SÁÁ

Fréttamynd

Sakar Arn­þór um að kasta „skíta­bombum“ í stjórn SÁÁ

Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt.

Innlent
Fréttamynd

Dregur framboð sitt skyndilega til baka

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls.

Innlent
Fréttamynd

Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er spennandi og stórt verk­efni“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Ásta tekur við í stað Harðar

Ásta Guðrún Helgadóttir nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík er nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hörður J. Oddfríðarson hætti trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna fyrr í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi

Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður VG segist hafa verið mis­notaður af starfs­manni SÁÁ

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu

Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið

Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ.

Innlent
Fréttamynd

Kæra starfshætti SÁÁ til héraðs­sak­sóknara

Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hafna at­huga­semdum Sjúkra­trygginga og 175 milljóna kröfu

Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa.

Innlent
Fréttamynd

Stóra myndin

Í dag fara fram sögulegar kosningar hjá SÁÁ. Félagsmenn munu kjósa forystu sem á leiða samtökin áfram til framtíðar. Með mér stendur hópur fólks með reynslu alls staðar að úr samfélaginu sem hafa það sameiginlegt að brenna fyrir velgengni SÁÁ.

Skoðun
Fréttamynd

Kaflaskil SÁÁ

Afstaða, félag fanga, hefur nokkurn áhuga á aðalfundi SÁÁ á morgun, þriðjudaginn 30. júní 2020, og stjórnarkosningum sem fara fram á fundinum.

Skoðun