Slökkvilið

Fréttamynd

Flæddi inn í hús á Arnar­nesi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað inn eftir að vatn tók að flæða inn í hús á Arnarnesi í Garðabæ snemma í morgun. Stífla hafði þar myndast í götunni og flæddi vatn inn í húsið.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt í Garða­bæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ um miðjan dag í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsleki í Garðheimum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fyrr í kvöld áhöfn eins dælubíls til Garðheima í Álfabakka. Þar hafði komið vatnsleki frá þaki hússins.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur og mikil um­ferðar­teppa

Þrír bílar lentu saman í árekstri á Hafnarfjarðvegi við Arnarnesbrú upp úr fimm síðdegis. Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar en meiðsli virðast vera lítilháttar. Umferðarteppa hefur myndast niður að Hamraborg.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna rútuslyss á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­breytt skóla­hald í Sunnulækjar­skóla eftir helgi

Nemendur í 5. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi gátu ekki mætt í skólann í morgun vegna vatnsleka, sem varð á þeirra svæði í nótt. Slökkviliðið sá um hreinsunarstarf í morgun en reiknað er með að skólastarf verið með óbreyttu sniði eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Engar rusla­tunnur í Grinda­vík

Verulega dró úr virkni í eldgosinu við Sundhnúksgíga í nótt. Unnið er hörðum höndum að hraunkælingu í Svartsengi, svo auðveldara sé að hækka varnargarða. Þá er Grindavík að verða að ruslatunnulausum bæ. 

Innlent
Fréttamynd

Sundhnúksgígaröðin að verða búin

Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. 

Innlent
Fréttamynd

Eins og að vera staddur í mar­tröð og geta ekki vaknað

„Þetta er auðvitað svakalegt áfall. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu stóð maður uppi nánast allslaus,“ segir Ellert Grétarsson ljósmyndari sem missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. Ástæða brunans var sú að kveikt var á fjöltengi inni í stofunni.

Innlent
Fréttamynd

Reyk­skynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir

Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur nú yfir, 31 árið í röð. Markmið átaksins er vekja athygli á eldvörnum og öryggi á heimilum. Sem fyrr er höfuðáhersla lögð á mikilvægi reykskynjara. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri eldvarnaeftirlits hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að skerpa þurfi á mikilvægi reykskynjara þegar kemur að öryggi heimafyrir. Þeir bjargi mannslífum.

Samstarf
Fréttamynd

Opna verslanir í Kringlunni á ný

Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt

Slökkviliðið á höfuðborgarsæðinu sinnti fjórum dælubílaútköllum síðastliðinn sólarhring, þar á meðal til þess að aðstoða stúlku sem hafði skorðað sig fasta undir þili á milli klósettbása. Þá var töluverð útbreiðsluhætta þegar eldur kom upp í bifreið í Hafnarfirði en betur fór en á horfðist.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekki hvað fór úr­skeiðis

Rannsókn á vettvangi eldsvoðans sem varð í einu húsi eggjabúsins Nesbús á Vogum á Vatnsleysuströnd um helgina er lokið. Ekki ligggja fyrir upplýsingar að svo stöddu um það hvað fór úrskeiðis. Rannsókn lögreglu heldur því áfram.

Innlent
Fréttamynd

Börðust við eldinn klukku­stundum saman í sex stiga frosti

Brunavarnir Suðurnesja sinntu krefjandi verkefni í nótt, þegar eldur kom upp í eggjabúi á Vatnsleysuströnd. Baráttan við eldinn fór fram í sex stiga frosti og stóð yfir í margar klukkustundir. Mikil áskorun var að tryggja að eldur breiddist ekki yfir í fleiri byggingar.

Innlent
Fréttamynd

Á­fallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“

Framkvæmdastjóri Nesbús segir eldsvoða sem kviknaði í varphúsi eggjabúsins í nótt vera mikið áfall. Erfitt sé að meta tjónið en bygging á sambærilegu húsi kosti um 150 milljónir. Betur fór þó en á horfðist þökk sé brunavörnum og starfi slökkviliðs.

Innlent