Grín og gaman

Fréttamynd

Ása Ninna datt um koll í beinni út­sendingu

Bráðfyndið atvik átti sér stað í beinni útsendingu Bakarísins á Bylgjunni í dag þegar Ása Ninna Pétursdóttir, annar þáttastjórnanda, ætlaði að fá sér sæti í stúdíóinu. Það fór ekki betur en svo að hún endaði kylliflöt á gólfinu.

Lífið
Fréttamynd

Dýrasta fast­eign Banda­ríkjanna til sölu

Dýrasta fasteign sögunnar í Bandaríkjunum er nú til sölu. Hægt er að öðlast stærðarinnar hús við ströndina í Naples í Flórída fyrir einungis þrjú hundruð milljónir dala, tæpar.

Lífið
Fréttamynd

Ari þorir ekki að gera grín að Sindra

Grínistinn Ari Eldjárn gerir grín að ýmsu en segist aldrei þora að gera grín að Sindra Sindrasyni. Þetta segir hann í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Ás­mundi varpað upp sem tví­fara Cantona

Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var varpað upp á risaskjáinn í DNB-höllinni í Stafangri á meðan leik Íslands og Frakklands stóð. Ekki var það til að benda á að ráðherra frá Íslandi væri í salnum.

Handbolti
Fréttamynd

Emm­sjé Gauti á leið í uppi­stand

Uppistandssýningin Púðursykur hefur notið mikilla vinsælda en hún er sýnd í Sykursalnnum í Vatnsmýri. Óvæntur gestur mun stíga á svið en hann er þekktur fyrir allt annað en uppistand.

Lífið
Fréttamynd

Tann­læknir fer alla leið á hrekkjavökunni á Sel­fossi

Tannlæknir á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að skreyta húsið sitt fyrir hrekkjavökuna annað kvöld. Það tekur hann um viku að koma öllu upp en uppblásnar dúkkur og blóðugar grímur eru hluti af leikmununum, auk þess sem húsið blikkar allt í ljósum.

Lífið
Fréttamynd

Óborganlegt upphaf steypiboðs Berglindar Bjargar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hrökk í kút með óborganlegum hætti þegar vinkonur hennar komu henni á óvart með steypiboði í dag. Uppákoman náðist sem betur fer á myndband fyrir þá sem hafa gaman af því að hlæja.

Lífið
Fréttamynd

Fyndnustu dýralífsmyndir ársins

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Lífið
Fréttamynd

Skíttapaði fyrir Ís­lands­meistaranum í töfra­teningi

Íslandsmótið í Rubiks-kubbum, eða töfrateningum, fór fram um helgina. Þar komu saman keppendur á öllum aldri, sem deila þessu sjaldgæfa en þó vaxandi áhugamáli. Fréttamaður fékk að reka inn nefið á mótinu, og spreyta sig á móti Íslandsmeistaranum.

Lífið
Fréttamynd

„Hvaða ráð­herra notar síma­veski?“

Ráðherrar lögðu síma sína til hliðar áður en ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum í dag. Mynd af símunum vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag. Upp spratt umræða um hvaða ráðherrar ættu hvaða síma.

Lífið
Fréttamynd

Berfættur bóndi

Bóndi í Árnessýslu gengur til allra sinna verka berfættur og hefur að eigin sögn öðlast nýtt líf með því þegar stoðkerfið og andleg líðan er annars vegar. Hann hvetur fólk til að vera eins mikið berfætt og hægt er.

Lífið