Innlent Útfærslan á kjöttollinum er enn óljós Óljóst er hvernig útfærslan á niðurfellingu tolla á kjötvörum verður. Hún þarf að skýrast fyrir áramót ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð eiga að taka gildi 1. mars 2007, segir Erna Bjarnadóttir hjá Bændasamtökunum. Innlent 15.11.2006 22:22 Góð reynsla af einkarekinni öryggisleit Reynslutími einkarekinnar öryggisleitar í Leifsstöð er senn á enda. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa gert úttekt á gæðum hennar og reynslan er góð, segir yfirmaður öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Innlent 15.11.2006 22:22 Gagnrýnir dómstóla fyrir skort á reynslu og þekkingu Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir dómstóla ekki í stakk búna til þess að taka á stórum málum. Ámælisvert að dómstólar fái aðdróttanir frá lögreglu, segir varaformaður dómstólaráðs. Innlent 15.11.2006 22:22 Börn allt niður í níu ára í sjálfsvígshættu Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var níu ára. Yngsta barnið sem komið hefur af sömu sökum á þessu ári er tíu ára. Helstu ástæður slíkrar líðanar eru þunglyndi og kvíði. Innlent 15.11.2006 22:22 Þingmenn segja Björgvin ljúga Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Innlent 15.11.2006 22:21 Bótaskyldan er enn óljós Pólverji féll af uppslætti eða plötu við húsbyggingu í Borgartúni í júní og slasaðist alvarlega. Hann er nú í endurhæfingu. Verið er að rannsaka tildrög slyssins og kanna hugsanlega bótaskyldu en enn er allt óljóst um hana. Innlent 15.11.2006 22:21 120 hafa slasast í umferðinni Alvarlegum slysum hefur fjölgað um 43,6 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs urðu 102 alvarleg slys þar sem 120 manns slösuðust. Innlent 15.11.2006 22:21 Stefna í nítján hæðir Skuggahverfi hf. hefur enn ekki fengið endanlegt samþykki byggingarfulltrúa fyrir nýjum háhýsaklasa ofan við Skúlagötu. Reisa á sex blokkir ofan á sameiginlegum bílkjallara fyrir 169 íbúðir. Hæsta blokkin verður nítján hæða, eða jafnhá hæstu blokkinni á Höfðatorgsreitnum sem íbúar þar í Innlent 15.11.2006 22:21 Von er á skýrslu um jarðgöng Unnið er að greinargerð um hagkvæmustu legu jarðganga frá Sæbraut að Gufunesi og væntir samgönguráðherra niðurstaðna á næstu vikum. Innlent 15.11.2006 22:21 Neitar að tjá sig um málið Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaðamanns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á“. Innlent 15.11.2006 22:21 Lögin nái einnig til prófkjara Nefnd sem fjallaði um lagaumhverfi stjórnmálaflokkanna hefur lokið við drög að frumvarpi um fjármál flokkanna. Ná þau ekki einvörðungu til fjármála stjórnmálaflokka heldur til flestra þátta er snerta stjórnmál, til dæmis til prófkjara. Innlent 15.11.2006 22:22 Þrjátíu sækjast eftir sæti hjá VG Þrjátíu gefa kost á sér í sæti á listum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Frestur til þátttöku rann út um síðustu helgi. Innlent 15.11.2006 22:21 Vilja vernda aldargömul hús gegn niðurrifi Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, er andvígur því að tvö 108 og 98 ára gömul hús við Laugaveg verði rifin til að rýma fyrir nýjum byggingum. Innlent 15.11.2006 22:21 Opna skrifstofu í Reykjavík Norska ál- og orkufyrirtækið Norsk Hydro hyggst opna Norður-Atlantshafsskrifstofu í Reykjavík á næstunni. Fyrirtækið hefur áform um frekari starfsemi hér á landi í tengslum við opnun skrifstofunnar. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, og nokkrir af æðstu yfirmönnum álbræðslu- og súrálsmála fyrirtækisins funda með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra í dag. Innlent 15.11.2006 22:21 Þrettán ára piltar játa íkveikjur Tveir þrettán ára piltar hafa játað að hafa kveikt í á tveimur stöðum á Akranesi í júní á þessu ári. Annars vegar kveiktu þeir í brettastæðum við Sementsverksmiðju bæjarins og hins vegar í tjörhreinsitanki við birgðastöð Olís. Innlent 15.11.2006 22:21 Nítján milljónum veitt til eldis sjávardýra Heildarúthlutun AVS styrktarsjóðs í sjávarútvegi nemur 640 milljónum frá því sjóðurinn tók til starfa árið 2003 og alls hafa 210 styrkir verið afgreiddir. AVS rannsóknarsjóður veitir styrki til rannsóknaverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs og eru styrkir veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Innlent 15.11.2006 22:22 Saltfélagið stofnar verslun Á morgun, föstudag, verður opnuð ný verslun í gamla Alliance-húsinu að Grandagarði 2. Það er Saltfélagið sem stendur að baki versluninni en Saltfélagið samanstendur af Pennanum, Lumex, Te og kaffi og Eymundsson. Innlent 15.11.2006 22:21 Undirbúningur á fullu skriði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vísar á bug fullyrðingum borgarstjóra um að seinagangur í ráðuneytinu tefji byggingu nýrra hjúkrunarheimila í borginni. „Hér er unnið af fullum krafti. Verkið er komið á þann góða rekspöl að við erum að ganga frá útboðsteikningum og kanna möguleika á útboði á jarðvinnu um áramótin,“ segir hún. Innlent 15.11.2006 22:22 Tíu hjúkrunarrýmum bætt við Áætlað er að byggja tíu ný hjúkrunarrými á Ísafirði á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í bréfi frá Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi Ísafjarðarbæjar í gær. Innlent 15.11.2006 22:21 Gagnrýnir dómstólana Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir dómstóla hér á landi ekki í stakk búna til þess að taka á stórum og flóknum málum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp.“ Innlent 15.11.2006 22:21 Rektor kærður til siðanefndar skólans Rektor Háskólans á Bifröst boðaði til fundar í gær vegna kæru til siðanefndar á hendur honum. Hann er ásakaður um óeðlileg samskipti við nemendur og alvarleg embættisafglöp. Trúnaðargögn send sem viðhengi með fundarboðinu. Innlent 15.11.2006 22:22 Fyllti á án þess að greiða Tvítug kona var á þriðjudag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir gripdeild vegna síendurtekins bensínstuldar í júlí á þessu ári. Konan gerði sér sex sinnum ferð á tvær mismunandi bensínstöðvar Olís á áðurnefndu tímabili og dældi eldsneyti á bifreið sína án þess að greiða fyrir það. Innlent 15.11.2006 22:21 Svaraði ekki spurningunni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra svaraði ekki efnislega fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, Framsóknarflokki, um hleranir á símum alþingismanna í fyrirspurnartíma í þinginu í gær. Innlent 15.11.2006 22:22 Fimleikahúsið stækkað á kjörtímabilinu „Við erum búin að ná því fram sem við vildum," segir Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður íþróttafélagsins Gróttu. Innlent 15.11.2006 22:22 Undrast metnaðarleysi ráðherra Ekki er gert ráð fyrir lengingu flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli í núgildandi samgönguáætlun og því tómt mál að tala um að ráðast nú þegar í verkefnið. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra svaraði þessu aðspurður á Alþingi í gær. Innlent 15.11.2006 22:21 Kosta 50 milljónir króna á ári Í ráði er að dreifa dagskrá útvarps og sjónvarps Ríkisútvarpsins um gervitungl. Nemur árlegur kostnaður við útsendingarnar um 50 milljónum króna og hefur Alþingi samþykkt að verja 150 milljónum af Símapeningunum til að standa straum af kostnaðinum næstu þrjú árin. Innlent 15.11.2006 22:21 Fjórðungslækkun á eldsneyti Þotueldsneyti hefur lækkað í verði um 25 prósent síðan í september að því er fram kemur á heimasíðu FÍB. Innlent 15.11.2006 22:21 Deiliskipulagið á lokaspretti Tillaga um deiliskipulag Lýsislóðarinnar í vesturbæ Reykjavíkur kemur fljótlega til auglýsingar. Verði tillagan samþykkt í skipulagsráði og borgarráði verður hún auglýst. Margrét Þormar, hverfisarkitekt hjá borginni, segir að deiliskipulagið verði samþykkt í fyrsta lagi í lok janúar. Innlent 15.11.2006 22:21 Áramótaskaup truflar Alþingi Þingfundur truflaðist og lét þingvörður sussa á Reyni Lyngdal leikstjóra og hans fólk úti á Austurvelli á þriðjudagskvöldið. Upptökur stóðu yfir á áramótaskaupinu og hafði hópurinn fengið leyfi lögreglunnar til starfans. Innlent 15.11.2006 22:21 17 ára tekinn á ofsahraða Lögreglan í Kópa-vogi stöðvaði á þriðjudagskvöld ökumann eftir að bifreið sem hann ók mældist á 161 kílómetra hraða á Reykjanesbraut til móts við Smáralind. Hámarkshraði á þessum slóðum er 70. Innlent 15.11.2006 22:21 « ‹ 153 154 155 156 157 158 159 160 161 … 334 ›
Útfærslan á kjöttollinum er enn óljós Óljóst er hvernig útfærslan á niðurfellingu tolla á kjötvörum verður. Hún þarf að skýrast fyrir áramót ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð eiga að taka gildi 1. mars 2007, segir Erna Bjarnadóttir hjá Bændasamtökunum. Innlent 15.11.2006 22:22
Góð reynsla af einkarekinni öryggisleit Reynslutími einkarekinnar öryggisleitar í Leifsstöð er senn á enda. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa gert úttekt á gæðum hennar og reynslan er góð, segir yfirmaður öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Innlent 15.11.2006 22:22
Gagnrýnir dómstóla fyrir skort á reynslu og þekkingu Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir dómstóla ekki í stakk búna til þess að taka á stórum málum. Ámælisvert að dómstólar fái aðdróttanir frá lögreglu, segir varaformaður dómstólaráðs. Innlent 15.11.2006 22:22
Börn allt niður í níu ára í sjálfsvígshættu Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var níu ára. Yngsta barnið sem komið hefur af sömu sökum á þessu ári er tíu ára. Helstu ástæður slíkrar líðanar eru þunglyndi og kvíði. Innlent 15.11.2006 22:22
Þingmenn segja Björgvin ljúga Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Innlent 15.11.2006 22:21
Bótaskyldan er enn óljós Pólverji féll af uppslætti eða plötu við húsbyggingu í Borgartúni í júní og slasaðist alvarlega. Hann er nú í endurhæfingu. Verið er að rannsaka tildrög slyssins og kanna hugsanlega bótaskyldu en enn er allt óljóst um hana. Innlent 15.11.2006 22:21
120 hafa slasast í umferðinni Alvarlegum slysum hefur fjölgað um 43,6 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs urðu 102 alvarleg slys þar sem 120 manns slösuðust. Innlent 15.11.2006 22:21
Stefna í nítján hæðir Skuggahverfi hf. hefur enn ekki fengið endanlegt samþykki byggingarfulltrúa fyrir nýjum háhýsaklasa ofan við Skúlagötu. Reisa á sex blokkir ofan á sameiginlegum bílkjallara fyrir 169 íbúðir. Hæsta blokkin verður nítján hæða, eða jafnhá hæstu blokkinni á Höfðatorgsreitnum sem íbúar þar í Innlent 15.11.2006 22:21
Von er á skýrslu um jarðgöng Unnið er að greinargerð um hagkvæmustu legu jarðganga frá Sæbraut að Gufunesi og væntir samgönguráðherra niðurstaðna á næstu vikum. Innlent 15.11.2006 22:21
Neitar að tjá sig um málið Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaðamanns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á“. Innlent 15.11.2006 22:21
Lögin nái einnig til prófkjara Nefnd sem fjallaði um lagaumhverfi stjórnmálaflokkanna hefur lokið við drög að frumvarpi um fjármál flokkanna. Ná þau ekki einvörðungu til fjármála stjórnmálaflokka heldur til flestra þátta er snerta stjórnmál, til dæmis til prófkjara. Innlent 15.11.2006 22:22
Þrjátíu sækjast eftir sæti hjá VG Þrjátíu gefa kost á sér í sæti á listum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Frestur til þátttöku rann út um síðustu helgi. Innlent 15.11.2006 22:21
Vilja vernda aldargömul hús gegn niðurrifi Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, er andvígur því að tvö 108 og 98 ára gömul hús við Laugaveg verði rifin til að rýma fyrir nýjum byggingum. Innlent 15.11.2006 22:21
Opna skrifstofu í Reykjavík Norska ál- og orkufyrirtækið Norsk Hydro hyggst opna Norður-Atlantshafsskrifstofu í Reykjavík á næstunni. Fyrirtækið hefur áform um frekari starfsemi hér á landi í tengslum við opnun skrifstofunnar. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, og nokkrir af æðstu yfirmönnum álbræðslu- og súrálsmála fyrirtækisins funda með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra í dag. Innlent 15.11.2006 22:21
Þrettán ára piltar játa íkveikjur Tveir þrettán ára piltar hafa játað að hafa kveikt í á tveimur stöðum á Akranesi í júní á þessu ári. Annars vegar kveiktu þeir í brettastæðum við Sementsverksmiðju bæjarins og hins vegar í tjörhreinsitanki við birgðastöð Olís. Innlent 15.11.2006 22:21
Nítján milljónum veitt til eldis sjávardýra Heildarúthlutun AVS styrktarsjóðs í sjávarútvegi nemur 640 milljónum frá því sjóðurinn tók til starfa árið 2003 og alls hafa 210 styrkir verið afgreiddir. AVS rannsóknarsjóður veitir styrki til rannsóknaverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs og eru styrkir veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Innlent 15.11.2006 22:22
