Sýslumaður krafinn skýringa 29. mars 2005 00:01 Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira