Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. desember 2024 23:33 Magnus að tafli á skákmóti í október. EPA Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. Norski fréttamiðillinn Verdens gang hefur þetta eftir Henrik Carlsen, föður og umboðsmanni Magnusar. Magnus Carlsen hafði þetta um málið að segja: „Ég kom hingað, síðan fékk ég sekt og viðvörun þess efnis að ég mætti ekki tefla í níundu umferð nema ég myndi skipta um föt eftir umferð þrjú. Ég svaraði þeim og sagðist ætla skipta um buxur á morgun. Þá sögðu þeir að ég þyrfti að skipta núna strax.“ „Þá var þetta orðið prinsipmál fyrir mig.“ 200 dollara sekt Magnus Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 dollara frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur þann 31. Magnus Carlsen er langstigahæsti skákmaður heims í dag, með 2831 FIDE Elo stig þegar þetta er ritað. Hann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki ríkjandi heimsmeistari í klassískri skák. Magnus varð heimsmeistari árið 2013 og vann titilinn samtals fimm sinnum á árunum 2013 - 2021, en hætti keppni í heimsmeistaraeinvíginu árið 2022. Þá sagðist hann ekki nenna þeirri keppni lengur, hann hefði engan hvata til þess að verja titilinn. Sumir halda að Carlsen myndi glaður keppa aftur í heimsmeistarmótinu verði fyrirkomulaginu breytt, og horfið verði frá einvígisfyrirkomulaginu. Þá yrði mótið meira í ætt við heimsmeistaramótin í at- og hraðskák. Nánari umfjöllun um gallabuxnamálið málið má finna á vef VG. Skák Tengdar fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Norski fréttamiðillinn Verdens gang hefur þetta eftir Henrik Carlsen, föður og umboðsmanni Magnusar. Magnus Carlsen hafði þetta um málið að segja: „Ég kom hingað, síðan fékk ég sekt og viðvörun þess efnis að ég mætti ekki tefla í níundu umferð nema ég myndi skipta um föt eftir umferð þrjú. Ég svaraði þeim og sagðist ætla skipta um buxur á morgun. Þá sögðu þeir að ég þyrfti að skipta núna strax.“ „Þá var þetta orðið prinsipmál fyrir mig.“ 200 dollara sekt Magnus Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 dollara frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur þann 31. Magnus Carlsen er langstigahæsti skákmaður heims í dag, með 2831 FIDE Elo stig þegar þetta er ritað. Hann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki ríkjandi heimsmeistari í klassískri skák. Magnus varð heimsmeistari árið 2013 og vann titilinn samtals fimm sinnum á árunum 2013 - 2021, en hætti keppni í heimsmeistaraeinvíginu árið 2022. Þá sagðist hann ekki nenna þeirri keppni lengur, hann hefði engan hvata til þess að verja titilinn. Sumir halda að Carlsen myndi glaður keppa aftur í heimsmeistarmótinu verði fyrirkomulaginu breytt, og horfið verði frá einvígisfyrirkomulaginu. Þá yrði mótið meira í ætt við heimsmeistaramótin í at- og hraðskák. Nánari umfjöllun um gallabuxnamálið málið má finna á vef VG.
Skák Tengdar fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49