George Best er dáinn 25. nóvember 2005 13:28 Reuters Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Síðustu daga hefur heilsu Best hrakað snarlega og í gær var orðið ljóst að hann ætti aðeins örstutt eftir. Skömmu eftir hádegið í dag var hann svo úrskurðaður látinn. Best fæddist í Belfast á Norður Írlandi í maí árið 1946 og snemma var ljóst að hann hafði mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum. Aðeins sautján ára spilaði hann sinn fyrsta leik með Manchester United og eftir það var ekki aftur snúið. Fimm árum síðar var Best á hapunkti ferilsins, þegar hann leiddi Manchester United til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða. Það ár var hann bæði kjörinn besti knattspyrnumaður Englands og Evrópu. En þó að Best sé almennt talinn einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem Bretland hefur alið, komu snemma fram brestir. Hann þoldi frægðina illa og leiddist út í óreglu. Segja má að glæstum en stuttum ferli hans hafi í raun lokið þegar hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall. Eftir áratugi af stífri drykkju og miklu skemmtanalífi gaf lifrin sig loks og fyrir þrem árum gekkst Best undir lifrarígræðslu, sem heppnaðist vel. Um tíma virtist sem nýtt tímabil væri hafið í lífi hans, en síðan tók að síga á ógæfuhliðina á ný og aftur þurfti Best að leggjast inn á sjúkrahús. Síðustu vikurnar lá hann á milli heims og helju og baráttunni lauk síðan endanlega í dag. Enski boltinn Erlendar Erlent Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Síðustu daga hefur heilsu Best hrakað snarlega og í gær var orðið ljóst að hann ætti aðeins örstutt eftir. Skömmu eftir hádegið í dag var hann svo úrskurðaður látinn. Best fæddist í Belfast á Norður Írlandi í maí árið 1946 og snemma var ljóst að hann hafði mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum. Aðeins sautján ára spilaði hann sinn fyrsta leik með Manchester United og eftir það var ekki aftur snúið. Fimm árum síðar var Best á hapunkti ferilsins, þegar hann leiddi Manchester United til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða. Það ár var hann bæði kjörinn besti knattspyrnumaður Englands og Evrópu. En þó að Best sé almennt talinn einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem Bretland hefur alið, komu snemma fram brestir. Hann þoldi frægðina illa og leiddist út í óreglu. Segja má að glæstum en stuttum ferli hans hafi í raun lokið þegar hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall. Eftir áratugi af stífri drykkju og miklu skemmtanalífi gaf lifrin sig loks og fyrir þrem árum gekkst Best undir lifrarígræðslu, sem heppnaðist vel. Um tíma virtist sem nýtt tímabil væri hafið í lífi hans, en síðan tók að síga á ógæfuhliðina á ný og aftur þurfti Best að leggjast inn á sjúkrahús. Síðustu vikurnar lá hann á milli heims og helju og baráttunni lauk síðan endanlega í dag.
Enski boltinn Erlendar Erlent Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira