Fótbolti

Fréttamynd

Elías Rafn stóð á milli stanganna í jafntefli

Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í mark danska liðsins Midtjylland þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðanna í annarri umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hættir eftir fíaskóið á EM

Martin Sjögren og aðstoðarmaður hans, Anders Jacobson, eru hættir þjálfun norska kvennalandsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að hafa í fyrra skrifað undir samning við norska knattspyrnusambandið sem gilda átti fram yfir HM á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Forsetinn setur stefnuna á HM

„Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr jafn­teflinu gegn Frakk­landi

Ísland féll úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi þar sem Belgía vann nauman 1-0 sigur á Ítalíu. Hefði þeim leik einnig lokið með jafntefli hefði Ísland komist í 8-liða úrslit. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikj Íslands og Frakklands.

Fótbolti
Fréttamynd

Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM

Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Haller greindist með æxli í eistum

Sébastien Haller, arftaki Erlings Haaland hjá þýska knattspyrnufélaginu Dortmund, hefur yfirgefið æfingabúðir liðsins í Sviss eftir að hafa greinst með æxli í eistum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skildum allt eftir út á vellinum“

„Það eru orð að sönnu. Þetta er ótrúlega súrt, þetta svíður,“ sagði Sandra Sigurðardóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir úrslit kvöldsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem Ísland féll úr leik eftir hetjulegt jafntefli við Frakkland.

Fótbolti
Fréttamynd

„Tek mikinn lær­dóm og reynslu með mér“

„Það var þungt yfir hópnum, þetta var mjög svekkjandi. Markmiðið var að komast áfram en það tókst ekki,“ sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í viðtali eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir: Margar sem spiluðu vel en Gló­dís Perla bar af

Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin.

Fótbolti
Fréttamynd

Zinchen­ko á leiðinni til Arsenal

Skytturnar halda áfram að kaupa varamenn af Englandsmeisturum Manchester City. Næstur inn er hinn fjölhæfi Oleksandr Zinchenko. Hann mun kosta 30 milljónir punda en heildarkaupverðið gæti numið 32 milljónum þegar fram líða stundir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Val­geir Lund­dal og fé­lagar aftur á toppinn

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum er BK Häcken vann 5-1 útisigur á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Danmörku kom Aron Elís Þrándarson einnig inn af bekknum en lið hans OB tapaði 0-2 fyrir Nordsjælland.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex breytingar á byrjunar­liði Frakk­lands

Byrjunarlið Frakklands fyrir leik kvöldsins í leiknum mikilvæga í D-riðli Evrópumóts kvenna er töluvert breytt liðinu sem hóf leikinn gegn Ítalíu á dögunum. Alls eru sex breytingar á byrjunarliði liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur

Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Fótbolti