Forsætisráðherra ítrekar ágreining við dómsmálaráðherra um rafbyssur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2023 19:45 Katrín Jakobsdóttir tekur undir með umboðsmanni Alingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla ef dómsmálaráðherra hefði tekið málið upp í ríkisstjórn áður en hann gaf út reglugerð um rafbyssurnar. Stöð 2/Arnar Forsætisráðherra er sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út reglugerð sem heimilaði notkun þessara vopna. Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf vegna þess hvernig dómsmálaráðherra stóð að útgáfu reglugerðar sem heimilaði lögreglunni að nota rafbyssur við störf sín. En hann gaf reglugerðina út án þess að ræða málið fyrst í ríkisstjórn. Af bréfinu að skilja þætti umboðsmanni það betri stjórnsýsla ef það hefði verið gert. Dómsmálaráðherra ákvað upp á sitt eindæmi að heimila lögreglu að bera og beita rafbyssum.Vísir/Vilhelm „Það snýst ekki um að stjórnarskrá eða lög hafi verið brotin. Hins vegar að það sé eðlilegt aðferlarnir séu skýrir um það hvenær mál eiga erindi inn á borð ríkisstjórnar eða ekki,“ segir Katrín. Hver ráðherra meti það hverju sinni hvaða mál eigi erindi inn á borð ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir í raun undarlegt að ekki hafi komið upp fleiri ágreiningsmál af þessu tagi í því stjórnarmynstri sem nú sé við lýði.Stöð 2/Arnar „Og í þessu tilviki, og það er ekkert launungarmál, vorum við dómsmálaráðherra í raun og veru ekki sammála um hvort málið væri þeirrar stærðar að það ætti erindi inn á ríkisstjórnarborðið,“ segir forsætisráðherra. Að hennar mati hefði aftur á móti átt að leggja málið fyrir ríkisstjórn fyrst þótt ekki væri deilt um að dómsmálaráðherra hefði heimild til að gefa reglugerðina út. „Í raun og veru vil ég segja að það er merkilegt að slík mál hafi ekki oftar upp í því ríkisstjórnarsamstarfi sem núna er. Þar sem flokkarnir eru auðvitað með ólíka sýn og ráðherrar með ólíkar skoðanir. Þá er eiginlega merkilegt að það hafi ekki komið upp fleiri svona dæmi,“ segir Katrín. Umboðsmaður beini því til hennar að taka reglur um starfshætti ríkisstjórnar og siðareglur ráðherra til skoðunar til að koma í veg fyrir að mál sem þessi komi upp. Það verði skoðað. Ríkisstjórnin sé hins vegar ekki fjölskipað stjórnvald og heimildir hvers ráðherra því ríkar. „En það breytir því ekki að stjórnarráðslögin og stjórnarskráin mæla fyrir um að meiriháttar mál skuli ræða í ríkisstjórn. Þá skiptir auðvitað máli að við reynum að gera rammann um það eins skýran og mögulegt er,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Klippa: Málefni löggæslunar þarf að ræða víða Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21 Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf vegna þess hvernig dómsmálaráðherra stóð að útgáfu reglugerðar sem heimilaði lögreglunni að nota rafbyssur við störf sín. En hann gaf reglugerðina út án þess að ræða málið fyrst í ríkisstjórn. Af bréfinu að skilja þætti umboðsmanni það betri stjórnsýsla ef það hefði verið gert. Dómsmálaráðherra ákvað upp á sitt eindæmi að heimila lögreglu að bera og beita rafbyssum.Vísir/Vilhelm „Það snýst ekki um að stjórnarskrá eða lög hafi verið brotin. Hins vegar að það sé eðlilegt aðferlarnir séu skýrir um það hvenær mál eiga erindi inn á borð ríkisstjórnar eða ekki,“ segir Katrín. Hver ráðherra meti það hverju sinni hvaða mál eigi erindi inn á borð ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir í raun undarlegt að ekki hafi komið upp fleiri ágreiningsmál af þessu tagi í því stjórnarmynstri sem nú sé við lýði.Stöð 2/Arnar „Og í þessu tilviki, og það er ekkert launungarmál, vorum við dómsmálaráðherra í raun og veru ekki sammála um hvort málið væri þeirrar stærðar að það ætti erindi inn á ríkisstjórnarborðið,“ segir forsætisráðherra. Að hennar mati hefði aftur á móti átt að leggja málið fyrir ríkisstjórn fyrst þótt ekki væri deilt um að dómsmálaráðherra hefði heimild til að gefa reglugerðina út. „Í raun og veru vil ég segja að það er merkilegt að slík mál hafi ekki oftar upp í því ríkisstjórnarsamstarfi sem núna er. Þar sem flokkarnir eru auðvitað með ólíka sýn og ráðherrar með ólíkar skoðanir. Þá er eiginlega merkilegt að það hafi ekki komið upp fleiri svona dæmi,“ segir Katrín. Umboðsmaður beini því til hennar að taka reglur um starfshætti ríkisstjórnar og siðareglur ráðherra til skoðunar til að koma í veg fyrir að mál sem þessi komi upp. Það verði skoðað. Ríkisstjórnin sé hins vegar ekki fjölskipað stjórnvald og heimildir hvers ráðherra því ríkar. „En það breytir því ekki að stjórnarráðslögin og stjórnarskráin mæla fyrir um að meiriháttar mál skuli ræða í ríkisstjórn. Þá skiptir auðvitað máli að við reynum að gera rammann um það eins skýran og mögulegt er,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Klippa: Málefni löggæslunar þarf að ræða víða
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21 Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04
Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49
Lögreglumenn fagna nýjum reglum ráðherra um vopnanotkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um útgáfu reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. 27. janúar 2023 07:21
Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01