Seðlabankinn Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. Viðskipti innlent 26.6.2023 11:39 Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“ Innherji 26.6.2023 09:59 Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. Viðskipti innlent 26.6.2023 09:23 Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. Innlent 25.6.2023 14:47 Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. Innherji 23.6.2023 15:39 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. Viðskipti innlent 22.6.2023 22:25 Höfum við efni á þessu? Seðlabanki Íslands hefur gefið skýr skilaboð um að tryggja þurfi meira aðhald í ríkisfjármálunum. Á sama tíma er halli á fjárlögum sem nemur um 4% af landsframleiðslu, verðbólga í tæpum 10% og hagvöxtur mælist um 6%. Staðan er ekki beint frábær. Skoðun 21.6.2023 08:01 Úrelt vinnubrögð og ranghugmyndir Seðlabankans rjúfa lögsett valdmörk Seðlabanki Íslands hefur með uppkeyrslu vaxta og vaxandi vaxtamun við Evrópu enn eina ferðina stofnað til krísuástands að óþörfu í íslensku samfélagi. Með röngum ákvörðunum hefur Seðlabankinn tekið til sín vald sem honum er ekki gefið að lögum. Skoðun 20.6.2023 09:00 Fjármögnun bankakerfisins er að fara verða „snúnari“ en áður Breytinga er að vænta í áherslum íslensku bankanna við fjármögnun á markaði og ljóst að þeir munu þurfa að breikka kaupendahópinn að ótryggðum skuldabréfum samhliða því að þau verða í meira mæli gefin út á innanlandsmarkaði. Markaðsfjármögnun bankakerfisins, sem hefur orðið mun dýrari síðustu misseri vegna umróts og óvissu á alþjóðamörkuðum, er að fara verða „erfiðari“ en áður, að sögn seðlabankastjóra. Innherji 17.6.2023 11:38 Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. Viðskipti innlent 14.6.2023 13:55 Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Innlent 14.6.2023 12:01 Arnór stýrir SIV eignastýringu sem fær starfsleyfi Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt SIV eignastýringu hf., dótturfélags tryggingafélagsins VÍS, starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar auk móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga. Viðskipti innlent 14.6.2023 11:54 Skuldsett fasteignafélög ekki sama áhættan hér á landi og víða erlendis Þrátt fyrir að fasteignafélög séu viðkvæm fyrir hækkandi vöxtum, einkum þau sem hafa verið að reiða sig á stutta fjármögnun, þá telur Seðlabankinn skuldsetningu á atvinnuhúsnæðismarkaði ekki vera sérstakan áhættuþátt fyrir fjármálastöðugleika. Ólíkt því sem þekkist í sumum nágrannaríkjum þá er ekki offramboð af atvinnuhúsnæði hér á landi auk þess sem það vinnur með félögunum að vera að stórum hluta með verðtryggðra leigusamninga og hátt nýtingarhlutfall, að sögn seðlabankastjóra. Innherji 14.6.2023 10:51 Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Innlent 11.6.2023 12:24 Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Viðskipti innlent 9.6.2023 22:02 Samtalið umdeilda hafi verið milli embætta Seðlabankastjóri segist ekki hafa greint frá því sem fór tveggja manna á milli, þegar hann upplýsti um samskipti sín við Ríkissáttasemjara í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að um samskipti embættanna tveggja hafi verið að ræða en ekki tveggja manna tal. Innlent 9.6.2023 14:59 Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands? Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Skoðun 9.6.2023 12:30 Þetta er ekki hjálplegt, Ásgeir „Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera.. það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag... Það þýðir ekki að skrifa undir kjarasamninga og hækka verðið daginn eftir...“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í vikunni. Skoðun 9.6.2023 08:30 Taktlaus seðlabankastjóri Þrjú af börnum mínum með mökum sínum fengu samþykkt greiðslumat til íbúðalánakaupa, tóku lán hjá banka og keyptu sér íbúðarhúsnæði. Þessi húsnæðiskaup voru gerð eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Skoðun 9.6.2023 07:30 Ragnar telur seðlabankastjóra í ójafnvægi Fyrrverandi ríkissáttasemjari minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins og hafnar því að hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir bankans. Formaður VR segir seðlabankastjóra í ójafnvægi og vísar orðum um meintan óstöðugleika sinn á samningafundum til föðurhúsanna Innlent 8.6.2023 12:30 Segir ríkissáttasemjara hafa freistað þess að hafa áhrif á Seðlabankann Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri greinir frá því í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Innlent 8.6.2023 09:58 Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána. Innlent 7.6.2023 19:21 Seðlabankastjóri: Verðbólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa. Innherji 7.6.2023 16:46 Algjör óvissa um stöðu tryggingataka: „Við höfum haft áhyggjur af þessu félagi lengi“ Seðlabankastjóri segir að fjármálaeftirlit bankans hafi lengi haft áhyggjur af starfsemi slóvakíska tryggingafélagsins Novis. Slóvakíski seðlabankinn hefur afturkallað leyfi félagsins og farið fram á að því verði skipaður skiptastjóri. Stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem hefur selt vörur Novis hér á landi, segir félagið geta staðið við skuldbindingar sínar og hvetur viðskiptavini til að halda að sér höndum. Viðskipti innlent 7.6.2023 15:30 Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. Innlent 7.6.2023 11:55 Stýrir háttsemiseftirliti Seðlabankans Linda Kolbrún Björgvinsdóttir hefur verið sett framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 7.6.2023 10:37 Innlend markaðsfjármögnun bankanna of „einhæf“ Innlend markaðsfjármögnun bankanna er of einhæf að mati Seðlabanka Ísland og mikilvægt er að breikka kaupendahóp að óveðtryggðum skuldabréfum bankanna. Innherji 7.6.2023 10:01 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Viðskipti innlent 7.6.2023 09:33 Brýnir fyrir bönkum að huga „tímanlega“ að þyngri greiðslubyrði lántaka Mikilvægt er að bankarnir grípi tímanlega til aðgerða til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika hjá heimilum og fyrirtækjum vegna þyngri greiðslubyrði, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, sem telur viðnámsþrótt fjármálakerfisins vera góðan. Innherji 7.6.2023 09:03 Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Innlent 7.6.2023 08:42 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 48 ›
Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. Viðskipti innlent 26.6.2023 11:39
Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“ Innherji 26.6.2023 09:59
Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti. Viðskipti innlent 26.6.2023 09:23
Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. Innlent 25.6.2023 14:47
Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. Innherji 23.6.2023 15:39
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. Viðskipti innlent 22.6.2023 22:25
Höfum við efni á þessu? Seðlabanki Íslands hefur gefið skýr skilaboð um að tryggja þurfi meira aðhald í ríkisfjármálunum. Á sama tíma er halli á fjárlögum sem nemur um 4% af landsframleiðslu, verðbólga í tæpum 10% og hagvöxtur mælist um 6%. Staðan er ekki beint frábær. Skoðun 21.6.2023 08:01
Úrelt vinnubrögð og ranghugmyndir Seðlabankans rjúfa lögsett valdmörk Seðlabanki Íslands hefur með uppkeyrslu vaxta og vaxandi vaxtamun við Evrópu enn eina ferðina stofnað til krísuástands að óþörfu í íslensku samfélagi. Með röngum ákvörðunum hefur Seðlabankinn tekið til sín vald sem honum er ekki gefið að lögum. Skoðun 20.6.2023 09:00
Fjármögnun bankakerfisins er að fara verða „snúnari“ en áður Breytinga er að vænta í áherslum íslensku bankanna við fjármögnun á markaði og ljóst að þeir munu þurfa að breikka kaupendahópinn að ótryggðum skuldabréfum samhliða því að þau verða í meira mæli gefin út á innanlandsmarkaði. Markaðsfjármögnun bankakerfisins, sem hefur orðið mun dýrari síðustu misseri vegna umróts og óvissu á alþjóðamörkuðum, er að fara verða „erfiðari“ en áður, að sögn seðlabankastjóra. Innherji 17.6.2023 11:38
Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. Viðskipti innlent 14.6.2023 13:55
Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Innlent 14.6.2023 12:01
Arnór stýrir SIV eignastýringu sem fær starfsleyfi Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt SIV eignastýringu hf., dótturfélags tryggingafélagsins VÍS, starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar auk móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga. Viðskipti innlent 14.6.2023 11:54
Skuldsett fasteignafélög ekki sama áhættan hér á landi og víða erlendis Þrátt fyrir að fasteignafélög séu viðkvæm fyrir hækkandi vöxtum, einkum þau sem hafa verið að reiða sig á stutta fjármögnun, þá telur Seðlabankinn skuldsetningu á atvinnuhúsnæðismarkaði ekki vera sérstakan áhættuþátt fyrir fjármálastöðugleika. Ólíkt því sem þekkist í sumum nágrannaríkjum þá er ekki offramboð af atvinnuhúsnæði hér á landi auk þess sem það vinnur með félögunum að vera að stórum hluta með verðtryggðra leigusamninga og hátt nýtingarhlutfall, að sögn seðlabankastjóra. Innherji 14.6.2023 10:51
Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Innlent 11.6.2023 12:24
Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Viðskipti innlent 9.6.2023 22:02
Samtalið umdeilda hafi verið milli embætta Seðlabankastjóri segist ekki hafa greint frá því sem fór tveggja manna á milli, þegar hann upplýsti um samskipti sín við Ríkissáttasemjara í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að um samskipti embættanna tveggja hafi verið að ræða en ekki tveggja manna tal. Innlent 9.6.2023 14:59
Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands? Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Skoðun 9.6.2023 12:30
Þetta er ekki hjálplegt, Ásgeir „Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera.. það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag... Það þýðir ekki að skrifa undir kjarasamninga og hækka verðið daginn eftir...“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í vikunni. Skoðun 9.6.2023 08:30
Taktlaus seðlabankastjóri Þrjú af börnum mínum með mökum sínum fengu samþykkt greiðslumat til íbúðalánakaupa, tóku lán hjá banka og keyptu sér íbúðarhúsnæði. Þessi húsnæðiskaup voru gerð eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Skoðun 9.6.2023 07:30
Ragnar telur seðlabankastjóra í ójafnvægi Fyrrverandi ríkissáttasemjari minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins og hafnar því að hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir bankans. Formaður VR segir seðlabankastjóra í ójafnvægi og vísar orðum um meintan óstöðugleika sinn á samningafundum til föðurhúsanna Innlent 8.6.2023 12:30
Segir ríkissáttasemjara hafa freistað þess að hafa áhrif á Seðlabankann Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri greinir frá því í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Innlent 8.6.2023 09:58
Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána. Innlent 7.6.2023 19:21
Seðlabankastjóri: Verðbólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa. Innherji 7.6.2023 16:46
Algjör óvissa um stöðu tryggingataka: „Við höfum haft áhyggjur af þessu félagi lengi“ Seðlabankastjóri segir að fjármálaeftirlit bankans hafi lengi haft áhyggjur af starfsemi slóvakíska tryggingafélagsins Novis. Slóvakíski seðlabankinn hefur afturkallað leyfi félagsins og farið fram á að því verði skipaður skiptastjóri. Stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem hefur selt vörur Novis hér á landi, segir félagið geta staðið við skuldbindingar sínar og hvetur viðskiptavini til að halda að sér höndum. Viðskipti innlent 7.6.2023 15:30
Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. Innlent 7.6.2023 11:55
Stýrir háttsemiseftirliti Seðlabankans Linda Kolbrún Björgvinsdóttir hefur verið sett framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 7.6.2023 10:37
Innlend markaðsfjármögnun bankanna of „einhæf“ Innlend markaðsfjármögnun bankanna er of einhæf að mati Seðlabanka Ísland og mikilvægt er að breikka kaupendahóp að óveðtryggðum skuldabréfum bankanna. Innherji 7.6.2023 10:01
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Viðskipti innlent 7.6.2023 09:33
Brýnir fyrir bönkum að huga „tímanlega“ að þyngri greiðslubyrði lántaka Mikilvægt er að bankarnir grípi tímanlega til aðgerða til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika hjá heimilum og fyrirtækjum vegna þyngri greiðslubyrði, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, sem telur viðnámsþrótt fjármálakerfisins vera góðan. Innherji 7.6.2023 09:03
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Innlent 7.6.2023 08:42