Íþróttir Vonsvikinn með árangurinn Knattspyrnustjórinn Alain Perrin, sem varð í gær fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til að vera látinn taka pokann sinn, segist harma hve illa gekk hjá liðinu undir stjórn hans og óskar liðinu alls hins besta í framtíðinni. Sport 25.11.2005 14:51 Íhugar að leggja skóna á hilluna Doug Christie er nú í viðræðum við Dallas Mavericks um að ganga frá samningi hans við félagið, þar sem hann er að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra ökklameiðsla. Christie hefur spilað bæði sem framherji og bakvörður og er á sínu fjórtánda tímabili í deildinni. Hann er 35 ára gamall og hefur meðal annars spilað með New York, LA Lakers og Sacramento áður en hann gekk í raðir Dallas. Sport 25.11.2005 14:38 Ætlar ekki í máli við Mourinho Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal hefur dregið í land með hótanir sínar um að höfða meiðyrðamál á hendur portúgölskum kollega sínum hjá Chelsea, Jose Mourinho, fyrir að kalla sig "gluggagægir" á dögunum. Sport 25.11.2005 14:24 Ferguson ætlar ekki að kaupa Ballack Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki ætla að reyna að kaupa Þjóðverjann Michael Ballack frá Bayern Munchen og segir lið sitt þegar hafa á að skipa sterkum leikmönnum sem spila sömu stöðu. Sport 25.11.2005 14:18 Indiana stöðvaði sigurgöngu Cleveland Tveir leikir voru á dagskrá að kvöldi þakkargjörðardagsins í NBA deildinni í körfubolta í gær. Indiana stöðvaði átta leikja sigurhrinu Cleveland og Los Angeles Lakers unnu góðan sigur á Seattle á heimavelli sínum. Sport 25.11.2005 14:30 Feginn að sleppa við ákæru Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist feginn því að nauðgunarákæra á hendur honum hafi verið látin niður falla. Sport 25.11.2005 14:09 George Best er dáinn Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Erlent 25.11.2005 13:28 George Best er látinn Norður-írska knattspyrnugoðsögnin George Best er látinn á Cromwell sjúkrahúsinu í London. Hann hafði barist fyrir lífi sínu undanfarna daga með alvarlega sýkingu í lungum og var í öndunarvél. Hann hafði ekki komist til meðvitundar í nokkurn tíma og voru vinir hans og ættingjar við hlið hans á spítalanum í gær, þegar læknar gáfu það út að hann ætti skammt eftir. Sport 25.11.2005 13:35 Indiana - Cleveland í beinni Það verður sannkallaður Austurdeildarslagur á dagskrá í NBA deildinni í nótt, en það er viðureign Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt eftir miðnætti, en þar má gera ráð fyrir hörkurimmu. Sport 24.11.2005 22:04 Stórt tap hjá Valerenga Árni Gautur Arason og félagar í Valerenga töpuðu 4-0 fyrir Midtjylland í Royal League, eða Skandinavíudeildinni í kvöld. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar töpuðu sömuleiðis 4-2 fyrir sænska liðinu Hammarby, þar sem Jóhannes lék 70 mínútur í liði Start. Sport 24.11.2005 21:58 Tap hjá Haukum í lokaleiknum Kvennalið Hauka tapaði síðasta leik sínum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, þegar liðið lá fyrir Ribeira á Sikiley 80-58. Haukar töpuðu því öllum leikjum sínum í þessari frumraun sinni í Evrópukeppni. Sport 24.11.2005 21:34 Enn vinna Njarðvíkingar Fimm leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar halda efsta sætinu í deildinni eftir sigur á Snæfelli 103-78 í kvöld og því hefur liðið unnið sjö fyrstu leiki sína. Þá unnu Keflvíkingar góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 108-101. Sport 24.11.2005 21:26 Jafnt hjá Alkmaar og Boro Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough í Evrópukeppni félagsliða. Boro er á toppi riðilsins og er komið áfram í keppninni. Grunnt var á því góða milli Grétars og George Boateng í leiknum og þeir fengu báðir að