Erlent Góður endir á vikunni Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar. Viðskipti erlent 25.8.2007 10:04 Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Erlent 24.8.2007 18:26 Risapanda ól afkvæmi Risapanda ól lifandi afkvæmi í dýragarði í Vínarborg í Austurríki í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í Evrópu í aldarfjórðung en það var í dýragarði í Madríd á Spáni. Erlent 24.8.2007 18:27 16 ára drengur grunaður um morðið í Liverpool Breska lögreglan hefur handtekið 16 ára unglingsstrák sem er grunaður um að hafa myrt 11 ára dreng í Liverpool í fyrrakvöld. Erlent 24.8.2007 18:12 Eðlishvöt réð viðbrögðum Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans. Erlent 24.8.2007 18:23 Mamma ætlar að sofa Þýskum manni óx svo í augum að undirbúa jarðarför móður sinnar að hann lét hana sitja áfram í uppáhalds stólnum sínum í tvö ár eftir að hún lést. Mamman var 92 ára gömul. Þegar hún lést í júlí árið 2005 var læknir til kvaddur. Hann úrskurðaði að hún hefði látist af eðlilegum orsökum. Hann gaf út dánarvottorð en skráði ekki dauðdagann. Erlent 24.8.2007 16:22 Hommarnir elska Putin Myndir af Vladimír Putin, berum að ofan við veiðar, hafa vakið heimsathygli. Rússlandsforseti er vel stæltur og þegnar hans eru mikið hrifnir af karlmannlegri ímynd hans. Jafnvel hið virðulega blað Pravda birti stórar myndir af fáklæddum forsetanum með leiðbeiningum um hvernig karlmenn geti fengið vöðvabyggingu eins og hann. Konur eru sagðar hafa klippt myndirnar út og límt þær upp á veggi sína. Erlent 24.8.2007 15:34 Faldi hagnað af sölu hlutabréfa Héraðsdómsstóll í Tókýó í Japan dæmdi í dag sextuga konu í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna skattsvika. Konan varði arfi eftir móður sína til hlutabréfakaupa og græddi jafnvirði rúmra tvö hundruð milljóna íslenskra króna á viðskiptunum. Stóran hluta af hagnaðinum faldi hún fyrir skattayfirvöldum á ýmsum reikningum í nafni skyldmenna sinna. Viðskipti erlent 24.8.2007 14:51 Dýrt að vingsa túttunum Abbi-Louise Maple og Rachel Marchant eru báðar 21. árs gamlar. Á sumrin fara þær oft á baðströndina í West Worthing, í Englandi, þar sem þær eiga heima. Þar voru þær staddar fyrr í sumar þegar þær veittu athygli eftirlitsmyndavél sem notuð er til þess að fylgjast með ströndinni. Flissandi biðu þær eftir að vélin beindist að þeim. Þá lyftu þær upp bolunum og vingsuðu herlegheitum sínum. Svo veltust þær um í sandinum, skríkjandi af hlátri. Erlent 24.8.2007 14:40 BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum. Viðskipti erlent 24.8.2007 14:16 Margar falskar nauðgunarkærur Danska lögreglan hefur af því áhyggjur hvað hún hefur fengið margar falskar nauðgunarkærur í sumar. Síðast í dag játaði fimmtán ára gömul stúlka að hún hefði logið þegar hún sagði að fjórir útlendingar í rauðum fólksbíl hefðu nauðgað sér í Kaupmannahöfn í vikunni. Upplognu kærurnar taka mikinn tíma og mannskap frá lögreglunni. Erlent 24.8.2007 14:10 Hveitiverð í hæstu hæðum Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði. Viðskipti erlent 24.8.2007 12:54 Danska löggan að gefast upp á Kristjaníu Ef lögreglumenn fengju sjálfir að ráða myndu þeir hætta eftirlitsferðum um Kristjaníu, segir formaður Landssambands danskra lögregluþjóna. Þeim finnst þær ekki þjóna neinum tilgangi. Lögregluþjónarnir kenna stjórnmálamönnum um og segja að þeir reyni að halda málinu heitu með því að pissa í buxurnar. Erlent 24.8.2007 11:09 Trúboði namm namm Það hefur verið mjög í tísku undanfarin ár að þjóðir biðjist afsökunar á misgjörðum forfeðra sinna. Síðast baðst menningarmálaráðherra Danmerkur afsökunar á því að danskir víkingar skyldu gera strandhögg á Írlandi fyrir 1200 árum. Ættbálki á Papúa í Nýju Gíneu hefur nú runnið blóðið til skyldunnar og beðist afsökunar á því að hafa borðað fjóra trúboða árið 1878. Erlent 24.8.2007 10:20 Vísitölur lækka lítillega í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:29 Hagnaður Gap eykst milli ára Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:13 Litlar risaeðlur sneggri Litlar risaeðlur voru fótfrárri en þær stærri og gætu stungið strút af. Þetta er niðurstaða breskra vísindamann sem hafa rannsakað spretthraða þessara forsögulegu dýra. Erlent 23.8.2007 18:57 Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Erlent 23.8.2007 18:03 Forstjóri Countrywide segir ástandið slæmt Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, segir fátt benda til bata á bandarískum fasteignamarkaði. Hann segir hins vegar fjárhag lánafyrirtækisins borgið og litlar líkur á að það verði úrskurðað gjaldþrota vegna lausafjárskorts. Viðskipti erlent 23.8.2007 16:25 Skotinn og fangelsaður í Danmörku Maður sem danskir lögregluþjónar skutu eftir að hann hafði sært tvo þeirra með hnífi, hefur verið úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Lögregluþjónarnir höfðu verið sendir til þess að aðstoða við að bera fjölskyldu út úr íbúð í Amager. Húsaleigan hafði ekki verið greidd í marga mánuði. Þegar fulltrúar fógeta komu á vettvang hafði fjölskyldan víggirt sig. Erlent 23.8.2007 15:21 Fleiri konur vildu reyna aftur Næstum helmingi fleiri konur en karlar óska þess að þær hefðu fundið sér annan lífsförunaut, samkvæmt nýrri könnun sem birt hefur verið í Bretlandi. Og það er ekki það eina sem þær iðrast. Konurnar virðast óánægðari en karlmennirnir með næstum alla stóru áfangana í lífi sínu. Innlent 23.8.2007 14:23 Velja flottasta bossa í heimi Danir eru frjálslyndir í besta lagi, en sumum þeirra misbýður þó nýjasta markaðsátak danska undirfatarisans Sloggi. Fyrirtækið ætlar að láta velja fallegasta bossa í heimi á netinu og hvetur stúlkur og drengi til þess að senda myndir af afturendanum á sér, náttúrlega í Sloggi nærbuxum eða þveng. Tugþúsundir unglinga hafa svarað kallinu, enda er sigurvegaranum heitið fyrirsætustarfi. Erlent 23.8.2007 12:40 Hlutabréf hækka á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnir á stöðu mála. Hið opinbera sem og önnur fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gert sitt til að minnka álagið á markaðinn vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs sem hefur valdið niðursveiflu á alþjóðamörkuðum. Viðskipti erlent 23.8.2007 13:31 Tölvuleikir af öllum toga Allt það nýjasta úr heimi tölvuleikja má nú sjá og prufa í Leipzig í Þýskalandi. Árleg ráðstefna um tölvuleiki hófst þar í gær og þangað streyma nú hundruðir þúsunda gesta. Viðskipti innlent 23.8.2007 12:59 Björk ein af sex mikilvægustu konum skemmtanaiðnaðarins Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Erlent 23.8.2007 10:30 GM dregur úr framleiðslu á pallbílum Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur dregið úr framleiðslu á stórum pallbílum og fjórhjóladrifnum jeppum vegna minni eftirspurnar eftir þeim. Framleiðslunni hefur meðal annars verið hætt í nokkrum verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Mexíkó. Viðskipti erlent 23.8.2007 09:34 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í hálfu prósenti. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Hefði ekki komið til hræringa á markaði er líklegt að bankinn hefði hækkað vextina. Viðskipti erlent 23.8.2007 09:18 Evrópski seðlabankinn opnar pyngjur sínar á ný Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hyggist bjóða bönkum samtals 40 milljarða evrur að láni, jafnvirði rúmra 3.500 milljarða íslenskra króna, í sérstöku þriggja mánaða endurfjármögnunarátaki bankanna. Markmiðið er að tryggja eðlilega virkni fjármálamarkaða. Seðlabankar í nokkrum löndum hafa síðustu daga gripið til svipaðra aðgerða til að vinna gegn áhrifum samdráttar á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.8.2007 16:30 Vilja stórar og æsandi geirvörtur Brjóstastækkanir hafa lengi verið gerðar. Raunar eru fáir líkamshlutar eftir sem læknar hafa ekki verið fengnir til þess að krukka í. Til þess að stækka eða fegra. Og nú eru stórar geirvötur að komast í tísku. Lýtalæknirinn Bruce Nadler í New York hefur sérhæft sig í að stækka geirvörtur. Hann segir að konurnar sem í slíkar aðgerðir komi vilji fá "ögrandi" útlit fyrir barm sinn. Erlent 22.8.2007 16:21 Óbreytt landsframleiðsla innan OECD Landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum stofnunarinnar. Þetta er óbreytt niðurstaða frá fjórðungnum á undan. Viðskipti innlent 22.8.2007 15:24 « ‹ 62 63 64 65 66 67 68 69 70 … 334 ›
Góður endir á vikunni Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar. Viðskipti erlent 25.8.2007 10:04
Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Erlent 24.8.2007 18:26
Risapanda ól afkvæmi Risapanda ól lifandi afkvæmi í dýragarði í Vínarborg í Austurríki í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í Evrópu í aldarfjórðung en það var í dýragarði í Madríd á Spáni. Erlent 24.8.2007 18:27
16 ára drengur grunaður um morðið í Liverpool Breska lögreglan hefur handtekið 16 ára unglingsstrák sem er grunaður um að hafa myrt 11 ára dreng í Liverpool í fyrrakvöld. Erlent 24.8.2007 18:12
Eðlishvöt réð viðbrögðum Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans. Erlent 24.8.2007 18:23
Mamma ætlar að sofa Þýskum manni óx svo í augum að undirbúa jarðarför móður sinnar að hann lét hana sitja áfram í uppáhalds stólnum sínum í tvö ár eftir að hún lést. Mamman var 92 ára gömul. Þegar hún lést í júlí árið 2005 var læknir til kvaddur. Hann úrskurðaði að hún hefði látist af eðlilegum orsökum. Hann gaf út dánarvottorð en skráði ekki dauðdagann. Erlent 24.8.2007 16:22
Hommarnir elska Putin Myndir af Vladimír Putin, berum að ofan við veiðar, hafa vakið heimsathygli. Rússlandsforseti er vel stæltur og þegnar hans eru mikið hrifnir af karlmannlegri ímynd hans. Jafnvel hið virðulega blað Pravda birti stórar myndir af fáklæddum forsetanum með leiðbeiningum um hvernig karlmenn geti fengið vöðvabyggingu eins og hann. Konur eru sagðar hafa klippt myndirnar út og límt þær upp á veggi sína. Erlent 24.8.2007 15:34
Faldi hagnað af sölu hlutabréfa Héraðsdómsstóll í Tókýó í Japan dæmdi í dag sextuga konu í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna skattsvika. Konan varði arfi eftir móður sína til hlutabréfakaupa og græddi jafnvirði rúmra tvö hundruð milljóna íslenskra króna á viðskiptunum. Stóran hluta af hagnaðinum faldi hún fyrir skattayfirvöldum á ýmsum reikningum í nafni skyldmenna sinna. Viðskipti erlent 24.8.2007 14:51
Dýrt að vingsa túttunum Abbi-Louise Maple og Rachel Marchant eru báðar 21. árs gamlar. Á sumrin fara þær oft á baðströndina í West Worthing, í Englandi, þar sem þær eiga heima. Þar voru þær staddar fyrr í sumar þegar þær veittu athygli eftirlitsmyndavél sem notuð er til þess að fylgjast með ströndinni. Flissandi biðu þær eftir að vélin beindist að þeim. Þá lyftu þær upp bolunum og vingsuðu herlegheitum sínum. Svo veltust þær um í sandinum, skríkjandi af hlátri. Erlent 24.8.2007 14:40
BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum. Viðskipti erlent 24.8.2007 14:16
Margar falskar nauðgunarkærur Danska lögreglan hefur af því áhyggjur hvað hún hefur fengið margar falskar nauðgunarkærur í sumar. Síðast í dag játaði fimmtán ára gömul stúlka að hún hefði logið þegar hún sagði að fjórir útlendingar í rauðum fólksbíl hefðu nauðgað sér í Kaupmannahöfn í vikunni. Upplognu kærurnar taka mikinn tíma og mannskap frá lögreglunni. Erlent 24.8.2007 14:10
Hveitiverð í hæstu hæðum Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði. Viðskipti erlent 24.8.2007 12:54
Danska löggan að gefast upp á Kristjaníu Ef lögreglumenn fengju sjálfir að ráða myndu þeir hætta eftirlitsferðum um Kristjaníu, segir formaður Landssambands danskra lögregluþjóna. Þeim finnst þær ekki þjóna neinum tilgangi. Lögregluþjónarnir kenna stjórnmálamönnum um og segja að þeir reyni að halda málinu heitu með því að pissa í buxurnar. Erlent 24.8.2007 11:09
Trúboði namm namm Það hefur verið mjög í tísku undanfarin ár að þjóðir biðjist afsökunar á misgjörðum forfeðra sinna. Síðast baðst menningarmálaráðherra Danmerkur afsökunar á því að danskir víkingar skyldu gera strandhögg á Írlandi fyrir 1200 árum. Ættbálki á Papúa í Nýju Gíneu hefur nú runnið blóðið til skyldunnar og beðist afsökunar á því að hafa borðað fjóra trúboða árið 1878. Erlent 24.8.2007 10:20
Vísitölur lækka lítillega í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:29
Hagnaður Gap eykst milli ára Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:13
Litlar risaeðlur sneggri Litlar risaeðlur voru fótfrárri en þær stærri og gætu stungið strút af. Þetta er niðurstaða breskra vísindamann sem hafa rannsakað spretthraða þessara forsögulegu dýra. Erlent 23.8.2007 18:57
Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Erlent 23.8.2007 18:03
Forstjóri Countrywide segir ástandið slæmt Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, segir fátt benda til bata á bandarískum fasteignamarkaði. Hann segir hins vegar fjárhag lánafyrirtækisins borgið og litlar líkur á að það verði úrskurðað gjaldþrota vegna lausafjárskorts. Viðskipti erlent 23.8.2007 16:25
Skotinn og fangelsaður í Danmörku Maður sem danskir lögregluþjónar skutu eftir að hann hafði sært tvo þeirra með hnífi, hefur verið úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Lögregluþjónarnir höfðu verið sendir til þess að aðstoða við að bera fjölskyldu út úr íbúð í Amager. Húsaleigan hafði ekki verið greidd í marga mánuði. Þegar fulltrúar fógeta komu á vettvang hafði fjölskyldan víggirt sig. Erlent 23.8.2007 15:21
Fleiri konur vildu reyna aftur Næstum helmingi fleiri konur en karlar óska þess að þær hefðu fundið sér annan lífsförunaut, samkvæmt nýrri könnun sem birt hefur verið í Bretlandi. Og það er ekki það eina sem þær iðrast. Konurnar virðast óánægðari en karlmennirnir með næstum alla stóru áfangana í lífi sínu. Innlent 23.8.2007 14:23
Velja flottasta bossa í heimi Danir eru frjálslyndir í besta lagi, en sumum þeirra misbýður þó nýjasta markaðsátak danska undirfatarisans Sloggi. Fyrirtækið ætlar að láta velja fallegasta bossa í heimi á netinu og hvetur stúlkur og drengi til þess að senda myndir af afturendanum á sér, náttúrlega í Sloggi nærbuxum eða þveng. Tugþúsundir unglinga hafa svarað kallinu, enda er sigurvegaranum heitið fyrirsætustarfi. Erlent 23.8.2007 12:40
Hlutabréf hækka á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnir á stöðu mála. Hið opinbera sem og önnur fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gert sitt til að minnka álagið á markaðinn vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs sem hefur valdið niðursveiflu á alþjóðamörkuðum. Viðskipti erlent 23.8.2007 13:31
Tölvuleikir af öllum toga Allt það nýjasta úr heimi tölvuleikja má nú sjá og prufa í Leipzig í Þýskalandi. Árleg ráðstefna um tölvuleiki hófst þar í gær og þangað streyma nú hundruðir þúsunda gesta. Viðskipti innlent 23.8.2007 12:59
Björk ein af sex mikilvægustu konum skemmtanaiðnaðarins Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Erlent 23.8.2007 10:30
GM dregur úr framleiðslu á pallbílum Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur dregið úr framleiðslu á stórum pallbílum og fjórhjóladrifnum jeppum vegna minni eftirspurnar eftir þeim. Framleiðslunni hefur meðal annars verið hætt í nokkrum verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Mexíkó. Viðskipti erlent 23.8.2007 09:34
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í hálfu prósenti. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Hefði ekki komið til hræringa á markaði er líklegt að bankinn hefði hækkað vextina. Viðskipti erlent 23.8.2007 09:18
Evrópski seðlabankinn opnar pyngjur sínar á ný Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hyggist bjóða bönkum samtals 40 milljarða evrur að láni, jafnvirði rúmra 3.500 milljarða íslenskra króna, í sérstöku þriggja mánaða endurfjármögnunarátaki bankanna. Markmiðið er að tryggja eðlilega virkni fjármálamarkaða. Seðlabankar í nokkrum löndum hafa síðustu daga gripið til svipaðra aðgerða til að vinna gegn áhrifum samdráttar á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.8.2007 16:30
Vilja stórar og æsandi geirvörtur Brjóstastækkanir hafa lengi verið gerðar. Raunar eru fáir líkamshlutar eftir sem læknar hafa ekki verið fengnir til þess að krukka í. Til þess að stækka eða fegra. Og nú eru stórar geirvötur að komast í tísku. Lýtalæknirinn Bruce Nadler í New York hefur sérhæft sig í að stækka geirvörtur. Hann segir að konurnar sem í slíkar aðgerðir komi vilji fá "ögrandi" útlit fyrir barm sinn. Erlent 22.8.2007 16:21
Óbreytt landsframleiðsla innan OECD Landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum stofnunarinnar. Þetta er óbreytt niðurstaða frá fjórðungnum á undan. Viðskipti innlent 22.8.2007 15:24