Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2025 16:24 Utanríkisráðherra ítrekar að íþróttamönnum sé frjálst að taka eigin ákvarðanir um þátttöku í keppnum, en þykir ákvörðun Hafþórs vera vonbrigði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með. Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með.
Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira