Erlent Forsætisráðherra Íraks krefst ítarlegrar rannsóknar á morðum Forsætisráðherra Íraks krefst þess að morð bandarískra hermanna á ungri konu og fjölskyldu hennar verði rannsakað ítarlega. Fyrrverandi hermaður hefur verið ákærður fyrir morðin og að hafa nauðgað ungu konunni. Talið er að allt að fjórir hermenn til viðbótar hafi átt þátt í ódæðunum. Erlent 5.7.2006 22:31 Lopez Obrador með naumt forskot Andres Manuel Lopez Obrador, forsetaframbjóðandi vinstrimanna í Mexíkó, hefur naumt forskot á Felipe Calderon, frambjóðanda hægrimanna, eftir að búið er að telja helming atkvæða í kosningum sem fóru fram í landinu um síðustu helgi. Erlent 5.7.2006 22:26 Mannskæð sprenging í rútu í Úkraínu Átta létu lífið og tveir særðust þegar sprenging varð í kyrrstæðri rútu í Vestur-Úkraínu í dag. Tvö börn eru meðal látinna. Bílstjórinn var að laga vél rútunnar þegar sprengingin varð og mun ekki hafa farið eftir öryggisreglum. Erlent 5.7.2006 22:20 Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Erlent 5.7.2006 22:14 Eldflaugatilraunirnar fordæmdar Einhugur ríkir á alþjóðavettvangi um að fordæma tilraunir Norður-Kóreumanna með langdrægar eldflaugar. Undanfarinn sólarhring hefur sjö tilraunaflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu og hafa þær allar hafnað í sjónum. Erlent 5.7.2006 18:17 Fyrrum forstjóri Enron látinn Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, lést í morgun af völdum hjartaáfalls. Hann var 64 ára. Kviðdómur í Texas fann Lay og Jeffrey Skilling, fyrrum samstarfsfélaga hans, seka um stórfelld fjár- og bókhaldsbrot í lok maí og áttu þeir yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. Viðskipti erlent 5.7.2006 14:22 Tilraunaskot skekur markaðinn Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Viðskipti erlent 5.7.2006 10:21 Sprengt í Kabúl Þrjár sprengjur sprungu í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að einn lést og 47 særðust alvarlega. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í innkaupakerru og sprakk þegar rúta, full af opinberum starfsmönnum ók framhjá. Seinni sprengjan sprakk nærri herrútu í miðri borginni en henni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu en þeirri þriðju var einnig beint gegn hermönnum. Ekki er vitað hverjir stóðu að tilræðunum en hart hefur verið sótt að talibönum í suðurhluta landsins og því er talið að þeir eigi hlut að máli. Erlent 5.7.2006 09:47 Komst á loft Brot af einangrunarfroðu féllu af eldsneytistanki Discovery geimferjunnar nokkrum mínútum eftir að hún fór á loft í gærkvöldi. Að sögn talsmanns bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA eru brotin ekki talið það stór að þau geti valdið skemmdum á geimferjunni. Geimskotið í gær er það fyrsta á þessu ári og aðeins annað skot frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Fresta þurfti skoti Discovery tvívegis um helgina vegna veðurs og í raun var óvíst hvort hægt yrði að skjóta geimflauginni á loft í gær þegar sprunga fannst í einangrun á ytri eldsneytisgeymi geimflaugarinnar. Erlent 5.7.2006 09:31 Fordæma eldflaugaskot Norður Kóreumanna Ríkisstjórn Suður Kóreu hefur fordæmt tilraunaskot Norður Kóreumanna í gærkvöldi og mun koma saman til neyðarfundar í dag vegna málsins. Norður kóreamenn skutu sex eldflaugum í gærkvöld í tilraunaskyni, þar af er talið að ein hafi verið langdræg flaug. Að sögn Bandarískra embættismanna bilaði hún hins vegar en flaugar af þessari gerð eru taldar geta náð til Alaska. Hinar flaugarnar, sem skotið var á loft, enduðu í Japanshafi en Japanir eru ósáttir við tilraunir norður kóreumanna og sagði Shinso Abe, forseti japanska þingsins að þær ógnuðu friði og stöðugleika á svæðinu. Líklegt þykir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins en John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og að ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað yrði til fundar. Erlent 5.7.2006 09:16 Loftárás á þjálfunarbúðir Palestínumanna Ísraelsher gerði loftárás á þjálfunarbúðir herskárra Palestínumanna úr röðum Hamas-samtakanna á Gaza í kvöld. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli. Ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna en talsmaður Ísraelsstjórnar sagði í dag hann enn vera á lífi. Erlent 4.7.2006 21:55 Tilraunaflaugum skotið á loft frá Norður-Kóreu Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Erlent 4.7.2006 21:47 Sjálfsmorðstilraun vegna minnkandi atvinnuöryggis blindra í Kóreu Lestarstarfsmenn í Kóreu björguðu í gær lífi manns, sekúndubrotum áður en neðanjarðarlest kom aðvífandi. Maðurinn stökk út á teinana, lagðist niður og beið þar eftir lestinni. Tveir lestarstarfsmenn stukku á eftir honum og engu mátti muna að þeir yrðu fyrir lestinni. Maðurinn, sem þarna ætlaði að fremja sjálfsvíg, er blindur og hafði fyrr um daginn verið synjað um starf sem nuddari. Hæstiréttur í Kóreu ákvað nýlega að lög sem kveða á um að einungis blindir megi starfa sem nuddarar séu andstæð stjórnarskránni. Í kjölfarið hefur skapast atvinnuleysi meðal blindra nuddara í Kóreu. Erlent 4.7.2006 21:43 Skógareldar í Tyrklandi Skógareldar loguðu á um þrjú hundruð hektara svæði í skóglendi í Vestur-Tyrklandi í dag. Fjölmargar þyrlur voru notaðar til að hella vatni yfir logana. Auk þess voru flugvélar sendar frá nærliggjandi svæðum til að taka þátt í aðgerðunum. Eldurinn logaði nálægt strandbænum Ayvalik sem stendur við Eyjahaf. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en vitað er að eldar kviknuðu á þremur eða fjórum stöðum samtímis. Skógareldar eru algegnir í Tyrklandi þegar heitt er og þurrviðrasamt á sumrin. Erlent 4.7.2006 21:37 Geimskotið gekk vel Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á sjöunda tímanum í kvöld. Geimskotið fór að óskum og er ferjan væntanleg aftur til jarðar þann sextánda þessa mánaðar. Geimskotið í dag er það fyrsta á þessu ári og aðeins í annað skipti sem geimferju er skotið á loft frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Erlent 4.7.2006 21:33 Landamærastöð á Gaza opnuð Ísraelar opnuðu í dag mikilvæga flutningaleið inn á Gazasvæðið til að tryggja íbúum þar hjálpargögn. Ekkert lát virðist ætla að verða á aðgerðum Ísarela þar því ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna. Talsmaður Ísarelsstjórnar segir hann enn á lífi. Erlent 4.7.2006 19:17 Tvö tonn af fílabeini gerð upptæk í Tævan Tollayfirvöld í Tævan hafa lagt hald á meira en tvö þúsund kíló af fílabeini frá Afríku. Skip sem flutti fílabeinið kom frá Tansaníu og var á leið til Filippseyja. Það hafði viðdvöl í Tævan þar sem upp komst um smyglið. Fílabein er eftirsótt víða um heim og víðsvegar um Asíu er það notað til framleiðslu skrautmuna og höggmynda. Ólöglegt er hins vegar að versla með það þar sem fílar eru í útrýmingarhættu. Erlent 4.7.2006 18:14 Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. Viðskipti erlent 4.7.2006 15:27 Flugvellinum í Dyflinni lokað vegna sprengjuhótunar Flugvöllurinn í Dyflinni var rýmdur í dag eftir að maður gekk inn í flughöfnina og sagðist vera með sprengju í tösku. Sprengjusérfræðingar komu á staðinn skömmu síðar. Ekki er vitað hvort eitthvað var að finna í töskunni en óhætt er að álykta að svo hafi ekki verið þar sem búið er að hleypa fólki aftur inn í bygginguna. Maðurinn hefur verið handtekinn. Erlent 4.7.2006 14:28 Búast við mikilli eftirspurn eftir olíu Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 73 Bandaríkjadali á tunnu í framvirkum samningum á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er í dag, 4. júlí, og hafa aldrei jafn margir verið á faraldsfæti frá því fyrir helgi og nú. Í kvöld og á morgun fara menn til síns heima og eykst eftirspurn eftir eldsneyti mikið vegna þessa. Viðskipti erlent 4.7.2006 10:50 Hundruð létust í flóðum Í það minnsta 350 manns létust í flóðum, aurskriðum og öðrum náttúruhamförum í Kína í júní. Hamfarirnar má rekja til mikilla rigninga og er búist við enn meiri úrkomu næstu daga. Allt að hundrað manns er enn saknað. Tjónið af völdum hamfaranna er metið á tvo og hálfan milljarð bandaríkjadala. Hundruð manna látast ár hvert í rigningum og hamförum þeim tengdum í Kína. Erlent 4.7.2006 09:58 Rætt um stýrivexti í Japan Japanskir ráðamenn ræddu um næstu skref japanska Seðlabankans á þinginu í dag. Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra landsins, sagði markaðsaðstæður vera komnar á þann veg að Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Vextir hafa staðið óbreyttir í núlli síðastliðin fimm ár. Viðskipti erlent 4.7.2006 09:31 Ísraelar hyggjast halda áfram aðgerðum á Gaza Ísraelsk stjórnvöld hafa hafnað því að láta fimmtán þúsund Palestínumenn lausa úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir ísraelska hermanninn, Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í rúma viku. Ísarelum var gefinn frestur til klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma til að verða við þessum kröfum ellegar yrði gripið til óyndisúrræða. Hryðjuverkamennirnir skilgreindu ekki nánar hvað gert yrði. Erlent 3.7.2006 22:02 Sprengjuárás á olíuleiðslu í Írak Sprengjuárás var gerð á olíuleiðslu í Norður-Írak í dag. Ekki er talið að árásin hafi áhrif á olíuútflutning frá landinu. Leiðslan dælir olíu til stöðva í bænum Kirkuk, tæpa þrjú hundruð kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad. Sú olía er síðan flutt til Tyrklands. Í síðustu viku tilkynnti olíumálaráðherra Íraks að framleiðsla í Írak hefði nú náð tveimur og hálfri milljón tunna á dag sem er það mesta síðan innrásin í Írak var gerði í mars 2003. Erlent 3.7.2006 21:58 Bandarískur hermaður ákærður fyrir morð og nauðgun Fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum verður á næstu dögum ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og myrt hana og fjölskyldu hennar. Þetta mun hafa gerst í mars síðastliðnum. Maðurinn var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. Erlent 3.7.2006 21:51 Mannskæð flóð við Svartahaf Minnst átján manns hafa drukknað og þriggja er saknað í flóðum sem hefur herjað á íbúa í fjórum ríkjum sem liggja að Svartahafi. Töluvert hefur rignt á svæðinu með þessum hörmulegu afleiðingum. Í Úkraínu fóru um fimm hundruð heimili í sjö þorpum á kaf þegar stífla gaf sig. Tvær konur drukknuðu. Úrhellið á svæðinu stóð í margar klukkustundir og eru íbúar í einu þorpi án vatns og matar en flætt hefur í alla vatnsbrunna þar. Fæstum þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín tókst að bjarga einhverju af eigum sínum. Erlent 3.7.2006 21:44 Minni framleiðni í Bandaríkjunum Framleiðni í Bandaríkjunum jókst minna í síðasta mánuði en búist var við. Ástæðan er hátt eldsneytis- raforku- og hrávöruverð. Fjármálafræðingar segja að þrátt fyrir þetta séu væntingar góðar því ofhitnunar gætir ekki í bandarísku efnahagslífi. Viðskipti erlent 3.7.2006 19:45 Ók á áhorfendur að kappróðri Tíu slösuðust þegar ökumaður ók bíl sínum í gegnum áhorfendaskara við kappróðrarkeppni og út í Ohio-á í Bandaríkjunum í gær. Fjórir slösuðust, þar á meðal ökumaðurinn. Allir dvelja þeir enn á sjúkrahúsi og tveir eru í lífshættu. Ökumaðurinn, sem er átján ára, var meðvitundarlaus þegar hann var dreginn upp úr ánni. Talið er að hann hafi misst meðvitund af óþekktum orsökum og það hafi valdið slysinu. Erlent 3.7.2006 18:03 Réttað yfir Rauðu kmerunum Dómarar og saksóknarar við sérskipaðan stríðsglæpadómstól í Kambódíu tóku við embætti í dag. Þar verður réttað yfir fyrrverandi leiðtogum Rauðu kmeranna sem eru sakaðir um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Kmerarnir voru við völd á árunum 1975 til 1979 og talið að um 1,7 milljón manna hafi látist úr hungri og þrældómi auk þess sem fjölmargir voru myrtir. Pol Pot, leiðtogi Rauðu kmeranna, lést árið 1998. Fjölmargir nánir samstarfsmenn hans ganga enn lausir og geta um frjálst höfuð strokið í Kambódíu. Erlent 3.7.2006 17:59 Á fjórða tug manna látnir Staðfest er að þrjátíu og fjórir létu lífið þegar nokkrir vagnar neðanjarðarlestar fór út af sporinu og á hvolf í borgini Valencia á Spáni í dag. Fjölmargir slösuðust. Ekki er talið að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Um það bil tvö hundruð og fimmtíu lögreglumenn og minnst tuttugu slökkviliðsmenn komu þegar á vettvang og flytja þurfti um hundrað og fimmtíu manns frá lestarstöðinni þar sem slysið varð. Talsmaður björgunarsveita í Valenciu segir að einn lestarvagn, hið minnsta, hafi farið af sporinu þegar lestin var að leggja af stað frá lestarstöð í miðborginni. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða, líkast til hafi lestin farið of hratt og hjól gefið sig. Áður var talið að veggur hefði hrunið á einn lestarvagninn en það hefur nú verið útilokað. Rúmlega sextíu milljón manns notuðu neðanjarðarlestarkerfið í Valecia í fyrra, að meðaltali um hundrað sextíu og fimm þúsund manns á dag. Valencia er ein stærsta borgin á Spáni en þar búa um sex hundruð þúsund manns. Fjölmargir gestir eru væntanlegir til borgarinnar þar sem mikil fjölskylduhátíð er haldinn þar um næstu helgi. Meðal gesta er Benedikt páfi sextándi. Erlent 3.7.2006 16:00 « ‹ 315 316 317 318 319 320 321 322 323 … 334 ›
Forsætisráðherra Íraks krefst ítarlegrar rannsóknar á morðum Forsætisráðherra Íraks krefst þess að morð bandarískra hermanna á ungri konu og fjölskyldu hennar verði rannsakað ítarlega. Fyrrverandi hermaður hefur verið ákærður fyrir morðin og að hafa nauðgað ungu konunni. Talið er að allt að fjórir hermenn til viðbótar hafi átt þátt í ódæðunum. Erlent 5.7.2006 22:31
Lopez Obrador með naumt forskot Andres Manuel Lopez Obrador, forsetaframbjóðandi vinstrimanna í Mexíkó, hefur naumt forskot á Felipe Calderon, frambjóðanda hægrimanna, eftir að búið er að telja helming atkvæða í kosningum sem fóru fram í landinu um síðustu helgi. Erlent 5.7.2006 22:26
Mannskæð sprenging í rútu í Úkraínu Átta létu lífið og tveir særðust þegar sprenging varð í kyrrstæðri rútu í Vestur-Úkraínu í dag. Tvö börn eru meðal látinna. Bílstjórinn var að laga vél rútunnar þegar sprengingin varð og mun ekki hafa farið eftir öryggisreglum. Erlent 5.7.2006 22:20
Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Erlent 5.7.2006 22:14
Eldflaugatilraunirnar fordæmdar Einhugur ríkir á alþjóðavettvangi um að fordæma tilraunir Norður-Kóreumanna með langdrægar eldflaugar. Undanfarinn sólarhring hefur sjö tilraunaflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu og hafa þær allar hafnað í sjónum. Erlent 5.7.2006 18:17
Fyrrum forstjóri Enron látinn Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, lést í morgun af völdum hjartaáfalls. Hann var 64 ára. Kviðdómur í Texas fann Lay og Jeffrey Skilling, fyrrum samstarfsfélaga hans, seka um stórfelld fjár- og bókhaldsbrot í lok maí og áttu þeir yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. Viðskipti erlent 5.7.2006 14:22
Tilraunaskot skekur markaðinn Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Viðskipti erlent 5.7.2006 10:21
Sprengt í Kabúl Þrjár sprengjur sprungu í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að einn lést og 47 særðust alvarlega. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í innkaupakerru og sprakk þegar rúta, full af opinberum starfsmönnum ók framhjá. Seinni sprengjan sprakk nærri herrútu í miðri borginni en henni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu en þeirri þriðju var einnig beint gegn hermönnum. Ekki er vitað hverjir stóðu að tilræðunum en hart hefur verið sótt að talibönum í suðurhluta landsins og því er talið að þeir eigi hlut að máli. Erlent 5.7.2006 09:47
Komst á loft Brot af einangrunarfroðu féllu af eldsneytistanki Discovery geimferjunnar nokkrum mínútum eftir að hún fór á loft í gærkvöldi. Að sögn talsmanns bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA eru brotin ekki talið það stór að þau geti valdið skemmdum á geimferjunni. Geimskotið í gær er það fyrsta á þessu ári og aðeins annað skot frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Fresta þurfti skoti Discovery tvívegis um helgina vegna veðurs og í raun var óvíst hvort hægt yrði að skjóta geimflauginni á loft í gær þegar sprunga fannst í einangrun á ytri eldsneytisgeymi geimflaugarinnar. Erlent 5.7.2006 09:31
Fordæma eldflaugaskot Norður Kóreumanna Ríkisstjórn Suður Kóreu hefur fordæmt tilraunaskot Norður Kóreumanna í gærkvöldi og mun koma saman til neyðarfundar í dag vegna málsins. Norður kóreamenn skutu sex eldflaugum í gærkvöld í tilraunaskyni, þar af er talið að ein hafi verið langdræg flaug. Að sögn Bandarískra embættismanna bilaði hún hins vegar en flaugar af þessari gerð eru taldar geta náð til Alaska. Hinar flaugarnar, sem skotið var á loft, enduðu í Japanshafi en Japanir eru ósáttir við tilraunir norður kóreumanna og sagði Shinso Abe, forseti japanska þingsins að þær ógnuðu friði og stöðugleika á svæðinu. Líklegt þykir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins en John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og að ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað yrði til fundar. Erlent 5.7.2006 09:16
Loftárás á þjálfunarbúðir Palestínumanna Ísraelsher gerði loftárás á þjálfunarbúðir herskárra Palestínumanna úr röðum Hamas-samtakanna á Gaza í kvöld. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli. Ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna en talsmaður Ísraelsstjórnar sagði í dag hann enn vera á lífi. Erlent 4.7.2006 21:55
Tilraunaflaugum skotið á loft frá Norður-Kóreu Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Erlent 4.7.2006 21:47
Sjálfsmorðstilraun vegna minnkandi atvinnuöryggis blindra í Kóreu Lestarstarfsmenn í Kóreu björguðu í gær lífi manns, sekúndubrotum áður en neðanjarðarlest kom aðvífandi. Maðurinn stökk út á teinana, lagðist niður og beið þar eftir lestinni. Tveir lestarstarfsmenn stukku á eftir honum og engu mátti muna að þeir yrðu fyrir lestinni. Maðurinn, sem þarna ætlaði að fremja sjálfsvíg, er blindur og hafði fyrr um daginn verið synjað um starf sem nuddari. Hæstiréttur í Kóreu ákvað nýlega að lög sem kveða á um að einungis blindir megi starfa sem nuddarar séu andstæð stjórnarskránni. Í kjölfarið hefur skapast atvinnuleysi meðal blindra nuddara í Kóreu. Erlent 4.7.2006 21:43
Skógareldar í Tyrklandi Skógareldar loguðu á um þrjú hundruð hektara svæði í skóglendi í Vestur-Tyrklandi í dag. Fjölmargar þyrlur voru notaðar til að hella vatni yfir logana. Auk þess voru flugvélar sendar frá nærliggjandi svæðum til að taka þátt í aðgerðunum. Eldurinn logaði nálægt strandbænum Ayvalik sem stendur við Eyjahaf. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en vitað er að eldar kviknuðu á þremur eða fjórum stöðum samtímis. Skógareldar eru algegnir í Tyrklandi þegar heitt er og þurrviðrasamt á sumrin. Erlent 4.7.2006 21:37
