Seðlabankinn

Fréttamynd

Fimm­tíu milljarða við­snúningur í við­skipta­jöfnuði

13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki augljóst að fjárlögin muni styðja við lágt vaxtastig

Það er ekki augljóst að rekstur ríkissjóðs á næstunni, eins og hann birtist í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær, muni leggjast sérstaklega á sveif með að styðja við peningastefnu Seðlabanka Íslands í því skyni að viðhalda lægri vöxtum en ella.

Innherji
Fréttamynd

Mál málanna

Verðbólga er mál málanna þessa dagana en eftir nokkur ár af verðstöðugleika hér á landi er hún mætt aftur með töluverðum látum. Tólf mánaða verðbólga er búin að vera í kringum 4,5% allt árið og hefur ekki verið hærri frá árinu 2013. Uppsöfnuð verðbólga frá upphafi árs 2020 er að nálgast 10%.

Umræðan
Fréttamynd

Fórnarlömb verðbólgunnar

Þótt vaxandi verðbólga og viðsnúningur í vaxtavæntingum um heim allan eigi sér margar orsakir, er sú stærsta einfaldlega sú að viðspyrnan eftir að mestu takmörkunum vegna heimsfaraldursins var aflétt, hefur verið mun kröftugri en flestir reiknuðu með.

Umræðan
Fréttamynd

Hægt hefur á vexti peningamagns

Hægt hefur á vexti peningamagns það sem af er ári eftir kraftmikinn vöxt á seinni hluta síðasta árs. Þetta kom fram í nóvemberhefti Peningamála, sem er gefið út af Seðlabankanum.

Innherji
Fréttamynd

Seðlabankastjóri: Mikilvægt að lífeyrissjóðir geti fjárfest meira erlendis

Ekki er útlit fyrir að breytingar verði gerðar strax í byrjun næsta árs til hækkunar á því 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra. Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR og Lífeyrissjóður verslunarmanna – var um mitt þetta ár komið í liðlega 42 prósent.

Innherji
Fréttamynd

SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum

Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu.

Innlent
Fréttamynd

Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA takast á í Pallborðinu

Seðlabankastjóri varpaði sprengju inn í stöðuna á vinnumarkaði í gær þegar hann sagði óheppilegt að launafólk fengi greiddan hagvaxtarauka ofan á laun sín næsta vor. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi í dag til að ræða vaxandi óróa í samskiptum aðila vinnumarkaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér"

„Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn?

Innherji
Fréttamynd

Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu

Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð.

Innherji
Fréttamynd

Versnandi verð­bólgu­horfur

Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá um­tals­verðri hækkun verð­bólgu í nóvember

Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við munum sækja hverja einustu krónu

Við gerð síðustu kjarasamninga var litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Við sömdum því með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum.

Skoðun
Fréttamynd

Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Tekist var á um hús­næðis­málin í Pall­borðinu

Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023

Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs.

Viðskipti innlent