Baugur græðir milljarð í London 13. september 2004 00:01 Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira