Skák

Fréttamynd

Carlsen ætlar ekki að verja titil sinn

Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, ætlar ekki að freista þess að verja titil sinn. Hann segist ekki finna fyrir neinum hvata til þess að tefla um titilinn sjötta sinn.

Sport
Fréttamynd

Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti

Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að.

Sport
Fréttamynd

Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís

Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki.

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján ára Úsbek­i felldi Carl­sen af stallinum

Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni.

Sport
Fréttamynd

Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn

Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil.

Sport
Fréttamynd

Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn

Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil.

Sport
Fréttamynd

Carlsen vann eftir lengsta leik sögunnar

Sjötta viðureign heimsmeistaramótsins í skák fór fram í dag. Um var að ræða lengstu skák í sögu mótsins en Norðmaðurinn Magnus Carlsen hafði loks betur gegn Ian Nepomniachtchi.

Sport
Fréttamynd

Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart

Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sport
Fréttamynd

Varð yngsti stór­meistarinn í skák­sögunni í dag

Abhimanyu Mishra varð í dag sá yngsti til að fá titilinn stórmeistari í skák. Mishra er tólf ára gamall drengur frá New Jersey í Bandaríkjunum. Mishra tryggði sitt þriðja GM-viðmið í Búdapest en þá hafði hann þegar tryggt sér skákstigin 2500, sem þarf til að fá titil stórmeistara.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lands­mótinu í skák lokið: Varðist máti eins og mark­vörður

Það skilur alltaf eftir sig óbragð í munni að tapa í síðustu umferð skákmóta og ég þurfti að bíta í það súra epli gegn vini mínum Helga Áss Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins. Sigur eða jafntefli hefði þýtt að ég hefði grætt nokkur skákstig en ósigurinn þýddi að ég tapa fáeinum slíkum sem er grautfúlt.

Lífið
Fréttamynd

Hjörvar Steinn landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum

Nýr Íslandsmeistari í skák var krýndur í kvöld þegar Hjörvar Steinn Grétarsson landaði sigri í sinni skák í lokaumferð Íslandsmótsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjörvar Steinn verður Íslandsmeistari en hann hefur verið einn sterkasti skákmaður landsins.

Sport
Fréttamynd

Ís­lands­mótið í skák: Bölvun g-strengsins varð Birni að falli

Ekki þraukaði maður lengi taplaus á Íslandsmótinu í skák því annarri umferð tapaði ég fyrir stórmeistaranum Hannesi Hlífari. Við höfum marga hildi háð í gegnum tíðina sem enda yfirleitt með því að ég brýni öxi, held stuttan fyrirlestur um hvar þykkur háls bjarndýra er veikastur fyrir og leggst svo brosandi á höggstokkinn.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lands­mótið í skák: Mótið hefst með blóðs­út­hellingum

Það var ekki friðsemdinni fyrir að fara í fyrstu umferð Íslandsmótsins í skák í Kópavogi. Þvert á móti enduðu allar skákirnar með blóðsúthellingum sem er afar óvenjulegt í svo jöfnu móti. Staðan er því sú að fimm keppendur eru efstir og jafnir eftir fyrstu umferð en fimm aðrir neðstir.

Lífið
Fréttamynd

Heimsmeistarinn loftar út fyrir kónginn

Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í skák, hrókeraði nýlega í ástarlífi sínu þegar hann sleit samvistum við Elisabetu Lorentzen Djønne, kærustu sína til tveggja ára.

Lífið