Viðskipti Hagvöxtur eykst milli ára Hagvöxtur var 5,2 prósent í fyrra samkvæmt áætlun Hagstofunnar. Þetta er einu prósentustigi meiri hagvöxtur en árið 2003. Einkaneysla jókst hins vegar um 7,5 prósent og fjárfestingar um tæp 13 prósent sem leiddi til 70 milljarða króna viðskiptahalla. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Óvíst með samruna félaganna Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Vextir standa í stað Vextir íbúðalánasjóðs munu að öllum líkindum ekki lækka, eins og greiningardeild Landsbankans spáði fyrir helgi. Í útboði Íbúðalánasjóðs á föstudag bárust tilboð að nafnvirði 19 milljarða króna. Ákveðið var að taka tilboðum í bréf að nafnvirði 11 milljarða, sem er einum milljarði meira en áætlað var. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Kaupa flugfélagið Sterling Eigendur Iceland Express hafa fest kaup á norræna lágfargjaldaflugfélaginu Sterling. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Pálmi Haraldsson, annar aðaleigenda Iceland Express, segir í viðtali við blaðið að kaupverðið hafi verið um 5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Sádar vilja auka olíuframleiðslu Sádi-Arabar hafa mælt með því við önnur OPEC-ríki að framleiðsla á olíu verði aukin til að lækka verð á henni, en það hefur sjaldan verið hærra en um þessar mundir. Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna hittast á fundi á miðvikudag en á honum hyggjast Sádar leggja til að framleiðslan verði aukin um tvö prósent, í 27,5 milljónir tunna á dag. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:54 Brynjólfur segir sig úr stjórnunum Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Hagnaður Hampiðjunnar eykst mjög Hagnaður Hampiðjunnar á síðasta ári var 276 milljónir króna eða tæpum 120 milljónum meiri en árið 2003. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Formaður eða ráðherra hindri leka Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Innlent 13.10.2005 18:54 Olíuverð lækkar enn Olíuverð hefur enn lækkað á heimsmarkaði í morgun, einkum vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru í hámarki. Það sló nokkuð á verðlækkunina að Alþjóðaorkumálastofnunin telur enn að olíuþörf verði mikil á næstunni. Bandaríkjadollari hefur einnig lækkað um hartnær 2,5 prósent í þessari viku gagnvart íslensku krónunni. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53 800 milljóna hækkun hlutafjár Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að hækka hlutafé bankans um 800 milljónir króna að nafnverði og selja til núverandi hluthafa bankans. Nýir hlutir verða boðnir hluthöfum bankans til kaups í samræmi við hlutafjáreign þeirra við lok viðskipta í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Björgólfur á meðal ríkustu manna Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Lífið 13.10.2005 18:53 Krónan ekki sterkari í 12 ár Íslenska krónan hefur ekki verið sterkari frá gengisfellingunni í júní árið 1993 að sögn Greiningardeildar Landsbankans. Hún styrktist um 0,7% í dag. Bandaríkjadalur kostar nú 58,6 krónur. Landsbankinn segir líklegt að styrkingu krónunnar síðustu daga megi rekja til aukins áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum gjaldeyrismarkaði. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 25% íbúðalána hjá bönkunum Fjórðungur íbúðalána er nú hjá bönkunum áætlar greiningardeild Landsbankans. Þetta er aukning frá því í janúar þegar bankarnir höfðu 19% markaðshlutdeild. Íbúðalánasjóður ætti þannig að vera með 62% lánanna og lífeyrissjóðir um 13%. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár Greiningardeild KB banka spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár. Rætur verðbólgunnar á þessu ári liggja einkum í miklum hækkunum á fasteignaverði sem hafa verið mjög hraðar allt frá síðasta hausti en húsnæðiskostnaður vegur rúmlega fimmtung í vísitölu neysluverðs. Greiningardeildin spáir 20 prósenta hækkun á fasteignaverði í ár. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Netviðskipti aukast mikið í Evrópu Viðskipti á Netinu hafa aukist um heil 80 prósent í Evrópu á aðeins einu ári. Það eru einkum alls konar peningaviðskipti og heimabankastarfsemi sem og sala á flugferðum og ferðalögum sem hafa aukist gríðarlega. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53 Umbunað með hlutabréfum Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Enn hækkar olíuverð Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær yfir 55 dollara á tunnu í fyrsta sinn á þessu ári. Ástæðurnar eru sagðar mikil eftirspurn, kalt veður og veik staða dollarans. Verðið í gær fór ansi nálægt hámarki síðasta árs þegar tunnan fór hæst í tæpa 60 dollara. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Vextir gætu lækkað Tíu milljarðar í íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs verða boðin út í dag. Spáð er lækkun vaxta á lánum sjóðsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Skattbyrði eykst hér og í Ástralíu Ísland og Ástralía eru einu vestrænu ríkin sem hafa aukið skattbyrði undanfarin átta ár, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um tekjuskatt ríkja. Í skýrslunni kemur fram að hjá öllum vestrænum ríkjum, fyrir utan Ástralíu og Ísland, hafi álögur á skattgreiðendur minnkað á tímabilinu að meðaltali um tvö prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Vinsælustu fyrirtækin verðlaunuð Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðirnir og Olís eru vinsælustu fyrirtækin á Íslandi samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Tekjur ferðaþjónustu 39 milljarðar Heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar voru rúmlega 39 milljarðar króna árið 2004 og jukust um 5,4 prósent frá árinu 2003. Tekjurnar skiptast þannig að eyðsla erlendra ferðamanna innanlands var 26 milljarðar og fargjaldatekjur 13 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 SÍF tapar tæplega 350 milljónum Tæplega 350 milljóna króna tap varð af rekstri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, á árinu 2004 samanborið við rúmlega 50 milljóna króna hagnað árið á undan. Miklar breytingar urðu á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári og jukust sölutekjur um 15,6 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í nú mars hækkaði um 0,75 prósent frá fyrra mánuði og er nú 241,5 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,35 prósent á sama tíma. Vetrarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 12,2 prósent. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,3 prósent en verð á bensíni og olíu hækkaði um 2,7 prósentustig. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Ekki beðinn að víkja úr stjórnum Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Stjórnvöld eiga næsta leik Stjórnvöld eiga næsta leik, vilji þau að matvælaverð lækki frekar á Íslandi. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Heildarvelta Bakkavarar tífaldast Starfsmönnum Bakkavarar fjölgar úr 2500 í þrettán þúsund og heildarvelta samstæðunnar tífaldast með kaupum Bakkavarar á breska framleiðslufyrirtækinu Geest Plc. Kaupverðið nemur um 58 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52 Bakkavör stærst í heimi Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Tímamót hjá Avion-flugfélaginu Avion Group hefur fengið afhenta Boeing 747-400 flugvél sem er mun sparneytnari og tæknilegri en eldri gerðir og getur borið mun meira af frakt yfir lengri vegalengd. Framkvæmdastjóri Avion segir þetta viss tímamót í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Félagsmenn eignast séreignasjóð Á aðalfundi Verzlunarmannafélgs Reykjavíkur mun stjórn félagsins leggja til að hver félagsmaður eignist séreignarsjóð hjá félaginu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52 « ‹ 195 196 197 198 199 200 201 202 203 … 223 ›
Hagvöxtur eykst milli ára Hagvöxtur var 5,2 prósent í fyrra samkvæmt áætlun Hagstofunnar. Þetta er einu prósentustigi meiri hagvöxtur en árið 2003. Einkaneysla jókst hins vegar um 7,5 prósent og fjárfestingar um tæp 13 prósent sem leiddi til 70 milljarða króna viðskiptahalla. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Óvíst með samruna félaganna Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Vextir standa í stað Vextir íbúðalánasjóðs munu að öllum líkindum ekki lækka, eins og greiningardeild Landsbankans spáði fyrir helgi. Í útboði Íbúðalánasjóðs á föstudag bárust tilboð að nafnvirði 19 milljarða króna. Ákveðið var að taka tilboðum í bréf að nafnvirði 11 milljarða, sem er einum milljarði meira en áætlað var. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Kaupa flugfélagið Sterling Eigendur Iceland Express hafa fest kaup á norræna lágfargjaldaflugfélaginu Sterling. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Pálmi Haraldsson, annar aðaleigenda Iceland Express, segir í viðtali við blaðið að kaupverðið hafi verið um 5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Sádar vilja auka olíuframleiðslu Sádi-Arabar hafa mælt með því við önnur OPEC-ríki að framleiðsla á olíu verði aukin til að lækka verð á henni, en það hefur sjaldan verið hærra en um þessar mundir. Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna hittast á fundi á miðvikudag en á honum hyggjast Sádar leggja til að framleiðslan verði aukin um tvö prósent, í 27,5 milljónir tunna á dag. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:54
Brynjólfur segir sig úr stjórnunum Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Hagnaður Hampiðjunnar eykst mjög Hagnaður Hampiðjunnar á síðasta ári var 276 milljónir króna eða tæpum 120 milljónum meiri en árið 2003. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Formaður eða ráðherra hindri leka Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Innlent 13.10.2005 18:54
Olíuverð lækkar enn Olíuverð hefur enn lækkað á heimsmarkaði í morgun, einkum vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru í hámarki. Það sló nokkuð á verðlækkunina að Alþjóðaorkumálastofnunin telur enn að olíuþörf verði mikil á næstunni. Bandaríkjadollari hefur einnig lækkað um hartnær 2,5 prósent í þessari viku gagnvart íslensku krónunni. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53
800 milljóna hækkun hlutafjár Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að hækka hlutafé bankans um 800 milljónir króna að nafnverði og selja til núverandi hluthafa bankans. Nýir hlutir verða boðnir hluthöfum bankans til kaups í samræmi við hlutafjáreign þeirra við lok viðskipta í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Björgólfur á meðal ríkustu manna Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Lífið 13.10.2005 18:53
Krónan ekki sterkari í 12 ár Íslenska krónan hefur ekki verið sterkari frá gengisfellingunni í júní árið 1993 að sögn Greiningardeildar Landsbankans. Hún styrktist um 0,7% í dag. Bandaríkjadalur kostar nú 58,6 krónur. Landsbankinn segir líklegt að styrkingu krónunnar síðustu daga megi rekja til aukins áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum gjaldeyrismarkaði. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
25% íbúðalána hjá bönkunum Fjórðungur íbúðalána er nú hjá bönkunum áætlar greiningardeild Landsbankans. Þetta er aukning frá því í janúar þegar bankarnir höfðu 19% markaðshlutdeild. Íbúðalánasjóður ætti þannig að vera með 62% lánanna og lífeyrissjóðir um 13%. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár Greiningardeild KB banka spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár. Rætur verðbólgunnar á þessu ári liggja einkum í miklum hækkunum á fasteignaverði sem hafa verið mjög hraðar allt frá síðasta hausti en húsnæðiskostnaður vegur rúmlega fimmtung í vísitölu neysluverðs. Greiningardeildin spáir 20 prósenta hækkun á fasteignaverði í ár. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Netviðskipti aukast mikið í Evrópu Viðskipti á Netinu hafa aukist um heil 80 prósent í Evrópu á aðeins einu ári. Það eru einkum alls konar peningaviðskipti og heimabankastarfsemi sem og sala á flugferðum og ferðalögum sem hafa aukist gríðarlega. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53
Umbunað með hlutabréfum Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Enn hækkar olíuverð Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær yfir 55 dollara á tunnu í fyrsta sinn á þessu ári. Ástæðurnar eru sagðar mikil eftirspurn, kalt veður og veik staða dollarans. Verðið í gær fór ansi nálægt hámarki síðasta árs þegar tunnan fór hæst í tæpa 60 dollara. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Vextir gætu lækkað Tíu milljarðar í íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs verða boðin út í dag. Spáð er lækkun vaxta á lánum sjóðsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Skattbyrði eykst hér og í Ástralíu Ísland og Ástralía eru einu vestrænu ríkin sem hafa aukið skattbyrði undanfarin átta ár, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um tekjuskatt ríkja. Í skýrslunni kemur fram að hjá öllum vestrænum ríkjum, fyrir utan Ástralíu og Ísland, hafi álögur á skattgreiðendur minnkað á tímabilinu að meðaltali um tvö prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Vinsælustu fyrirtækin verðlaunuð Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðirnir og Olís eru vinsælustu fyrirtækin á Íslandi samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Tekjur ferðaþjónustu 39 milljarðar Heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar voru rúmlega 39 milljarðar króna árið 2004 og jukust um 5,4 prósent frá árinu 2003. Tekjurnar skiptast þannig að eyðsla erlendra ferðamanna innanlands var 26 milljarðar og fargjaldatekjur 13 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
SÍF tapar tæplega 350 milljónum Tæplega 350 milljóna króna tap varð af rekstri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, á árinu 2004 samanborið við rúmlega 50 milljóna króna hagnað árið á undan. Miklar breytingar urðu á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári og jukust sölutekjur um 15,6 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í nú mars hækkaði um 0,75 prósent frá fyrra mánuði og er nú 241,5 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,35 prósent á sama tíma. Vetrarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 12,2 prósent. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,3 prósent en verð á bensíni og olíu hækkaði um 2,7 prósentustig. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Ekki beðinn að víkja úr stjórnum Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Stjórnvöld eiga næsta leik Stjórnvöld eiga næsta leik, vilji þau að matvælaverð lækki frekar á Íslandi. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Heildarvelta Bakkavarar tífaldast Starfsmönnum Bakkavarar fjölgar úr 2500 í þrettán þúsund og heildarvelta samstæðunnar tífaldast með kaupum Bakkavarar á breska framleiðslufyrirtækinu Geest Plc. Kaupverðið nemur um 58 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52
Bakkavör stærst í heimi Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Tímamót hjá Avion-flugfélaginu Avion Group hefur fengið afhenta Boeing 747-400 flugvél sem er mun sparneytnari og tæknilegri en eldri gerðir og getur borið mun meira af frakt yfir lengri vegalengd. Framkvæmdastjóri Avion segir þetta viss tímamót í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Félagsmenn eignast séreignasjóð Á aðalfundi Verzlunarmannafélgs Reykjavíkur mun stjórn félagsins leggja til að hver félagsmaður eignist séreignarsjóð hjá félaginu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52