Grindavík

Fréttamynd

Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð

Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti yfir þremur í Fagra­dals­fjalli

Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Leit að Sig­rúnu ber engan árangur

Leit að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur hefur enn engan árangur borið. Lög­reglan á Suður­nesjum biðlar til þeirra sem upp­lýsingar gætu haft um að hafa sam­band.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti við Kleifarvatn

Jarðskjálfti að stærð 3,2 reið yfir við á Reykjanesskaga klukkan 9:20 í morgun og fannst á höfuðborgarsvæði. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn.

Innlent
Fréttamynd

Kindum beitt á ör­foka land í Krýsu­vík

Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt.

Innlent
Fréttamynd

Fótbrotin kona sótt að gosstöðvum við Fagrafell

Síðdegis í dag var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út vegna konu sem hafði dottið og fótbrotnað á gönguleiðinni að gosstöðvunum við Fagrafell. Vegna langs biðtíma eftir þyrlu var konan ferjuð niður af fjallinu á óvenjulegan máta.

Innlent
Fréttamynd

Bylgjulestin brunar inn í sumarið

Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar.

Samstarf
Fréttamynd

„Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“

Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt.

Lífið
Fréttamynd

Mátti ekki banna börn í Mera­dölum

Lög­reglu­stjóranum á Suður­nesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gos­stöðvunum í Mera­dölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því til­kynnt var um þau opin­ber­lega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar laga­heimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Féll í klettunum við Kleifar­­vatn

Í nótt féll maður í klettum við Kleifarvatn og svaraði félögum sínum illa á eftir. Tveir sjúkrabílar og fjallabíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn og maðurinn sóttur. Hann reyndist töluvert lemstraður og með höfuðáverka. 

Innlent
Fréttamynd

„Það skemmir ekki hár“

Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. 

Innlent
Fréttamynd

„Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra“

Formaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga fundað með fólki á Suðurnesjunum og rætt um heilbrigðismál. Um er að ræða fyrstu fundina í fundaröð fer út um allt land. Formaðurinn segir að mikilvægt sé að heyra hvað fólkinu í landinu finnst um stærstu málaflokkana í pólitíkinni.

Innlent
Fréttamynd

Gest­ir Bláa lóns­ins verð­a færr­i en fram­legð mun auk­ast um liðlega fjórðung

Ferðaþjónusta þarf breytast frá því að einblína á magn í framlegð, rétt eins og sjávarútvegur gerði í kringum 1980, sagði seðlabankastjóri. Forstjóri Bláa lónsins sagði að horft sé til þess í hans rekstri að í ár verði gestir 20-30 prósent færri en framlegðin aukist um 20-30 prósent. „Við erum á þessari vegferð sem stjórnvöld kalla eftir,“ sagði hann.

Innherji
Fréttamynd

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“

Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 

Innlent