Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar 24. október 2025 11:32 Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Bilun hjá Norðuráli Áliðnaður Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Hvalfjarðarsveit Efnahagsmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun