

Gögn sérstaks saksóknara í al-Thani málinu telja um 7000 blaðsíður, segir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann líklegt að þetta sé umfangsmesta mál sem sérstakur saksóknari hefur ákært í þegar horft er til skjalafjölda.
Kröfu verjenda í svokölluðu Aurum máli, annars vegar um að hafna framlagningu rannsóknarskýrslu og hins vegar kröfu verjanda Lárusar Welding um frestun ákæru var hafnað í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er með réttarstöðu sakbornings í 12 málum hjá sérstökum saksóknara til viðbótar við þau sem eru til meðferðar fyrir dómstólum. Þá hleypur kostnaður hans af vörnum og í einka- og sakamálum vegna hrunsins á tugum milljóna króna. Þetta kom fram í máli verjanda hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir umboðssvik í Aurum-málinu sögðust saklausir við þingfestingu í gær. Lárus Welding telur óréttlátt að saksóknari ákæri hann fyrir eitt mál í einu en safni ekki upp öllum þeim sem eru til rannsóknar.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali við fréttastofu að hann sé saklaus af ákæru í Aurum-málinu og að samskipti hans og Lárusar Welding bankastjóra Glitnis hafi ekki verið óeðlileg. Þá segir hann að ef saksóknari ætli að ákæra hann fyrir frekju þá verði hann að setja það þannig fram í ákæruskjalinu.
Allir sakborningarnir í Aurum málinu svokallaða neituðu sök við þingfestingu þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið.
Málsskjölin í Aurum málinu eru um sex þúsund blaðsíður, samkvæmt heimildum Vísis. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum snýst málið um ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem var aðaleigandi bankans, og tveimur starfsmönnum hans. Þeim er gefið að sök umboðssvik með því að sex milljarða króna lán hafi verið veitt úr Glitni, án nægra trygginga. Ákæran var gefin út á fimmtudagskvöld.
Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir:
Sérstakur saksóknari hefur undir höndum gögn sem benda til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, tilefni til þess að óttast um stöðu sína innan Glitnis léti Lárus ekki að vilja hans. Þetta kemur fram í ákæru í Aurum málinu, þar sem fjórir menn eru ákærðir fyrir sex milljarða lánveitingu frá Glitni vegna kaupa á Aurum.
Með sex milljarða lánveitingu frá Glitni banka til að fjármagna kaup FS38 á 25,7% hlut Fons í Aurum Holding var áhættunni af kaupunum velt yfir á Glitni banka. Þetta kemur fram í ákæru sem sérstakur saksóknari gaf út fyrir helgi í Aurum málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánsins.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að Aurum málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun.
Þrír fyrrum stjórnendur Glitnis og fyrrum stjórnarformaður aðaleiganda bankans hafa verið kærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til kaupa á Aurum Holding.
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008.
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svararð ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli, en eftir því sem Vísir kemst sem ákærður hefur verið í svokölluðu Aurum máli, hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Vísir hefur aftur á móti undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember
Fram hefur komið í fréttum að grunur leikur á að Glitnir hafi veitt félaginu FS38 sex milljarða lán árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri skartgripaverslana. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, vill ekkert tjá sig um stöðu Aurum málsins. Fréttavefur DV fullyrti í kvöld að búið væri að gefa út ákæru í málinu. Ekki væri vitað hverjir eru ákærðir.
Þrotabú Landsbanka Íslands tilkynnti á fimmtudagskvöld um sölu á um 60 prósenta hlut sínum í breska félaginu Aurum Holdings Limited, en Aurum á verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Kaupandinn er bandaríski fjárfestingasjóðurinn Apollo Global Management. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en breskir fjölmiðlar hafa talið að heildarvirði félagsins sé um 36,3 milljarðar króna. Miðað við það verð hefur þrotabú bankans fengið tæpa 22 milljarða króna fyrir hlut sinn. Don McCarthy, sem var einnig stór eigandi í Aurum, hættir sem stjórnarformaður.
Slitastjórn gamla Landsbankans er við það að ljúka við sölu á Aurum Holding. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður um söluna staðið yfir um skeið að undanförnu og tímaspursmál hvenær málin verði kláruð endanlega. Fyrirtækið sem slitastjórnin á í viðræðum við heitir Apollo og er eignarhaldsfélag sem á meðal annars nokkrar skartgripakeðjur.
Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent nánast öll gögn sem það lagði hald á í umfangsmikilli húsleit í Banque Havilland, sem áður hét Kaupthing Lúxemborg, í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur embættið þegar fengið afhent gögn sem tengjast fjórum stórum málum en á enn eftir að fá gögn vegna eins máls. Ástæða þess að enn er eftir að fá gögn úr einu máli er sú að rannsóknardómari í Lúxemborg komst að þeirri niðurstöðu að hluti þeirra ætti ekki erindi við rannsókn Sérstaks saksóknara. Embættið sætti sig við þá niðurstöðu og er hún ekki talin skipta sköpum fyrir niðurstöður rannsókna.
Sexmenningarnir, sem stefnt er í svokölluðu Aurum-máli slitastjórnar Glitnis, vísa á bug verðmati dómkvaddra matsmanna, sem hljóðar upp á núll til 929 milljónir króna, samanborið við þá sex milljarða sem Glitnir lánaði fyrir kaupum á hlut Fons í félaginu Aurum Holding.
Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis.
Á síðu 4 í Fréttablaðinu á fimmtudag, og á Vísi.is síðar sama dag, birtist frétt með fyrirsögninni "Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum“. Að gefnu tilefni er rétt að árétta að fyrirtækið sem vísað er til í fyrirsögninni er hið breska Aurum Holding, ekki íslenska skartpgripafyrirtækið Aurum ehf. Hið síðarnefnda tengist ekki rannsókn sérstaks saksóknara með nokkrum hætti.
Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni.
Sex milljarða skaðabótamál slitastjórnar Glitnis, kennt við félagið Aurum Holding, á hendur stjórnendum bankans er nú í biðstöðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari vill vita hvað kemur út úr rannsókn sérstaks saksóknara á málinu áður en lengra verður haldið.
Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis stefnt vegna fimmtán milljarða víkjandi láns til Baugs í árslok 2007. Lánið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tjónið er metið á sex og hálfan milljarð.
Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið.
Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum.
Aurum Holdings er til sölu samkvæmt breskum fjölmiðlum en félagið er í eigu skilanefndar Landsbankans. Það var Baugur sem átti félagið áður en bankinn tók það yfir árið 2009.
Samkvæmt skýrslu slitastjórnar gamla Landsbankans til kröfuhafa er bankinn orðinn eitt af stóru verslunarveldunum í Bretlandi.
Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður.