Sænski boltinn

Fréttamynd

Hafi ekki séð styrk­­leika sína nægi­­lega vel

Eftir löng sam­töl er ís­­lenski lands­liðs­­maðurinn í fót­­bolta, Andri Lucas Guð­john­­sen loksins orðinn leik­­maður Lyng­by að fullu. Hann segir vanga­veltur um fram­­tíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyng­by sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Dan­­merkur. Hann kveður því sænska fé­lagið IFK Norr­köping að fullu og finnst sínir styrk­leikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar.

Fótbolti
Fréttamynd

Katla komst á blað í fyrsta deildar­leik

Tveimur leikjum lauk rétt í þessu í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Katla Tryggvadóttir opnaði markareikning sinn fyrir Kristianstad þegar hún skoraði annað markið í 3-1 útisigri gegn AIK. 

Fótbolti
Fréttamynd

Guð­ný orðin leik­maður Kristian­stad

Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Guðný Árnadóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og gengur hún til liðs við félagið frá ítalska liðinu AC Milan. Þetta staðfestir Kristianstad í fréttatilkynningu á miðlum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hlín skoraði tvö í stór­sigri

Íslendingalið Kristianstad byrjar gríðarlega vel í sænska bikarnum en liðið vann sjö marka sigur á Lidköping, lokatölur 8-1. Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristianstad. Sú fyrrnefnda skoraði tvívegis.

Fótbolti