Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verulega hefur dregið úr gosvirkni við Grindavík og hraun streymir aðeins úr einum gíg í sprungunni fjær bænum. Mikil gliðnun hefur þó orðið í Grindavík, nýjar sprungur hafa myndast og aðrar stækkað.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í opinni dag­skrá

Hraun frá gosi við Grindavík er komið inn í bæinn og standa tvö hús í ljósum logum. Víðir Reynisson, aðstoðarlögregluþjónn, segir verstu sviðsmyndina hafa raungerst en enn er möguleiki á að nýjar sprungur opnist inni í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkislögreglustjóri hefur fyrirskipað brottflutning allra úr Grindavík á grundvelli nýs áhættumats á svæðinu. Bannað verður að dvelja og starfa í bænum í þrjár vikur frá og með mánudeginum. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við Víði Reynisson í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn sem hæst, næstum tveimur og hálfum sólarhring eftir að slysið varð. Við förum yfir stöðuna á leitinni í beinni útsendingu frá vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík heldur áfram við erfiðar aðstæður. Við ræðum bæði við aðgerðastjóra á slysstað og bæjarstjóra Grindavíkur í fréttatímanum og förum auk þess yfir stöðuna í beinni útsendingu frá vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag. Aðstæður á vettvangi eru afar hættulegar fyrir björgunarfólk; sprungan er mjög djúp og jarðvegur ótryggur. 

Fréttir
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með óbragð í munni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Matvælaráðherra telur ekki tilefni til að segja af sér þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar hafi verið í andstöðu við lög. Hún taki álitið alvarlega en er á því að endurskoða þurfi hvalveiðar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo hún náist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Unnið verður allan sólarhringinn við varnargarða við Grindavík en undirbúningur framkvæmdarinnar hófst í dag. Líkur á gosi gætu verið að aukast þar sem dregið hefur úr landrisi við Svartsengi en það gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti það í áramótaávarpi sínu í dag að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu fyrir forsetakosningar í sumar. Margir landsmenn segjast munu sakna Guðna en aðrir segja ákvörðunina engu skipta.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Stöðvar 2

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti víða á höfuðborgarsvæðinu í ár. Þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir svekkjandi að geta ekki kvatt gamla árið með brennu. Við ræðum við íbúa Kópavogs og Hafnarfjarðar í hádegisfréttum á Stöð 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir nýjar niðurstöður könnunar Maskínu sem sýna að utanríkisráðherra er sá ráðherra sem flestir telja hafa staðið sig verst á kjörtímabilinu. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag uppbyggingu varnargarða fyrir norðan Grindavík, til að verja bæinn fyrir mögulegu hraunflæði. Í kvöldfréttunum skoðum við fyrirhugaða staðsetningu garðanna og ræðum við bæjarstjóra Grindavíkur, sem segir íbúa þakkláta.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við innviðaráðherra, sem telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ. Framkvæmdin sé vissulega dýr en garðarnir komi til með að verja mun meiri verðmæti.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á svipuðum hraða og fyrir eldgosið 18. desember. Líkur á eldgosi aukast með degi hverjum. Íbúar í Grindavík eru margir ósáttir við lítinn viðbúnað og telja að meira væri hægt að gera til að skrásetja innkomur í bæinn eftir að fregnir bárust af þjófnaði.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við förum yfir færðina í fréttatímanum nú þegar margir snúa heim eftir jólahald síðustu daga. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða ökumenn vegna ófærðar í dag. Akstursskilyrði eru slæm og gul viðvörun í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Stöðvar 2

Óvissustig vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi og Vestfjörðum. Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður í bænum. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar mega vera heima yfir jólin þrátt fyrir að enn sé talin töluverð hætta. Björgunarsveitir verða ekki í bænum og fólk sem ákveður að dvelja þar verður á eigin ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Áfram dregur úr krafti eldgossins í Sundhnúkagígum. Afar skammur tími leið frá fyrstu merkjum um gos og þar til gosið sjálft hófst. Almannavarnir segja Grindvíkinga ekki fá að gista heima í það minnsta fyrr en gosinu lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dregið hefur úr krafti eldgossins norðan við Grindavík sem þó er mun stærra en síðustu gos á Reykjanesi. Sprungan sem var um fjögurra kílómetra löng er orðin að nokkrum gosopum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verkfall flugumferðarstjóra hefst í nótt. Forstjóri Icelandair segir hættu á að fólk komist ekki heim fyrir jól leysist deilan ekki fljótlega. Við fjöllum um málið í fréttatímanum.

Innlent