Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Leyndar­hyggjan um Lindar­hvol enn á dag­skrá þingsins

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

Innlent
Fréttamynd

Skýrt að taka þurfi vinnu­lög­gjöfina til skoðunar

Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Er ríkis­stjórnin stikk­frí í kjara­deilunum?

Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnu­mótun mat­væla­ráðu­neytisins byggir á kjafta­sögum

Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir.

Skoðun
Fréttamynd

Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið

Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Telur óeðlilegt að sitja árum saman undir ávirðingum

Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi taldi sig ekki hafa fengið upplýsingar eða svör um verðmat og ráðstöfun á tilteknum eignum sem Lindarhvoll ehf. fór með áður en hann lauk afskiptum af úttekt á störfum eignarhaldsfélags fjármálaráðuneytisins. Hann vill að Alþingi skýri hvað það sé í greinargerð sem hann skilaði sem þurfi að halda leynd yfir. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Vinstri grænna heldur á­fram að dala í nýrri könnun

Fylgi Vinstri grænna, flokks Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, heldur áfram að dala og mælist nú 5,9 prósent í nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Sjálfstæðisflokkur mælist með rúmlega 23 prósenta fylgi og Samfylkingin með rúmlega 22 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ísland sem söluvara

Staðan í hælisleitendamálum á Íslandi er stjórnlaus. Dómsmálaráðherra hefur nú viðurkennt þetta ítrekað sem og að þetta sé afleiðing af stefnu íslenskra stjórnvalda. Enn bendir þó fátt til þess að stjórnvöld geri sér grein fyrir eðli og umfangi vandans.

Skoðun
Fréttamynd

Jóna Katrín nýr skóla­meistari ML

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023.

Innlent
Fréttamynd

Reiðin kraumar í leigu­bíl­stjórum

Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti.

Innlent
Fréttamynd

Um fúsk og ó­ráð­síu há­skóla­ráð­herra

Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að?

Skoðun
Fréttamynd

Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum.

Innlent
Fréttamynd

Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina!

Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar.

Skoðun