Viðskipti innlent

Verðbólgan hækkar

Greiningardeild Landsbankans hefur hækkað verðbólguspá sína vegna aukins lánsfjár og vaxtalækkunar. Hún spáir þriggja og hálfs prósenta verðbólgu, næstu tvö árin. Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn hækki stýrivexti hratt á næstu mánuðum. Þeir verði komnir í átta prósent um næstu áramót og fari hæst í átta komma fimm prósent um mitt næsta ár. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir áframhaldandi lágum langtímavöxtum, meðal annars vegna rúmrar lausafjárstöðu bankanna sem geri það að verkum að þeir þurfa ekki að leita út á skuldabréfamarkaðinn í bráð. Næsta vor gætu þó langtímavextir farið að hækka að nýju.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×