Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 12:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi í Seðlabankanum í morgun þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Á fundinum var farið yfir víðan völl þó að aðalumfræðuefni hans hafi verið verðbólga, sem mælist nú 9,3 prósent. Talið barst þó einnig að hagvexti, sem reyndist nokkuð kröftugur á fyrri helmingi ársins eða 6,3 prósent. Heimilin búin að spara í tvö ár Sagði Ásgeir að það hafi ekki þurft að koma á óvart að einkaneysla hafi mælst kröftug. Sagði hann að mögulega hafi allir gleymt því að það var ekki nema í febrúar ár þessu ári sem allar samkomutakmarkanir voru afnmundar „Það er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að fólk var búið að sitja heima hjá sér að spara pening í tvö ár eða eitthvað álíka að þeim pening geti verið eytt, á fyrri hluta ársins. Að það skuli hafa komið svona kröftug viðbrögð í einkaneyslu eins og við sjáum núna í sumar,“ sagði Ásgeir. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndarVísir/Vilhelm Vísaði hann í, á léttu nótunum, að tíðar sólbaðsmyndir frá sólarströndum, væri ein vísbending um það. „Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði,“ sagði Ásgeir. Hvað gerist í vetur? Óvissa væri hins vegar uppi um hvernig einkaneyslu yrði háttað á síðasta fjórðungi ársins. „Á sama tíma núna, þetta er sparnaður sem er uppsafnaður, nú er að einhverju leyti búið að eyða honum. Hvað gerist í vetur? Munu heimilin halda áfram að eyða eða munu þau fara að draga saman seglin. Við vitum það ekki,“ sagði Ásgeir. Fór hann einnig stuttlega yfir horfur í efnahagsmálum í Evrópu, þar sem hátt orkuverð, hefur meðal annars ýtt undir áhyggjur af samdrætti í álfunni. „Það eru tiltölulega ískyggilegar horfur í Evrópu. Meðal annars bara út af orkuverði. Ísland er heppið að því leyti að við erum sjálfum okkur nóg um orku. Það er alveg hætta á því að þessi vetur, þessi orkuskortur eða orkukreppa sem virðist vera í uppsiglingu í Evrópu, að hún muni að einhverju leyti draga úr efnahagsumsvifum og draga úr eyðslu.“ Fjármál heimilisins Ferðalög Seðlabankinn Efnahagsmál Orkumál Verðlag Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 „Mögulega erum við búin að gera nóg“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi í Seðlabankanum í morgun þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Á fundinum var farið yfir víðan völl þó að aðalumfræðuefni hans hafi verið verðbólga, sem mælist nú 9,3 prósent. Talið barst þó einnig að hagvexti, sem reyndist nokkuð kröftugur á fyrri helmingi ársins eða 6,3 prósent. Heimilin búin að spara í tvö ár Sagði Ásgeir að það hafi ekki þurft að koma á óvart að einkaneysla hafi mælst kröftug. Sagði hann að mögulega hafi allir gleymt því að það var ekki nema í febrúar ár þessu ári sem allar samkomutakmarkanir voru afnmundar „Það er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að fólk var búið að sitja heima hjá sér að spara pening í tvö ár eða eitthvað álíka að þeim pening geti verið eytt, á fyrri hluta ársins. Að það skuli hafa komið svona kröftug viðbrögð í einkaneyslu eins og við sjáum núna í sumar,“ sagði Ásgeir. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndarVísir/Vilhelm Vísaði hann í, á léttu nótunum, að tíðar sólbaðsmyndir frá sólarströndum, væri ein vísbending um það. „Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði,“ sagði Ásgeir. Hvað gerist í vetur? Óvissa væri hins vegar uppi um hvernig einkaneyslu yrði háttað á síðasta fjórðungi ársins. „Á sama tíma núna, þetta er sparnaður sem er uppsafnaður, nú er að einhverju leyti búið að eyða honum. Hvað gerist í vetur? Munu heimilin halda áfram að eyða eða munu þau fara að draga saman seglin. Við vitum það ekki,“ sagði Ásgeir. Fór hann einnig stuttlega yfir horfur í efnahagsmálum í Evrópu, þar sem hátt orkuverð, hefur meðal annars ýtt undir áhyggjur af samdrætti í álfunni. „Það eru tiltölulega ískyggilegar horfur í Evrópu. Meðal annars bara út af orkuverði. Ísland er heppið að því leyti að við erum sjálfum okkur nóg um orku. Það er alveg hætta á því að þessi vetur, þessi orkuskortur eða orkukreppa sem virðist vera í uppsiglingu í Evrópu, að hún muni að einhverju leyti draga úr efnahagsumsvifum og draga úr eyðslu.“
Fjármál heimilisins Ferðalög Seðlabankinn Efnahagsmál Orkumál Verðlag Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 „Mögulega erum við búin að gera nóg“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00
„Mögulega erum við búin að gera nóg“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. 5. október 2022 09:59
Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31