Golden Globe-verðlaunin

Fréttamynd

Stærri en Titanic

Stórmyndin Avatar hefur siglt fram úr Titanic sem tekjuhæsta mynd allra tíma. Á aðeins sex vikum hefur hún halað inn um 240 milljörðum króna og þar með á leikstjórinn James Cameron tvær tekjuhæstu myndir sögunnar. Met Titanic var sett á árunum 1997 til 1998 og töldu margir að það yrði seint slegið. Tekjuhæsta mynd allra tíma í Norður-Ameríku er aftur á móti enn þá Gone With the Wind sem kom út árið 1939 með Clark Gable og Vivien Leigh í aðalhlutverkum. Margir telja líklegt að Avatar hljóti fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna en tilkynnt verður um þær á þriðjudaginn. Stutt er síðan myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun.

Lífið
Fréttamynd

Ekki hrifinn af verðlaunahátíðum

Þrátt fyrir að hafa fengið fjölda verðlauna að undanförnu fyrir leik sinn í myndinni Crazy Heart hefur Jeff Bridges ekki gaman af verðlaunahátíðum.

Lífið
Fréttamynd

Dexter á batavegi

Leikarinn Michael C. Hall, sem fer með hlutverk Dexters í samnefndum sjónvarpsþáttum, hlaut nýverið bæði Golden Globe- og SAG-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Stuttu fyrir Golden Globe-verðlauna­afhendinguna tilkynnti leikarinn opinberlega að hann hefði greinst með eitilfrumukrabbamein, en að batahorfur væru góðar.

Lífið
Fréttamynd

The Hurt Locker sigurvegari

Kvikmyndin The Hurt Locker var kjörin besta myndin á verðlaunahátíð Samtaka framleiðenda í Bandaríkjunum. Sex af síðustu níu kvikmyndunum sem sigruðu á hátíðinni hafa í framhaldinu fengið Óskarsverðlaunin sem besta myndin.

Lífið
Fréttamynd

Kysstust og drukku vín

Jennifer Aniston og Gerard Butler mættu ein síns liðs á Golden Globe-hátíðina um helgina en að sögn sjónarvotta héldu þau hvort öðru félagsskap meðan á hátíðinni stóð. Þau Butler léku saman í kvikmyndinni The Bounty Hunter sem frumsýnd var í Bandaríkjunum stuttu fyrir jól.

Lífið
Fréttamynd

Brothers gengur vel í miðasölu

„Við settum okkur það markmið að ná þrjátíu millljón dollara markinu og mér sýnist við vera að ná því," segir Sigurjón Sighvatsson, einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Brothers en hún hefur fengið prýðilega dóma í bandarískum fjölmiðlum þótt myndin hafi ekki náð neinum Golden Globe-styttum á sunnudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Avatar fékk Gullhnöttinn

Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður.

Lífið
Fréttamynd

Styttist í Golden Globe

Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld. Verðlaunin eru bæði veitt fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Kynnir verður breski grínistinn og leikarinn Ricky Gervais. Hann stýrði athöfninni einnig í fyrra en Gervais fékk sjálfur verðlaunin fyrir nokkrum árum.

Lífið