![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144457.831Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144408.023Z-keflavik.png)
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um ný heildarlög um skák. Helsta breytingin sem er áformuð er að stórmeistarar í skák verði ekki lengur opinberir starfsmenn og að þeir fái ekki greitt fyrir það eitt að vera stórmeistarar.
Ný þáttaröð af Sönnum íslenskum sakamálum kom út á Storytel í gær. Þar mun Sigursteinn Másson taka fyrir fimm sakamál sem komið hafa upp hér á landi. Skáksambandsmálið svokallaða og bruninn á Bræðraborgarstíg eru á meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir í þáttunum.
Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár.
Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016.
Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins.
Landsréttur staðfesti í gær fjögurra vikna farbannsúrskurð úr héraðsdómi yfir Sigurði Kristinssyni sem á dögunum var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skáksambandsmálinu svokallaða.
Ekkert fékkst upp í rúmlega 73 milljóna kröfur í þrotabú félagsins HR2015 ehf.
Hákon og Jóhann hlutu vægari dóma.
Beðið eftir vitnum frá Spáni.
Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna.
Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar, Fullir Vasar, og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði.
Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili sínu í Málaga á Spáni og sætti farbanni vegna fíkniefnamáls, kemur ekki til með að bera vitni í Skákasambandsmálinu svokallaða. Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eiginmaður Sunnu, er einn þriggja sakborninga í málinu, sem snýr að smygli á fíkniefnum til landsins.