvörum undanfarið ekki hafa látið á sér standa. Almenningur er reiður og finnist að með hækkununum sé verið að gera lítið úr aðgerðum stjórnvalda þegar matvara lækkar um mánaðarmótin. Innlent 9.2.2007 09:47 Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Viðskipti erlent 9.2.2007 09:15 Drög að samkomulagi gerð á morgun Búist er við því að Sexveldin svokölluðu fari að leggja drög að nýju samkomulagi varðandi kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu strax á morgun. Kínverskir embættismenn hafa þegar gert uppkast með þeim grunnpunktum sem Norður-Kórea hefur samþykkt. Erlent 8.2.2007 23:20 Íranir segjast tilbúnir að svara árásum Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra. Erlent 8.2.2007 23:13 Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni. Erlent 8.2.2007 22:55 Castro farinn að borða á ný Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu. Erlent 8.2.2007 22:41 Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín. Erlent 8.2.2007 22:25 KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk. Erlent 8.2.2007 22:17 Enn logar í gamla skátaheimilinu Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu við Hraunberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar fóru inn í húsið að leita að eldsupptökum en eldurinn er enn sem komið er aðeins inni í húsinu. Slökkviliðið er sem stendur að rífa gat á þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Innlent 8.2.2007 21:44 Fagnað í Gaza Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum. Erlent 8.2.2007 21:37 Anna Nicole Smith látin Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu. Erlent 8.2.2007 21:09 Eldur í gamla skátaheimilinu í Breiðholti Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu bakvið Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar eru þegar komnir inn í húsið. Slökkviliðið gat ekkert sagt um umfang eldsins eða upptök hans að svo stöddu. Innlent 8.2.2007 21:02 Bíll frumsýndur í tölvuleik Toyota frumsýndi í dag tvær útgáfur af Scion bifreið þeirra. Það merkilega er að fréttamannafundirnir og kynningarnar voru haldnar í tveimur heimum samtímis. Annars vegar í raunveruleikanum og hins vegar í tilbúnum veruleikaheimi sem kallast „Annað Líf“ eða „Second Life“ á frummálinu. Erlent 8.2.2007 20:53 « ‹ 231 232 233 234 235 236 237 238 239 … 334 ›
Átök við al-Aqsa moskuna Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Erlent 9.2.2007 18:25
Forsögulegt faðmlag Ótrúleg sjón blasti við ítölskum fornleifafræðingum í vikunni þegar þeir opnuðu gröf nærri borginni Mantúa, sem er skammt frá Veróna, sögusviði leikritisins um Rómeó og Júlíu. Erlent 9.2.2007 18:28
Branson vill bjarga heiminum Sir Richard Branson, auðkýfingur og ævintýramaður, tilkynnti í dag að hann myndi halda keppni um það hver gæti fundið bestu leiðina til þess að minnka og binda koltvísýring í andrúmsloftinu. Verðlaunin verða í kringum tíu milljón pund, sem eru um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Erlent 9.2.2007 17:59
Norðmenn byggja fræhvelfingu Norðmenn sögðu frá því í dag að þeir ætli sér að smíða geymslu fyrir öll fræ heimsins. Geymslan verður staðsett á svalbarða og á að sjá til þess að mannkynið geti lifað af ef til náttúruhörmunga kæmi. Erlent 9.2.2007 17:32
Kaupþing spáir 0,2 prósenta hækkun VNV Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir febrúar á mánudag. Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða en gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent. Viðskipti innlent 9.2.2007 16:51
Stöðvaður á 105 km með annan í togi Lögreglan á Akranesi stöðvaði bifreið í dag á Vesturlandsvegi á 105 km hraða. Ökumaðurinn dró aðra bifreið með taug og gildir 30 km hámarkshraði við þær aðstæður. Í reglugerð um tengingu og drátt ökutækja segir að sé bifreið dregin með viðurkenndum björgunarbúnaði megi ekki aka hraðar en 50km/klst, en ef dregið er með taug er hámarkshraði 30 km/klst. Innlent 9.2.2007 16:38
Bjuggust við þessari niðurstöðu Kristinn Björnsson fyrrverandi forstjóri Skeljungs segir að hann og lögmaður hans hafi átt von á þessari niðurstöðu frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Frekari viðbrögð myndu þó bíða þar til niðurstaða Hæstaréttar væri ljós. Innlent 9.2.2007 16:27
FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst. Viðskipti innlent 9.2.2007 16:09
Flækjur á World Press Photo Ljósmynd af hópi Líbana akandi á sportbíl í gegnum sundursprengda Beirútborg vann verðlaun í aðalflokki World Press Photo í dag. Verðlaunin voru veitt í Amsterdam en það var Spencer Platt ljósmyndari Getty Images sem tók myndina. Dómnefnd taldi myndina fulla af flækjum og þversögnum. Hún sýnir fimm manns í sportbíl Erlent 9.2.2007 15:45
Viðsnúningur hjá MasterCard Alþjóðlega kreditkortafyrirtækið MasterCard Inc. skilaði 41 milljóna bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna sem er nokkuð betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá er niðurstaðan talsvert betri en í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 53 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,6 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 9.2.2007 14:33
Tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna Félag skólasafnskennara hefur tilnefnt Brynhildi Þórarinsdóttur til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2007 af Íslands hálfu. Brynhildur er tilnefnd fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu. Í þeim segir hún á afar skemmtilegan og aðgengilegan hátt frá þessum þekktu og vinsælu Íslendingasögum. Innlent 9.2.2007 14:08
Táningur í fangelsi fyrir skólaskróp Fimmtán ára gömul skólastúlka hefur verið send í fangelsi í Þýskalandi fyrir að skrópa í skólann. Maggie Haineder frá Goerlitz í Saxony fékk tveggja vikna fangelsisdóm eftir að skrópa í skólann meira en þrjár vikur. Dómarinn Andreas Pech neitaði að breyta dómnum þrátt fyrir gagnrýni. Erlent 9.2.2007 12:32
Útgerðarmaður flutningaskips kominn um borð Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins. Innlent 9.2.2007 11:59
Árangur íslenskra fyrirtækja í brennidepli Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjallaði um árangur íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi í ræðu á málþingi í Kaupmannahöfn sem ber heitið Hvorfor er islandske firmaer saa innovative – giver det anledning til forundring? Forsetinn vakti athygli á því að önnur smærri ríki Evrópu hefðu náð góðum árangri og að 21. öldin gæti orðið smáum og meðalstórum ríkjum hagstæð. Innlent 9.2.2007 11:20
Mótmæla uppbyggingu Kjalvegar Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi. Innlent 9.2.2007 10:58
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,3 milljarðar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námum tæpum 4,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er 600 milljónum krónum minna en í mánuðinum á undan. Af heildarútlánum síðasta mánaðar námu almenn útlán 3,5 milljörðum króna en tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins. Viðskipti innlent 9.2.2007 10:08
Stóri bróðir til sölu Hollenska fyrirtækið Endemol, fyrirtækið sem framleiðir hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Big Brother og Fear-Factor, verður sett í formlegt söluferli á næstu dögum. Viðskipti erlent 9.2.2007 09:26
Neytendur reiðir vegna hækkana Verslunin í landinu verður undir smásjá um mánaðarmótin þegar aðgerðir stjórnvalda til lækkunar á matvöruverði taka gildi. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Hann segir viðbrögð neytenda vegna hækkana birgja á mat- og hreinlætisvörum undanfarið ekki hafa látið á sér standa. Almenningur er reiður og finnist að með hækkununum sé verið að gera lítið úr aðgerðum stjórnvalda þegar matvara lækkar um mánaðarmótin. Innlent 9.2.2007 09:47
Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins. Viðskipti erlent 9.2.2007 09:15
Drög að samkomulagi gerð á morgun Búist er við því að Sexveldin svokölluðu fari að leggja drög að nýju samkomulagi varðandi kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu strax á morgun. Kínverskir embættismenn hafa þegar gert uppkast með þeim grunnpunktum sem Norður-Kórea hefur samþykkt. Erlent 8.2.2007 23:20
Íranir segjast tilbúnir að svara árásum Íran og Bandaríkin halda áfram að elda grátt silfur saman. Ayatollah Ali Khamenei sagði í dag að Íran myndi svara öllum árásum Bandaríkjanna með því að gera árásir á bandaríska þegna um allan heim. Einnig ef Bandaríkjamenn ráðist gegn kjarnorkuverum þeirra. Erlent 8.2.2007 23:13
Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni. Erlent 8.2.2007 22:55
Castro farinn að borða á ný Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu. Erlent 8.2.2007 22:41
Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín. Erlent 8.2.2007 22:25
KKK að stækka á ný Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk. Erlent 8.2.2007 22:17
Enn logar í gamla skátaheimilinu Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu við Hraunberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar fóru inn í húsið að leita að eldsupptökum en eldurinn er enn sem komið er aðeins inni í húsinu. Slökkviliðið er sem stendur að rífa gat á þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Innlent 8.2.2007 21:44
Fagnað í Gaza Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum. Erlent 8.2.2007 21:37
Anna Nicole Smith látin Fyrrum Playboy módelið Anna Nicole Smith, sem varð fræg þegar hún giftist háöldruðum auðkýfingi seint á tíunda áratug síðustu aldar, er látin. Hún var stödd á Hard Rock hótelinu og spilavítinu í Flórída þegar hún missti meðvitund. Sjúkraliðar á staðnum beittu hjartahnoði og þurftu að barkaþræða hana. Farið var með hana í miklum flýti á Memorial Regional sjúkrahúsið en þar lést hún. Lögfræðingur hennar staðfesti þetta rétt í þessu. Erlent 8.2.2007 21:09
Eldur í gamla skátaheimilinu í Breiðholti Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu bakvið Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar eru þegar komnir inn í húsið. Slökkviliðið gat ekkert sagt um umfang eldsins eða upptök hans að svo stöddu. Innlent 8.2.2007 21:02
Bíll frumsýndur í tölvuleik Toyota frumsýndi í dag tvær útgáfur af Scion bifreið þeirra. Það merkilega er að fréttamannafundirnir og kynningarnar voru haldnar í tveimur heimum samtímis. Annars vegar í raunveruleikanum og hins vegar í tilbúnum veruleikaheimi sem kallast „Annað Líf“ eða „Second Life“ á frummálinu. Erlent 8.2.2007 20:53