Viðskipti

Fréttamynd

Hafði enga aðkomu að kaupunum

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segist enga aðkomu hafa haft að kaupum Símans á fjórðungshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum og sýningarréttinum á enska boltanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af lagabreytingum

Tillögur að lagabreytingum á lögum um fyrirtæki verða lögð fram til kynningar innan skamms. Á fundi Verslunarráðs komu fram áhyggjur af því að löggjöfin gæti dregið mátt úr atvinnulífinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukin sala minni hagnaður

Uppgjör breska matvælafyrirtækisins Geest var í samræmi við væntingar og afkomuviðvörun félagsins. Bakkavör á fimmtung í félaginu. Hagnaður félagsins lækkaði en salan jókst. Félagið er fjárhagslega mjög sterkt og dugir hagnaður þess fyrir afskriftir og fjármagnsliði til þess að greiða skuldir þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert við því að segja

"Er ekki lífið bara svona," svaraði Björn Jósef Arnviðarson, stjórnarformaður Íslandspósts, spurður um skyndilega uppsögn Einars Þorsteinssonar forstjóra og áform hans um stofnun nýs póstdreifingarfyrirtækis í samvinnu við útgáfufélag Fréttablaðsins. "Hann vildi breyta til og ekkert við því að segja." </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjarnfóðurverð lækkar

Tveggja prósenta verðlækkun varð á kjarnfóðri hjá Fóðurblöndunni þann 6. september síðastliðinn, að því er fram kemur á fréttavef Landssambands kúabænda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyptu 50% í fjarskiptafyrirtæki

Íslenska útvarpsfélagið hefur keypt helmings hlut í nýju fjarskiptafyrirtæki, IP-fjarskiptum ehf., að því er segir í fréttatilkynningu. IP-fjarskipti eiga helmings hlut í Firstmile á Íslandi ehf. á móti Zyxel sem er alþjóðlegt fyrirtæki og framleiðandi á DSL-búnaði og DSL-beinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fer í Pósthúsið frá Íslandspósti

Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts, sagði upp störfum í gær. Hann tekur við stjórn Pósthússins, nýs póstdreifingarfyrirtækis sem byggir á grunni dreifingar Fréttablaðsins. Hann trúir á framtíð bréfsins og sér mikil tækifæri í póstdreifingu. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólgan hækkar

Greiningardeild Landsbankans hefur hækkað verðbólguspá sína vegna aukins lánsfjár og vaxtalækkunar. Hún spáir þriggja og hálfs prósenta verðbólgu, næstu tvö árin. Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn hækki stýrivexti hratt á næstu mánuðum. Þeir verði komnir í átta prósent um næstu áramót og fari hæst í átta komma fimm prósent um mitt næsta ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sölu Símans skotið á frest

Í síðustu viku var útlit fyrir að einkavæðingu Símans yrði hrundið af stað nú þegar. Nú er málið komið í biðstöðu á ný. Framsóknarmenn vilja öflugt dreifikerfi. Sjálfstæðismenn vilja gott verð.

Innlent
Fréttamynd

Baugur selur í House of Fraser

Baugur Group seldi hlut sinn í skosku verslanakeðjunni House of Fraser í dag. Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla var söluupphæðin rúmir þrír milljarðar króna og ágóði Baugs allt að einn milljarður króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ameríski draumurinn á Íslandi

Kenneth D. Peterson yngri kom sem ferskur stormsveipur inn í íslenskt athafnalíf fyrir nokkrum árum. Hann reisti og rak Norðurál á Grundartanga og varð stærsti hluthafinn í Og Vodafone. Fyrr á árinu seldi hann álverið og á föstudag seldi hann hlut sinn í símafélaginu. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur græðir milljarð í London

Baugur seldi hlut í House of Fraser og sýndi áhuga á kaupum á tískukeðjunni Hobbs. Líkur eru taldar á að Baugur muni yfirtaka Big Food Group. Verkefni upp á 40 milljarða auk endurfjármögnunar um 30 milljarða skulda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engar kvaðir vegna dreifikerfisins

Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gátu ekki unnið með Símanum

Norðurljós og Síminn munu ekki byggja upp starfrænt sjónvarpskerfi í sameiningu og því keyptu Norðurljós hlut í Og Vodafone. Þetta segir stjórnarformaður Norðurljósa sem hefur ekki skipt um skoðun á fjárfestingu Símans í Skjá einum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ASÍ telur gjaldtöku ólöglega

Alþýðusamband Íslands telur 2% uppgreiðslugjald sem bankarnir krefjast í nýju húsnæðislánunum vera ólöglegt. "Við ætlum að skrifa bönkunum og krefja þá skýringa því við teljum þessa gjaldtöku ekki heimila samkvæmt lögum um neytendalán" segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur A.S.Í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Volvo innkallar 460.000 bíla

Volvo-verksmiðjurnar hafa innkallað 460 þúsund bifreiðar um heim allan vegna galla í rafkerfi í nokkrum tegundum Volvo-bifreiða. Tegundirnar sem eru gallaðar eru S60, S80 og XC70 frá árinu 2000 og 2001. Samskonar gallar hafa einnig fundist í nokkrum bílum af 1999 árgerðinni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Keyptu ráðandi hlut á 5 milljarða

Norðurljós hafa tryggt sér þriðjungs hlut í Og Vodafone. Stjórnarformaður Norðurljósa segir ljósvaka og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mikla samleið. Seljandi er Kenneth Peterson sem selt hefur helstu eignir sínar hérlendis. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriðjungur Össurar í erlendri eigu

Röskur þriðjungur Össurar hf. er kominn í eigu erlendra aðila eða 34,5% samkvæmt Greiningardeild Landsbankans. Bæði danska fyrirtækið William Demant Invest (WDI) og sænski fjárfestingarsjóðurinn Industrivärden hafa aukið hlut sinn í félaginu undanfarna mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Norðurljós kaupa 35% í Og Vodafone

Norðurljós keyptu í dag 35% í Og Vodafone og eru þar með stærsti hluthafinn í símafélaginu. Viðskiptin nema um fimm milljörðum króna að sögn Skarphéðins Bergs Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa, og voru bréfin keypt af Kenneth Peterson, fyrrverandi eiganda Norðuráls. Um er að ræða 1.219.716.696 hluti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þinguðu um kaup Símans á Skjá 1

Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar átti fund með Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Símans, í gær. Guðmundur segir að rætt hafi verið um kaup Símans á hlut í Skjá einum og að fundurinn hafi verið upplýsandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkar verðtryggða vexti

KB banki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. september næstkomandi um 0,15 til 0,20 prósentustig. Verðtryggðir kjörvextir skuldabréfalána munu lækka um 0,20 prósentustig og verða 5,00%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eisner mun hætta 2006

Hinn umdeildi forstjóri Disney, Michael Eisner, hefur afráðið að hætta störfum hjá félaginu þegar samningur hans rennur út árið 2006. Hann tilkynnti stjórn félagsins um ákvörðun sína með bréfi á fimmtudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fellur vel að rekstrinum

Íslandsbanki rökstyður tilboð sitt í öll hlutabréf Kredittbankans í norðvesturhluta Noregs með því að starfsemi hans falli vel að rekstrinum; báðir bankar starfi á svæði þar sem efnahagurinn byggist á sjávarútvegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn á fund Samkeppnisstofnunar

Forsvarsmenn Landssímans og Samkeppnisstofnunar eiga fund í dag vegna kaupa Landssímans á fjórðungs hlut í Skjá einum. Það voru forsvarsmenn Landssímans sem óskuðu eftir fundinum. Og Vodofone og Norðurljós hafa farið fram á rannsókn Samkeppnisstofnunar á kaupunum og stöðu Landssímans á samkeppnismarkaði í kjölfar þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á vaxtastríði

Ekkert lát er á vaxtastríðinu á húsnæðislánamarkaðnum og í gærkvöldi tilkynnti Íbúðalánasjóður um nýjasta útspilið. Þar var ákveðið á stjórnarfundi í gær að lækka vexti nýrra viðbótarlána úr fimm komma þrjátíu prósentum niður í fjögur komma þrátíu og fimm prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöxtur í landsframleiðslu

Landsframleiðslan nam átta 811 milljörðum króna í fyrra, sem var 3,4 prósenta vöxtur. Það er umfram allar spár, en einkaneysla heimilanna knýr hagvöxtinn áfram að verulegu leyti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri hagvöxtur

Landsframleiðslan á Íslandi jókst um 4,3 prósent í fyrra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að vöxturinn yrði fjögur prósent. Í Hagtíðindum Hagstofu Íslands kemur fram að aukningin sé fyrst og fremst vegna meiri útflutnings á þjónustu.

Viðskipti innlent