Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Sjokkeraðir nem­endur MA boða til mót­mæla á Ráð­hús­torgi

Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

„Okkur finnst þetta hrein­lega svo­lítið van­hugsað“

Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi og vel­líðan í upp­hafi skóla­árs

Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis.

Skoðun
Fréttamynd

„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“

Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega

Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

„Líf fatlaðs barns er ekki einka­mál þess heldur er það líf allrar fjöl­skyldunnar”

„Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju.

Innlent
Fréttamynd

Símafrí í september

Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd.

Skoðun
Fréttamynd

Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ

Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af hnífa­burði grunn­skóla­krakka

Borið hefur á því í skóla-og fé­lags­mið­stöðvastarfi í Kópa­vogi að ung­lingar gangi með hníf á sér. Starfs­menn hafa á­hyggjur af þessari þróun og for­eldrum skóla­barna hefur verið sent bréf vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni

Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Hélt að hún gæti ekki lært en stefnir nú á háskólanám

„Stærsti fjársjóðurinn sem ég hef með mér frá Menntastoðum Mímis er sjálfsvirðingin. Að hafa upplifað þá tilfinningu að vera góð í einhverju og fengið staðfestingu á því að ég get menntað mig,“ segir Stella Guðrún Arnardóttir en hún settist aftur á skólabekk eftir 14 ára hlé.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Á­standið ekki nógu gott við grunn­skóla

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir ó­hætt að segja að á­stand um­ferðar við grunn­skóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem lög­reglan segist vera við um­ferðar­eftir­lit þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Far­símar í skólum

Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggst gefa út reglur um far­síma­notkun í grunn­skólum

Næstum öll börn í grunnskólum landsins eiga eigin farsíma, 95 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent í 8. til 10. bekk. Um 7 prósent nemenda í 4. til 7. bekk nota netið daglega til að leysa skólaverkefni, 38 prósent nemenda í 8. til 10. bekk og 74 prósent framhaldsskólanema.

Innlent