Saltfélagið stofnar verslun Á morgun, föstudag, verður opnuð ný verslun í gamla Alliance-húsinu að Grandagarði 2. Það er Saltfélagið sem stendur að baki versluninni en Saltfélagið samanstendur af Pennanum, Lumex, Te og kaffi og Eymundsson. Innlent 15.11.2006 22:21
Undirbúningur á fullu skriði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vísar á bug fullyrðingum borgarstjóra um að seinagangur í ráðuneytinu tefji byggingu nýrra hjúkrunarheimila í borginni. „Hér er unnið af fullum krafti. Verkið er komið á þann góða rekspöl að við erum að ganga frá útboðsteikningum og kanna möguleika á útboði á jarðvinnu um áramótin,“ segir hún. Innlent 15.11.2006 22:22
Tíu hjúkrunarrýmum bætt við Áætlað er að byggja tíu ný hjúkrunarrými á Ísafirði á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í bréfi frá Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi Ísafjarðarbæjar í gær. Innlent 15.11.2006 22:21
Gagnrýnir dómstólana Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir dómstóla hér á landi ekki í stakk búna til þess að taka á stórum og flóknum málum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp.“ Innlent 15.11.2006 22:21
Rektor kærður til siðanefndar skólans Rektor Háskólans á Bifröst boðaði til fundar í gær vegna kæru til siðanefndar á hendur honum. Hann er ásakaður um óeðlileg samskipti við nemendur og alvarleg embættisafglöp. Trúnaðargögn send sem viðhengi með fundarboðinu. Innlent 15.11.2006 22:22
Fyllti á án þess að greiða Tvítug kona var á þriðjudag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir gripdeild vegna síendurtekins bensínstuldar í júlí á þessu ári. Konan gerði sér sex sinnum ferð á tvær mismunandi bensínstöðvar Olís á áðurnefndu tímabili og dældi eldsneyti á bifreið sína án þess að greiða fyrir það. Innlent 15.11.2006 22:21
Svaraði ekki spurningunni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra svaraði ekki efnislega fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, Framsóknarflokki, um hleranir á símum alþingismanna í fyrirspurnartíma í þinginu í gær. Innlent 15.11.2006 22:22
Fimleikahúsið stækkað á kjörtímabilinu „Við erum búin að ná því fram sem við vildum," segir Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður íþróttafélagsins Gróttu. Innlent 15.11.2006 22:22
Undrast metnaðarleysi ráðherra Ekki er gert ráð fyrir lengingu flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli í núgildandi samgönguáætlun og því tómt mál að tala um að ráðast nú þegar í verkefnið. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra svaraði þessu aðspurður á Alþingi í gær. Innlent 15.11.2006 22:21
Kosta 50 milljónir króna á ári Í ráði er að dreifa dagskrá útvarps og sjónvarps Ríkisútvarpsins um gervitungl. Nemur árlegur kostnaður við útsendingarnar um 50 milljónum króna og hefur Alþingi samþykkt að verja 150 milljónum af Símapeningunum til að standa straum af kostnaðinum næstu þrjú árin. Innlent 15.11.2006 22:21
Fjórðungslækkun á eldsneyti Þotueldsneyti hefur lækkað í verði um 25 prósent síðan í september að því er fram kemur á heimasíðu FÍB. Innlent 15.11.2006 22:21
Deiliskipulagið á lokaspretti Tillaga um deiliskipulag Lýsislóðarinnar í vesturbæ Reykjavíkur kemur fljótlega til auglýsingar. Verði tillagan samþykkt í skipulagsráði og borgarráði verður hún auglýst. Margrét Þormar, hverfisarkitekt hjá borginni, segir að deiliskipulagið verði samþykkt í fyrsta lagi í lok janúar. Innlent 15.11.2006 22:21
Áramótaskaup truflar Alþingi Þingfundur truflaðist og lét þingvörður sussa á Reyni Lyngdal leikstjóra og hans fólk úti á Austurvelli á þriðjudagskvöldið. Upptökur stóðu yfir á áramótaskaupinu og hafði hópurinn fengið leyfi lögreglunnar til starfans. Innlent 15.11.2006 22:21
17 ára tekinn á ofsahraða Lögreglan í Kópa-vogi stöðvaði á þriðjudagskvöld ökumann eftir að bifreið sem hann ók mældist á 161 kílómetra hraða á Reykjanesbraut til móts við Smáralind. Hámarkshraði á þessum slóðum er 70. Innlent 15.11.2006 22:21