Kópavogur

Fréttamynd

Skóflu­stunga að padelveislu í Kópa­vogi

Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við for­eldra og hætta við miklar hækkanir

Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. 

Innlent
Fréttamynd

Ballið búið í Blá­fjöllum í vetur

Skíðavertíðinni í Bláfjöllum er lokið í vetur. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu kemur fram að vegna þess að ekkert snjóaði um helgina séu allar skíðaleiðir í sundur á einum eða fleiri stöðum, ásamt lyftusporum. Það er vegna hlýindakafla í lok mars og byrjun apríl.

Innlent
Fréttamynd

Fót­boltinn víkur fyrir padel

Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní.

Innlent
Fréttamynd

Sagði höfuð­paurinn hafa hótað sér líf­láti

Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða.

Innlent
Fréttamynd

„Bara ef það hentar mér“

Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur.

Skoðun
Fréttamynd

Milljarðaafgangur og besta niður­staðan í sau­tján ár

Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Börnin borga fyrir hag­ræðinguna í Kópa­vogi

Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna.

Skoðun
Fréttamynd

Vanga­veltur um á­byrgð og laun

Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. 

Skoðun
Fréttamynd

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent
Fréttamynd

Beitti bar­efli í líkams­á­rás

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog.

Innlent
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir nóttina

Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er risa­stór á­fangi og gleði­tíðindi fyrir Kópa­vogs­bæ“

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum.

Innlent