líta gult spjald fyrir grófar tæklingar hvor á annan. Sport 24.11.2005 19:50 Ashley Cole spilar ekki á árinu Arsenal hefur gefið það út að varnarmaðurinn Ashley Cole geti ekki leikið með liðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Cole er fótbrotinn, en vonast var til um að hann yrði klár í slaginn í desember. Sport 24.11.2005 18:46 Lokaleikur Hauka í kvöld Kvennalið Hauka spilar síðasta leik sinn í Evrópukeppninni gegn Ribera á Sikiley í kvöld, en auk þess verða fimm leikir á dagskrá í Úrvalsdeild karla hér heima. Sport 24.11.2005 17:16 Reyndi að kaupa Crouch Stuart Pearce, stjóri Manchester City hefur viðurkennt að hann hafi reynt að kaupa framherjann Peter Crouch frá Southampton á sínum tíma, en hinn langi framherji endaði sem kunnugt er í herbúðum Liverpool. Crouch hefur ekki enn náð að skora í nítján leikjum í vetur, en Pearce telur hann þó vera mjög góðan leikmann. Sport 24.11.2005 17:08 Bobby Robson hefur áhuga á Portsmouth Gamla kempan Bobby Robson er sagður koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Portsmouth, en hann hefur lýst því yfir að hann sé heitur fyrir því að halda áfram að vinna sem knattspyrnustjóri þrátt fyrir að vera kominn vel á áttræðisaldur. Sport 24.11.2005 16:32 Dagar hans eru taldir að mati lækna Læknar á Cromwell-sjúkrahúsinu í London segjast óttast að knattspyrnuhetjan George Best látist af veikindum sínum á næsta sólarhring, en hann hefur verið þungt haldinn undanfarið vegna sýkingar í lungum. "Ástandið er orðið það alvarlegt að við erum hræddir um að hann eigi stutt eftir. Það er lítið sem við getum gert núna," sagði talsmaður lækna sem annast Best. Sport 24.11.2005 15:30 Perrin látinn fara frá Portsmouth Knattspyrnustjórinn Alain Perrin var í dag látinn taka pokann sinn hjá úrvalsdeildarliði Portsmouth eftir aðeins átta mánuði í starfi. Undir stjórn Perrin náði liðið aðeins fjórum sigrum í tuttugu leikjum og þó Perrin hefði stuðning leikmanna, var í dag ákveðið að láta hann fara. Joe Jordan, þjálfari, tekur við liðinu þangað til eftirmaður Perrin verður fundinn. Sport 24.11.2005 15:20 Fyrsti sigur Atlanta Hawks Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Sport 24.11.2005 15:53 Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Fótbolti 23.11.2005 21:18 Houston - Phoenix í beinni Leikur Houston Rockets og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt. Bæði þessi lið hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar vegna meiðsla lykilmanna, en Houston mun í nótt reyna að afstýra fimmta tapi sínu í röð. Sport 23.11.2005 21:29 Ensku liðin áfram - Shevchenko skoraði fjögur Ensku liðin Liverpool og Chelsea eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir leiki kvöldsins og úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan undirstrikaði enn og aftur að hann er einn besti markaskorari heimsins þegar hann afgreiddi Fenerbahce með fjórum mörkum. Sport 23.11.2005 21:41 Eiður getur slegið met Árna í kvöld Átta leikir verða á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld og leikur Liverpool og Betis verður sýndur klukkan 19:30 á Sýn. Viðureign Anderlecht og Chelsea verður í beinni á Sýn Extra á sama tíma, en þar getur Eiður Smári Guðjohnsen slegið met Árna Gauts Arasonar yfir flesta Evrópuleiki ef hann fær að spila í kvöld. Sport 23.11.2005 18:58 Burstuðu Belga 34-22 Íslenska kvennalandsliðið var ekki í teljandi vandræðum með það belgíska með 12 marka mun í undankeppni HM á Ítalíu, eftir að staðan hafði verið 17-11 fyrir Ísland í hálfleik. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Ísland og Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 5 mörk. Sport 23.11.2005 18:14 Taylor er bara "gervimeistari" Hnefaleikarinn Bernard Hopkins, eða "Böðullinn" eins og hann er jafnan kallaður, segir að andstæðingur sinn Jermain Taylor sé ekkert annað en gervimeistari og ætlar að gersigra hann þegar þeir mætast í hringnum þann 3. desember næstkomandi. Sport 23.11.2005 16:47 Leikmenn Portsmouth vilja halda í Perrin Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að leikmenn liðsins séu allir á einu máli um að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins eigi að fá frekari tækifæri með liðið þó gengið hafi ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Sport 23.11.2005 15:56 Dæmdur í 18 mánaða keppnisbann Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hjá Middlesbrough var í dag dæmdur í eins og hálfs árs keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir Evrópuleik Middlesbrough og Xanthi þann 29. september síðastliðinn. Xavier var fundinn sekur um að hafa neitt anabólískra stera og er fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið fundinn sekur um brot af þessu tagi. Sport 23.11.2005 16:39 Ísland niður um eitt sæti Í dag var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, en þar hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var birtur síðast og situr í 93. sæti listans. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkar í öðru og Hollendingar í því þriðja. Þar á eftir koma Argentína, Frakkland, Spánn, Mexíkó, Bandaríkin og Englendingar eru loks í níunda sætinu. Sport 23.11.2005 15:46 Sítur sambandi við Vodafone á næsta ári Manchester United hefur borið auglýsingar símafyrirtækisins Vodafone síðan árið 2000, en nú er ljóst að samstarfið nær aðeins út sumarið 2006, þegar knattspyrnufélagið mun leita á önnur mið. Talsmenn símafyrirtækisins segja það ætla að einbeita sér að Meistaradeild Evrópu í framtíðinni. Sport 23.11.2005 15:39 « ‹ 311 312 313 314 315 316 317 318 319 … 334 ›
Vonsvikinn með árangurinn Knattspyrnustjórinn Alain Perrin, sem varð í gær fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til að vera látinn taka pokann sinn, segist harma hve illa gekk hjá liðinu undir stjórn hans og óskar liðinu alls hins besta í framtíðinni. Sport 25.11.2005 14:51
Íhugar að leggja skóna á hilluna Doug Christie er nú í viðræðum við Dallas Mavericks um að ganga frá samningi hans við félagið, þar sem hann er að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra ökklameiðsla. Christie hefur spilað bæði sem framherji og bakvörður og er á sínu fjórtánda tímabili í deildinni. Hann er 35 ára gamall og hefur meðal annars spilað með New York, LA Lakers og Sacramento áður en hann gekk í raðir Dallas. Sport 25.11.2005 14:38
Ætlar ekki í máli við Mourinho Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal hefur dregið í land með hótanir sínar um að höfða meiðyrðamál á hendur portúgölskum kollega sínum hjá Chelsea, Jose Mourinho, fyrir að kalla sig "gluggagægir" á dögunum. Sport 25.11.2005 14:24
Ferguson ætlar ekki að kaupa Ballack Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki ætla að reyna að kaupa Þjóðverjann Michael Ballack frá Bayern Munchen og segir lið sitt þegar hafa á að skipa sterkum leikmönnum sem spila sömu stöðu. Sport 25.11.2005 14:18
Indiana stöðvaði sigurgöngu Cleveland Tveir leikir voru á dagskrá að kvöldi þakkargjörðardagsins í NBA deildinni í körfubolta í gær. Indiana stöðvaði átta leikja sigurhrinu Cleveland og Los Angeles Lakers unnu góðan sigur á Seattle á heimavelli sínum. Sport 25.11.2005 14:30
Feginn að sleppa við ákæru Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist feginn því að nauðgunarákæra á hendur honum hafi verið látin niður falla. Sport 25.11.2005 14:09
George Best er dáinn Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Erlent 25.11.2005 13:28
George Best er látinn Norður-írska knattspyrnugoðsögnin George Best er látinn á Cromwell sjúkrahúsinu í London. Hann hafði barist fyrir lífi sínu undanfarna daga með alvarlega sýkingu í lungum og var í öndunarvél. Hann hafði ekki komist til meðvitundar í nokkurn tíma og voru vinir hans og ættingjar við hlið hans á spítalanum í gær, þegar læknar gáfu það út að hann ætti skammt eftir. Sport 25.11.2005 13:35
Indiana - Cleveland í beinni Það verður sannkallaður Austurdeildarslagur á dagskrá í NBA deildinni í nótt, en það er viðureign Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt eftir miðnætti, en þar má gera ráð fyrir hörkurimmu. Sport 24.11.2005 22:04
Stórt tap hjá Valerenga Árni Gautur Arason og félagar í Valerenga töpuðu 4-0 fyrir Midtjylland í Royal League, eða Skandinavíudeildinni í kvöld. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar töpuðu sömuleiðis 4-2 fyrir sænska liðinu Hammarby, þar sem Jóhannes lék 70 mínútur í liði Start. Sport 24.11.2005 21:58
Tap hjá Haukum í lokaleiknum Kvennalið Hauka tapaði síðasta leik sínum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, þegar liðið lá fyrir Ribeira á Sikiley 80-58. Haukar töpuðu því öllum leikjum sínum í þessari frumraun sinni í Evrópukeppni. Sport 24.11.2005 21:34
Enn vinna Njarðvíkingar Fimm leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar halda efsta sætinu í deildinni eftir sigur á Snæfelli 103-78 í kvöld og því hefur liðið unnið sjö fyrstu leiki sína. Þá unnu Keflvíkingar góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 108-101. Sport 24.11.2005 21:26
Jafnt hjá Alkmaar og Boro Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough í Evrópukeppni félagsliða. Boro er á toppi riðilsins og er komið áfram í keppninni. Grunnt var á því góða milli Grétars og George Boateng í leiknum og þeir fengu báðir að líta gult spjald fyrir grófar tæklingar hvor á annan. Sport 24.11.2005 19:50
Ashley Cole spilar ekki á árinu Arsenal hefur gefið það út að varnarmaðurinn Ashley Cole geti ekki leikið með liðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Cole er fótbrotinn, en vonast var til um að hann yrði klár í slaginn í desember. Sport 24.11.2005 18:46
Lokaleikur Hauka í kvöld Kvennalið Hauka spilar síðasta leik sinn í Evrópukeppninni gegn Ribera á Sikiley í kvöld, en auk þess verða fimm leikir á dagskrá í Úrvalsdeild karla hér heima. Sport 24.11.2005 17:16
Reyndi að kaupa Crouch Stuart Pearce, stjóri Manchester City hefur viðurkennt að hann hafi reynt að kaupa framherjann Peter Crouch frá Southampton á sínum tíma, en hinn langi framherji endaði sem kunnugt er í herbúðum Liverpool. Crouch hefur ekki enn náð að skora í nítján leikjum í vetur, en Pearce telur hann þó vera mjög góðan leikmann. Sport 24.11.2005 17:08
Bobby Robson hefur áhuga á Portsmouth Gamla kempan Bobby Robson er sagður koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Portsmouth, en hann hefur lýst því yfir að hann sé heitur fyrir því að halda áfram að vinna sem knattspyrnustjóri þrátt fyrir að vera kominn vel á áttræðisaldur. Sport 24.11.2005 16:32
Dagar hans eru taldir að mati lækna Læknar á Cromwell-sjúkrahúsinu í London segjast óttast að knattspyrnuhetjan George Best látist af veikindum sínum á næsta sólarhring, en hann hefur verið þungt haldinn undanfarið vegna sýkingar í lungum. "Ástandið er orðið það alvarlegt að við erum hræddir um að hann eigi stutt eftir. Það er lítið sem við getum gert núna," sagði talsmaður lækna sem annast Best. Sport 24.11.2005 15:30
Perrin látinn fara frá Portsmouth Knattspyrnustjórinn Alain Perrin var í dag látinn taka pokann sinn hjá úrvalsdeildarliði Portsmouth eftir aðeins átta mánuði í starfi. Undir stjórn Perrin náði liðið aðeins fjórum sigrum í tuttugu leikjum og þó Perrin hefði stuðning leikmanna, var í dag ákveðið að láta hann fara. Joe Jordan, þjálfari, tekur við liðinu þangað til eftirmaður Perrin verður fundinn. Sport 24.11.2005 15:20
Fyrsti sigur Atlanta Hawks Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Sport 24.11.2005 15:53
Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Fótbolti 23.11.2005 21:18
Houston - Phoenix í beinni Leikur Houston Rockets og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt. Bæði þessi lið hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar vegna meiðsla lykilmanna, en Houston mun í nótt reyna að afstýra fimmta tapi sínu í röð. Sport 23.11.2005 21:29
Ensku liðin áfram - Shevchenko skoraði fjögur Ensku liðin Liverpool og Chelsea eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir leiki kvöldsins og úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan undirstrikaði enn og aftur að hann er einn besti markaskorari heimsins þegar hann afgreiddi Fenerbahce með fjórum mörkum. Sport 23.11.2005 21:41
Eiður getur slegið met Árna í kvöld Átta leikir verða á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld og leikur Liverpool og Betis verður sýndur klukkan 19:30 á Sýn. Viðureign Anderlecht og Chelsea verður í beinni á Sýn Extra á sama tíma, en þar getur Eiður Smári Guðjohnsen slegið met Árna Gauts Arasonar yfir flesta Evrópuleiki ef hann fær að spila í kvöld. Sport 23.11.2005 18:58
Burstuðu Belga 34-22 Íslenska kvennalandsliðið var ekki í teljandi vandræðum með það belgíska með 12 marka mun í undankeppni HM á Ítalíu, eftir að staðan hafði verið 17-11 fyrir Ísland í hálfleik. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Ísland og Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 5 mörk. Sport 23.11.2005 18:14
Taylor er bara "gervimeistari" Hnefaleikarinn Bernard Hopkins, eða "Böðullinn" eins og hann er jafnan kallaður, segir að andstæðingur sinn Jermain Taylor sé ekkert annað en gervimeistari og ætlar að gersigra hann þegar þeir mætast í hringnum þann 3. desember næstkomandi. Sport 23.11.2005 16:47
Leikmenn Portsmouth vilja halda í Perrin Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að leikmenn liðsins séu allir á einu máli um að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins eigi að fá frekari tækifæri með liðið þó gengið hafi ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Sport 23.11.2005 15:56
Dæmdur í 18 mánaða keppnisbann Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hjá Middlesbrough var í dag dæmdur í eins og hálfs árs keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir Evrópuleik Middlesbrough og Xanthi þann 29. september síðastliðinn. Xavier var fundinn sekur um að hafa neitt anabólískra stera og er fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið fundinn sekur um brot af þessu tagi. Sport 23.11.2005 16:39
Ísland niður um eitt sæti Í dag var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, en þar hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var birtur síðast og situr í 93. sæti listans. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkar í öðru og Hollendingar í því þriðja. Þar á eftir koma Argentína, Frakkland, Spánn, Mexíkó, Bandaríkin og Englendingar eru loks í níunda sætinu. Sport 23.11.2005 15:46
Sítur sambandi við Vodafone á næsta ári Manchester United hefur borið auglýsingar símafyrirtækisins Vodafone síðan árið 2000, en nú er ljóst að samstarfið nær aðeins út sumarið 2006, þegar knattspyrnufélagið mun leita á önnur mið. Talsmenn símafyrirtækisins segja það ætla að einbeita sér að Meistaradeild Evrópu í framtíðinni. Sport 23.11.2005 15:39
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent