Lög og regla Í fangelsi í Noregi fyrir nauðgun Fjörutíu og tveggja ára Íslendingur var í gær dæmdur í héraðsdómi Oslóar í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur samstarfskonum sínum á norskri ferju, sem þau unnu öll á, með viku millibili í janúar í fyrra. Sex mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Þá er honum gert að greiða konunum samtals um eina milljón íslenskra króna í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 18:59 Fangelsisyfirvöld breyttu ranglega Umboðsmaður Alþingis segir fangelsisyfirvöld ekki hafa brugðist rétt við þegar þau ákváðu að setja fanga á Litla-Hrauni í 78 klukkustunda einangrun. Innlent 13.10.2005 18:59 Lögregla fylgist með Lettum Lögreglan á Selfossi fylgist í dag með ferðum tveggja Letta sem teknir voru til yfirheyrslu í gær þar sem þeir voru í byggingavinnu á Stokkseyri án atvinnuleyfis. Þeir verða hugsanlega ákærðir og dæmdir í dag líkt og sýslumaður gerði við þrjá erlenda verkamenn sem teknir voru án atvinnuleyfa á Suðurlandi fyrir skömmu. Innlent 13.10.2005 18:59 Kynferðisbrotamál á Patreksfirði Lögreglan á Patreksfirði hefur nú til rannsóknar enn eitt kynferðisbrotamálið sem kært var skömmu fyrir páska. Grunur leikur á að maður á þrítugsaldri hafi beitt stúlku á unglingsaldri kynferðisofbeldi. Innlent 13.10.2005 18:59 Harma dóm yfir lögreglumanni Landssamband lögreglumanna harmar niðurstöðu dóms í vikunni þar sem lögreglumaður var sakfelldur fyrir að aka í veg fyrir bifhjól sem veitt hafði verið eftirför en við það slasaðist ökumaður hjólsins. Landssambandið sá sig knúið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið síðustu daga. Innlent 13.10.2005 18:59 Lögreglumaður greiði skaðabætur Lögreglumaður, sem stöðvaði bifhjól með því að aka í veg fyrir það á Ægissíðu síðastliðið vor, var dæmdur til að greiða ökumanni bifhjólsins skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 13.10.2005 18:59 Tveggja ára fangelsisdómur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal líkamsmeiðingar, þjófnað, fíkniefnamisferli og umferðarlagabrot. Innlent 13.10.2005 18:59 Lögreglumaður dæmdur í Héraðsdómi Lögreglumaður var í dag dæmdur til að greiða hátt í hálfa milljón króna í sektir og skaðabætur fyrir að hafa keyrt í veg fyrir ökumann bifhjóls á Ægisíðu í fyrravor. Innlent 13.10.2005 18:59 Lögreglumaður dæmdur Lögreglumaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt og ökumanni bifhjóls 195 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa stefnt lífi hans í hættu í lok maí á síðasta ári. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 18:59 Vísað frá dómi "Þessi niðurstaða sannar það og sýnir að lögbannið var tilefnislaust með öllu og þeir sem óskuðu eftir því í upphafi sem og þeir sem settu það á okkur mega skammast sín," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Innlent 13.10.2005 18:58 Með þrjá Pólverja ólöglega í vinnu Íslendingur, sem var með þrjá Pólverja ólöglega í vinnu, verður ákærður í dag eða á morgun fyrir brot á útlendingalögum. Málið hófst með því að Selfosslögreglan stöðvaði bíl vegna hraðaksturs og var einn Pólverjanna í honum sem leiddi til þess að hinir tveir fundust. Innlent 13.10.2005 18:58 Milliríkjadeilur í miðborginni Utanríkisráðuneytið hefur þurft að hafa milligöngu vegna deilna milli borgaryfirvalda og rússneska sendiráðsins vegna 400 fermetra sprengjuhelds húss sem rússneski sendiherrann er að láta reisa í bakgarðinum á sendiráðinu í Garðastræti. Svæðið er rússneskt yfirráðasvæði. Innlent 13.10.2005 18:58 Átján félög BHM sátt við kjörin Átján af 24 félögum Bandalags háskólamanna hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við ríkið. Innlent 13.10.2005 18:58 Braut lög um skjaldarmerkið "Strangt til tekið er þarna um brot á lögum um skjaldarmerkið að ræða og ráðuneytisstjóri hefði að mínu mati átt að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu," segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Innlent 13.10.2005 18:58 Tjáir sig ekki um flutning fanga Fangelsismálastofnun vill ekkert gefa upp um ástæður þess að kona á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var flutt á einangrunardeild á Litla-Hrauni. Innlent 13.10.2005 18:58 Sýslumaður krafinn skýringa Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Innlent 13.10.2005 18:58 Ofurölvi undir stýri Áfengismagn í blóði manns, sem tekinn var úr umferð á Akranesi í fyrrinótt, reyndist margfalt yfir því hámarki sem miðað er við þegar menn eru sviptir ökuréttindum vegna ölvunaraksturs og líklega eitthvert það mesta sem mælst hefur. Samkvæmt viðurkenndum áfengismæli var áfengismagn í blóði ökumannsins 3,25 en má ekki fara yfir 0,5 til þess að ökumenn séu sviptir réttindum. Innlent 13.10.2005 18:58 Vitorðsmenn ekki fundnir Ekki hefur enn tekist að finna hugsanlega vitorðsmenn bandarískrar konu á sjötugsaldri sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald til 1. apríl eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu um 800 grömm af kókaíni sem falin voru í hárkollu á höfði hennar. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er málið enn í rannsókn og enginn hér á landi hefur verið handtekinn vegna þess. Innlent 13.10.2005 18:58 Gæti farið í fangelsi fyrir ummæli Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Innlent 13.10.2005 18:58 Nokkrar tilkynningar um innbrot Lögreglunni í Reykjavík hefur verið tilkynnt um fjögur innbrot í dag. Hún segir að trúlega hafi innbrotin verið framin um helgina þótt tilkynningar um þau berist í dag. Að sögn lögreglunnar var brotist inn í bíla, íbúðarhús og fyrirtæki. Innlent 13.10.2005 18:58 Harður árekstur nærri lögreglustöð Harður árekstur varð á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs um klukkan hálftvö í dag. Þar rákust saman fólksbíll og jepplingur og skemmdust þeir það mikið að draga þurfti báða af slysstað. Annar ökumanna kenndi eymsla að sögn lögreglu og voru bráðaliðar því kallaðir á vettvang. Eins og sést á myndinni varð slysið alveg við lögreglustöðina á Hverfisgötu og því þurfti ekki að kalla lögreglu langt að. Innlent 13.10.2005 18:58 Eldur í atvinnuhúsnæði í Kópavogi Gríðarlegur hiti mætti reykköfurum slökkviliðsins þegar þeir héldu inn í atvinnuhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi um hálffjögurleytið í nótt þar sem eldur logaði innst í húsnæðinu. Þá urðu sprengingar þegar málningarílát og lítill gaskútur sprungu en engan slökkviliðsmann sakaði og tókst þeim að slökkva eldinn þegar þeir komust loks að honum. Innlent 13.10.2005 18:58 Eldsupptök í Kópavogi enn óljós Enn er óljóst um eldsupptök þegar mikill eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Skemmuveg í Kópavogi í nótt og slökkviliðsmenn þurftu að leggja sig í hættu við að ráða niðurlögum hans. Innlent 13.10.2005 18:58 Tölvum stolið úr grunnskóla Þjófur eða þjófar stálu sex nýjum fartölvum úr grunnskólanum á Patreksfirði um páskahelgina og varð þess vart í gær þegar skólastjórinn átti leið í skólann. Þjófarnir brutust inn um glugga og brutu síðan upp skáp þar sem tölvurnar voru í hleðslu og höfðu þær á brott með sér. Innlent 13.10.2005 18:58 Kastaði grjóti í leigubíl Ungur maður kastaði grjóti í leigubíl sem var á ferð á Garðvegi á Reykjanesi rétt upp úr klukkan sex í morgun. Maðurinn var á göngu í vegkantinum og virðist hafa kastað grjótinu í bílinn í þann mund sem hann ók fram hjá honum. Steinninn skemmdi lakk bílsins töluvert og rannsakar lögreglan í Keflavík málið. Innlent 13.10.2005 18:58 Umferð mikil en gekk að mestu vel Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Innlent 13.10.2005 18:58 Gripnir við innbrot í skóla Tveir sextán og sautján ára piltar voru staðnir að verki við innbrot í verkmenntahús Fjölbrautaskólans á Selfossi í fyrrinótt. Glöggir lögreglumenn urðu varir við opnar dyr á húsinu og þegar inn var komið sáu þeir piltana vinna að því að skrúfa niður skjávarpa. Piltarnir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður. Innlent 13.10.2005 18:58 Grunur um íkveikju í Árbæ "Ég var að fara niður að þvo en kem þá að þvottinum í ljósum logum," sagði Vigdís Hulda Vignisdóttir, íbúi í fjölbýlishúsi í Rofabæ þar sem eldur varð laus í sameiginlegu þvottahúsi í kjallaranum. </font /> Innlent 13.10.2005 18:58 Líðan manns eftir atvikum góð Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega við Gufuskála í fyrradag er eftir atvikum góð og er maðurinn ekki í lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík. Sex voru á hjólinu, hin slösuðust ekki alvarlega. Innlent 13.10.2005 18:58 Þyrla sótti flogsjúkling Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með slasaðan mann frá Rifi síðdegis í gær á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan flutti sjúkrabíll manninn svo áfram á Landspítala - háskólasjúkrahús. Að sögn lögreglu á Ólafsvík fékk maðurinn flogakast við söluskálann á Rifi og datt þá og hlaut áverka á höfði. </font /> Innlent 13.10.2005 18:58 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 120 ›
Í fangelsi í Noregi fyrir nauðgun Fjörutíu og tveggja ára Íslendingur var í gær dæmdur í héraðsdómi Oslóar í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur samstarfskonum sínum á norskri ferju, sem þau unnu öll á, með viku millibili í janúar í fyrra. Sex mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Þá er honum gert að greiða konunum samtals um eina milljón íslenskra króna í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 18:59
Fangelsisyfirvöld breyttu ranglega Umboðsmaður Alþingis segir fangelsisyfirvöld ekki hafa brugðist rétt við þegar þau ákváðu að setja fanga á Litla-Hrauni í 78 klukkustunda einangrun. Innlent 13.10.2005 18:59
Lögregla fylgist með Lettum Lögreglan á Selfossi fylgist í dag með ferðum tveggja Letta sem teknir voru til yfirheyrslu í gær þar sem þeir voru í byggingavinnu á Stokkseyri án atvinnuleyfis. Þeir verða hugsanlega ákærðir og dæmdir í dag líkt og sýslumaður gerði við þrjá erlenda verkamenn sem teknir voru án atvinnuleyfa á Suðurlandi fyrir skömmu. Innlent 13.10.2005 18:59
Kynferðisbrotamál á Patreksfirði Lögreglan á Patreksfirði hefur nú til rannsóknar enn eitt kynferðisbrotamálið sem kært var skömmu fyrir páska. Grunur leikur á að maður á þrítugsaldri hafi beitt stúlku á unglingsaldri kynferðisofbeldi. Innlent 13.10.2005 18:59
Harma dóm yfir lögreglumanni Landssamband lögreglumanna harmar niðurstöðu dóms í vikunni þar sem lögreglumaður var sakfelldur fyrir að aka í veg fyrir bifhjól sem veitt hafði verið eftirför en við það slasaðist ökumaður hjólsins. Landssambandið sá sig knúið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið síðustu daga. Innlent 13.10.2005 18:59
Lögreglumaður greiði skaðabætur Lögreglumaður, sem stöðvaði bifhjól með því að aka í veg fyrir það á Ægissíðu síðastliðið vor, var dæmdur til að greiða ökumanni bifhjólsins skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 13.10.2005 18:59
Tveggja ára fangelsisdómur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal líkamsmeiðingar, þjófnað, fíkniefnamisferli og umferðarlagabrot. Innlent 13.10.2005 18:59
Lögreglumaður dæmdur í Héraðsdómi Lögreglumaður var í dag dæmdur til að greiða hátt í hálfa milljón króna í sektir og skaðabætur fyrir að hafa keyrt í veg fyrir ökumann bifhjóls á Ægisíðu í fyrravor. Innlent 13.10.2005 18:59
Lögreglumaður dæmdur Lögreglumaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt og ökumanni bifhjóls 195 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa stefnt lífi hans í hættu í lok maí á síðasta ári. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 18:59
Vísað frá dómi "Þessi niðurstaða sannar það og sýnir að lögbannið var tilefnislaust með öllu og þeir sem óskuðu eftir því í upphafi sem og þeir sem settu það á okkur mega skammast sín," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Innlent 13.10.2005 18:58
Með þrjá Pólverja ólöglega í vinnu Íslendingur, sem var með þrjá Pólverja ólöglega í vinnu, verður ákærður í dag eða á morgun fyrir brot á útlendingalögum. Málið hófst með því að Selfosslögreglan stöðvaði bíl vegna hraðaksturs og var einn Pólverjanna í honum sem leiddi til þess að hinir tveir fundust. Innlent 13.10.2005 18:58
Milliríkjadeilur í miðborginni Utanríkisráðuneytið hefur þurft að hafa milligöngu vegna deilna milli borgaryfirvalda og rússneska sendiráðsins vegna 400 fermetra sprengjuhelds húss sem rússneski sendiherrann er að láta reisa í bakgarðinum á sendiráðinu í Garðastræti. Svæðið er rússneskt yfirráðasvæði. Innlent 13.10.2005 18:58
Átján félög BHM sátt við kjörin Átján af 24 félögum Bandalags háskólamanna hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við ríkið. Innlent 13.10.2005 18:58
Braut lög um skjaldarmerkið "Strangt til tekið er þarna um brot á lögum um skjaldarmerkið að ræða og ráðuneytisstjóri hefði að mínu mati átt að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu," segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Innlent 13.10.2005 18:58
Tjáir sig ekki um flutning fanga Fangelsismálastofnun vill ekkert gefa upp um ástæður þess að kona á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var flutt á einangrunardeild á Litla-Hrauni. Innlent 13.10.2005 18:58
Sýslumaður krafinn skýringa Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Innlent 13.10.2005 18:58
Ofurölvi undir stýri Áfengismagn í blóði manns, sem tekinn var úr umferð á Akranesi í fyrrinótt, reyndist margfalt yfir því hámarki sem miðað er við þegar menn eru sviptir ökuréttindum vegna ölvunaraksturs og líklega eitthvert það mesta sem mælst hefur. Samkvæmt viðurkenndum áfengismæli var áfengismagn í blóði ökumannsins 3,25 en má ekki fara yfir 0,5 til þess að ökumenn séu sviptir réttindum. Innlent 13.10.2005 18:58
Vitorðsmenn ekki fundnir Ekki hefur enn tekist að finna hugsanlega vitorðsmenn bandarískrar konu á sjötugsaldri sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald til 1. apríl eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu um 800 grömm af kókaíni sem falin voru í hárkollu á höfði hennar. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er málið enn í rannsókn og enginn hér á landi hefur verið handtekinn vegna þess. Innlent 13.10.2005 18:58
Gæti farið í fangelsi fyrir ummæli Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Innlent 13.10.2005 18:58
Nokkrar tilkynningar um innbrot Lögreglunni í Reykjavík hefur verið tilkynnt um fjögur innbrot í dag. Hún segir að trúlega hafi innbrotin verið framin um helgina þótt tilkynningar um þau berist í dag. Að sögn lögreglunnar var brotist inn í bíla, íbúðarhús og fyrirtæki. Innlent 13.10.2005 18:58
Harður árekstur nærri lögreglustöð Harður árekstur varð á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs um klukkan hálftvö í dag. Þar rákust saman fólksbíll og jepplingur og skemmdust þeir það mikið að draga þurfti báða af slysstað. Annar ökumanna kenndi eymsla að sögn lögreglu og voru bráðaliðar því kallaðir á vettvang. Eins og sést á myndinni varð slysið alveg við lögreglustöðina á Hverfisgötu og því þurfti ekki að kalla lögreglu langt að. Innlent 13.10.2005 18:58
Eldur í atvinnuhúsnæði í Kópavogi Gríðarlegur hiti mætti reykköfurum slökkviliðsins þegar þeir héldu inn í atvinnuhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi um hálffjögurleytið í nótt þar sem eldur logaði innst í húsnæðinu. Þá urðu sprengingar þegar málningarílát og lítill gaskútur sprungu en engan slökkviliðsmann sakaði og tókst þeim að slökkva eldinn þegar þeir komust loks að honum. Innlent 13.10.2005 18:58
Eldsupptök í Kópavogi enn óljós Enn er óljóst um eldsupptök þegar mikill eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Skemmuveg í Kópavogi í nótt og slökkviliðsmenn þurftu að leggja sig í hættu við að ráða niðurlögum hans. Innlent 13.10.2005 18:58
Tölvum stolið úr grunnskóla Þjófur eða þjófar stálu sex nýjum fartölvum úr grunnskólanum á Patreksfirði um páskahelgina og varð þess vart í gær þegar skólastjórinn átti leið í skólann. Þjófarnir brutust inn um glugga og brutu síðan upp skáp þar sem tölvurnar voru í hleðslu og höfðu þær á brott með sér. Innlent 13.10.2005 18:58
Kastaði grjóti í leigubíl Ungur maður kastaði grjóti í leigubíl sem var á ferð á Garðvegi á Reykjanesi rétt upp úr klukkan sex í morgun. Maðurinn var á göngu í vegkantinum og virðist hafa kastað grjótinu í bílinn í þann mund sem hann ók fram hjá honum. Steinninn skemmdi lakk bílsins töluvert og rannsakar lögreglan í Keflavík málið. Innlent 13.10.2005 18:58
Umferð mikil en gekk að mestu vel Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Innlent 13.10.2005 18:58
Gripnir við innbrot í skóla Tveir sextán og sautján ára piltar voru staðnir að verki við innbrot í verkmenntahús Fjölbrautaskólans á Selfossi í fyrrinótt. Glöggir lögreglumenn urðu varir við opnar dyr á húsinu og þegar inn var komið sáu þeir piltana vinna að því að skrúfa niður skjávarpa. Piltarnir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður. Innlent 13.10.2005 18:58
Grunur um íkveikju í Árbæ "Ég var að fara niður að þvo en kem þá að þvottinum í ljósum logum," sagði Vigdís Hulda Vignisdóttir, íbúi í fjölbýlishúsi í Rofabæ þar sem eldur varð laus í sameiginlegu þvottahúsi í kjallaranum. </font /> Innlent 13.10.2005 18:58
Líðan manns eftir atvikum góð Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega við Gufuskála í fyrradag er eftir atvikum góð og er maðurinn ekki í lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík. Sex voru á hjólinu, hin slösuðust ekki alvarlega. Innlent 13.10.2005 18:58
Þyrla sótti flogsjúkling Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með slasaðan mann frá Rifi síðdegis í gær á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan flutti sjúkrabíll manninn svo áfram á Landspítala - háskólasjúkrahús. Að sögn lögreglu á Ólafsvík fékk maðurinn flogakast við söluskálann á Rifi og datt þá og hlaut áverka á höfði. </font /> Innlent 13.10.2005 18:58