Geimskotið gekk vel Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á sjöunda tímanum í kvöld. Geimskotið fór að óskum og er ferjan væntanleg aftur til jarðar þann sextánda þessa mánaðar. Geimskotið í dag er það fyrsta á þessu ári og aðeins í annað skipti sem geimferju er skotið á loft frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. Erlent 4.7.2006 21:33
Landamærastöð á Gaza opnuð Ísraelar opnuðu í dag mikilvæga flutningaleið inn á Gazasvæðið til að tryggja íbúum þar hjálpargögn. Ekkert lát virðist ætla að verða á aðgerðum Ísarela þar því ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna. Talsmaður Ísarelsstjórnar segir hann enn á lífi. Erlent 4.7.2006 19:17
Tvö tonn af fílabeini gerð upptæk í Tævan Tollayfirvöld í Tævan hafa lagt hald á meira en tvö þúsund kíló af fílabeini frá Afríku. Skip sem flutti fílabeinið kom frá Tansaníu og var á leið til Filippseyja. Það hafði viðdvöl í Tævan þar sem upp komst um smyglið. Fílabein er eftirsótt víða um heim og víðsvegar um Asíu er það notað til framleiðslu skrautmuna og höggmynda. Ólöglegt er hins vegar að versla með það þar sem fílar eru í útrýmingarhættu. Erlent 4.7.2006 18:14
Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. Viðskipti erlent 4.7.2006 15:27
Flugvellinum í Dyflinni lokað vegna sprengjuhótunar Flugvöllurinn í Dyflinni var rýmdur í dag eftir að maður gekk inn í flughöfnina og sagðist vera með sprengju í tösku. Sprengjusérfræðingar komu á staðinn skömmu síðar. Ekki er vitað hvort eitthvað var að finna í töskunni en óhætt er að álykta að svo hafi ekki verið þar sem búið er að hleypa fólki aftur inn í bygginguna. Maðurinn hefur verið handtekinn. Erlent 4.7.2006 14:28
Búast við mikilli eftirspurn eftir olíu Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 73 Bandaríkjadali á tunnu í framvirkum samningum á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er í dag, 4. júlí, og hafa aldrei jafn margir verið á faraldsfæti frá því fyrir helgi og nú. Í kvöld og á morgun fara menn til síns heima og eykst eftirspurn eftir eldsneyti mikið vegna þessa. Viðskipti erlent 4.7.2006 10:50
Hundruð létust í flóðum Í það minnsta 350 manns létust í flóðum, aurskriðum og öðrum náttúruhamförum í Kína í júní. Hamfarirnar má rekja til mikilla rigninga og er búist við enn meiri úrkomu næstu daga. Allt að hundrað manns er enn saknað. Tjónið af völdum hamfaranna er metið á tvo og hálfan milljarð bandaríkjadala. Hundruð manna látast ár hvert í rigningum og hamförum þeim tengdum í Kína. Erlent 4.7.2006 09:58
Rætt um stýrivexti í Japan Japanskir ráðamenn ræddu um næstu skref japanska Seðlabankans á þinginu í dag. Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra landsins, sagði markaðsaðstæður vera komnar á þann veg að Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Vextir hafa staðið óbreyttir í núlli síðastliðin fimm ár. Viðskipti erlent 4.7.2006 09:31
Ísraelar hyggjast halda áfram aðgerðum á Gaza Ísraelsk stjórnvöld hafa hafnað því að láta fimmtán þúsund Palestínumenn lausa úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir ísraelska hermanninn, Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í rúma viku. Ísarelum var gefinn frestur til klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma til að verða við þessum kröfum ellegar yrði gripið til óyndisúrræða. Hryðjuverkamennirnir skilgreindu ekki nánar hvað gert yrði. Erlent 3.7.2006 22:02
Sprengjuárás á olíuleiðslu í Írak Sprengjuárás var gerð á olíuleiðslu í Norður-Írak í dag. Ekki er talið að árásin hafi áhrif á olíuútflutning frá landinu. Leiðslan dælir olíu til stöðva í bænum Kirkuk, tæpa þrjú hundruð kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad. Sú olía er síðan flutt til Tyrklands. Í síðustu viku tilkynnti olíumálaráðherra Íraks að framleiðsla í Írak hefði nú náð tveimur og hálfri milljón tunna á dag sem er það mesta síðan innrásin í Írak var gerði í mars 2003. Erlent 3.7.2006 21:58
Bandarískur hermaður ákærður fyrir morð og nauðgun Fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum verður á næstu dögum ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og myrt hana og fjölskyldu hennar. Þetta mun hafa gerst í mars síðastliðnum. Maðurinn var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. Erlent 3.7.2006 21:51
Mannskæð flóð við Svartahaf Minnst átján manns hafa drukknað og þriggja er saknað í flóðum sem hefur herjað á íbúa í fjórum ríkjum sem liggja að Svartahafi. Töluvert hefur rignt á svæðinu með þessum hörmulegu afleiðingum. Í Úkraínu fóru um fimm hundruð heimili í sjö þorpum á kaf þegar stífla gaf sig. Tvær konur drukknuðu. Úrhellið á svæðinu stóð í margar klukkustundir og eru íbúar í einu þorpi án vatns og matar en flætt hefur í alla vatnsbrunna þar. Fæstum þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín tókst að bjarga einhverju af eigum sínum. Erlent 3.7.2006 21:44
Minni framleiðni í Bandaríkjunum Framleiðni í Bandaríkjunum jókst minna í síðasta mánuði en búist var við. Ástæðan er hátt eldsneytis- raforku- og hrávöruverð. Fjármálafræðingar segja að þrátt fyrir þetta séu væntingar góðar því ofhitnunar gætir ekki í bandarísku efnahagslífi. Viðskipti erlent 3.7.2006 19:45
Ók á áhorfendur að kappróðri Tíu slösuðust þegar ökumaður ók bíl sínum í gegnum áhorfendaskara við kappróðrarkeppni og út í Ohio-á í Bandaríkjunum í gær. Fjórir slösuðust, þar á meðal ökumaðurinn. Allir dvelja þeir enn á sjúkrahúsi og tveir eru í lífshættu. Ökumaðurinn, sem er átján ára, var meðvitundarlaus þegar hann var dreginn upp úr ánni. Talið er að hann hafi misst meðvitund af óþekktum orsökum og það hafi valdið slysinu. Erlent 3.7.2006 18:03
Réttað yfir Rauðu kmerunum Dómarar og saksóknarar við sérskipaðan stríðsglæpadómstól í Kambódíu tóku við embætti í dag. Þar verður réttað yfir fyrrverandi leiðtogum Rauðu kmeranna sem eru sakaðir um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Kmerarnir voru við völd á árunum 1975 til 1979 og talið að um 1,7 milljón manna hafi látist úr hungri og þrældómi auk þess sem fjölmargir voru myrtir. Pol Pot, leiðtogi Rauðu kmeranna, lést árið 1998. Fjölmargir nánir samstarfsmenn hans ganga enn lausir og geta um frjálst höfuð strokið í Kambódíu. Erlent 3.7.2006 17:59
Á fjórða tug manna látnir Staðfest er að þrjátíu og fjórir létu lífið þegar nokkrir vagnar neðanjarðarlestar fór út af sporinu og á hvolf í borgini Valencia á Spáni í dag. Fjölmargir slösuðust. Ekki er talið að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Um það bil tvö hundruð og fimmtíu lögreglumenn og minnst tuttugu slökkviliðsmenn komu þegar á vettvang og flytja þurfti um hundrað og fimmtíu manns frá lestarstöðinni þar sem slysið varð. Talsmaður björgunarsveita í Valenciu segir að einn lestarvagn, hið minnsta, hafi farið af sporinu þegar lestin var að leggja af stað frá lestarstöð í miðborginni. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða, líkast til hafi lestin farið of hratt og hjól gefið sig. Áður var talið að veggur hefði hrunið á einn lestarvagninn en það hefur nú verið útilokað. Rúmlega sextíu milljón manns notuðu neðanjarðarlestarkerfið í Valecia í fyrra, að meðaltali um hundrað sextíu og fimm þúsund manns á dag. Valencia er ein stærsta borgin á Spáni en þar búa um sex hundruð þúsund manns. Fjölmargir gestir eru væntanlegir til borgarinnar þar sem mikil fjölskylduhátíð er haldinn þar um næstu helgi. Meðal gesta er Benedikt páfi sextándi. Erlent 3.7.2006 16:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent