Ekki beðinn að víkja úr stjórnum 9. mars 2005 00:01 Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira