Bláskógabyggð

Fréttamynd

„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“

„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku.

Innlent
Fréttamynd

Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið

Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti.

Innlent
Fréttamynd

Náði að bjarga öllu nema eigin tann­bursta

Veg­farandi á Þing­völlum sem varð vitni að því þegar eldur kviknaði í far­þegar­útu segir að ó­trú­lega mildi að enginn hafi slasast í eldinum. Bíl­stjórinn hafi verið snar í snúningum og tekist að bjarga öllu sem hægt var að bjarga nema eigin tann­bursta.

Innlent
Fréttamynd

Rúta brann við Þing­valla­vatn

Eldur kom upp í rútu Viking bus á Gjá­bakka­vegi austan við Þing­valla­vatn á ellefta tímanum í morgun. Að sögn Péturs Péturs­sonar, slökkvi­liðs­stjóra hjá Bruna­vörnum Ár­nes­sýslu, gengu slökkvi­störf vel.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­sveitin sótti slasaðan reið­hjóla­mann

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á leið til Reykjavíkur eftir æfingar á Austfjörðum þegar tilkynning barst um reiðhjólaslys í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Þyrlunni var lent þar og sá slasaði tekinn upp í og stefnan tekin á Reykjavík á ný.

Innlent
Fréttamynd

125 ára sunn­lensk sam­staða verði rofin með flutningi heilsu­gæslunnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn

Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja.

Innlent
Fréttamynd

Vara við saur í Laugarvatni

Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu.

Innlent
Fréttamynd

Gullni hringurinn á­hætta ef spár um ferða­manna­fjölda rætast

Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda.

Innlent
Fréttamynd

Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss

Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands ræddi um bómullarforeldra

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi um snjóruðningsforeldra, þyrluforeldra og Excel-foreldra, sem saman mynda bómullarforeldra, þegar hann ávarpaði nemendur og gesti á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ánægja með hælisleitendur á Laugarvatni

Mikil ánægja er hjá heimamönnum á Laugarvatni með þá sextíu hælisleitendur, sem dvelja nú tímabundið á heimavist á Laugarvatni. Sumt af fólkinu er farið að vinna sjálfboðavinnu á staðnum eða láta gott af sér leiða á annan hátt á meðan það bíður niðurstöðu sinna mála.

Innlent
Fréttamynd

Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft

Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað

Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar.

Innlent