Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 10:47 Ekki er nauðsynlegt að tilkynna þetta tjón á hjúkrunarheimilinu í Grindavík strax. Vísir/Vilhelm Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira