Taugaeitursárás í Bretlandi

Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum.

Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum
Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury.

Rússar hafna niðurstöðunum alfarið
Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið.

Taugaeitrið frá Rússlandi
Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW

Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd
Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl.

Yulia Skripal farin af sjúkrahúsi
Samkvæmt heimildum BBC hefur Yulia verið flutt leynilegan stað.

Rússar vilja fund með Boris Johnson
Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi.

Skrípal sagður á batavegi
Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu.

Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“
Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina.

Pútín býst við heilbrigðri skynsemi
Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim.

Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“
Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn.

Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins
Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi.

Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal.

Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM
Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar.

Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi
Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg.

Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni
Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra.

Segir litlar líkur á að Skripal-feðginin lifi af
Viktoria Skripal, frænka þeirra Sergei og Yuliu Skripal, segir litlar líkur á að feðginin lifi af en þau urðu fyrir taugaeitursárás í enska bænum Salisbury fyrr í mánuðinum. Viktoria segir batahorfurnar ekki góðar.

BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr
Rússar eru óhressir með að rúmlega hundrað erindrekar þurfi að snúa aftur til síns heima. Lavrov segir Bandaríkjamenn hafa þvingað bandamenn sína til þess að vísa Rússum úr landi en þessir sömu bandamenn séu hins vegar að biðja Rússa afsökunar í laumi. Fjölmiðlar Rússa taka undir með yfirvöldum.

NATO vísar Rússum á brott
„Þetta sendir skýr skilaboð til Rússlands um að óásættanleg og hættuleg hegðun hefur afleiðingar.“

Utanríkisráðherra Rússa segir Bandaríkin kúga bandalagsríki sín
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku.

Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum
Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims.

Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga
Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa.

Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku
Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku.

Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi
Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum.

Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð.

Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi
Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri.

Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa
Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag.

Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali
Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða.

Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin
Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa.

Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi
Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar