Forsetinn setur stefnuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:31 Forseti Íslands var á meðal stuðningsmanna á EM, líkt og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, en er núna mættur til Svíþjóðar að sjá aðeins yngra knattspyrnufólk keppa á Gothia Cup. Vísir/Vilhelm „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi. Forsetinn drap niður penna í kjölfar 1-1 jafnteflis Íslands við Frakkland í gærkvöld, eftir að ljóst varð að það dygði ekki til að koma Íslandi áfram í 8-liða úrslit. Í lauslegri þýðingu blaðamanns skrifaði hann: „Í Íslendingasögunum lesum við um það hvernig hægt er að falla í bardaga en standa samt uppi sem sigurvegari. Stoltur af landsliðinu okkar í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM en komst því miður ekki áfram. Hamingjuóskir til þeirra sem það gerðu. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“ In the Icelandic Sagas we read about how you can fall in battle but still claim victory. Proud of our national football team that did not lose a game at #WEURO2022 but sadly did not advance. Congrats to those who did. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM #dottir pic.twitter.com/nR6IwqnNpj— President of Iceland (@PresidentISL) July 18, 2022 Gætu unnið sig inn á HM í september Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en er í harðri baráttu um að komast á næsta mót sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir eitt ár. Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli 2. september og gegn Hollandi á útivelli 6. september. Ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Að öðrum kosti endar Ísland í 2. sæti og fer í ansi flókið umspil í október. Í umspilinu leika liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils. Liðin þrjú sem safna flestum stigum, og líklegt er að Ísland eða Holland verði þar á meðal, fara beint í seinni umferð umspilsins. Fyrst leika hin sex liðin í fyrri umferð umspilsins, þar sem þau dragast í þrjú einvígi. Sigurvegari hvers einvígis kemst áfram í seinni umferðina þar sem aftur fara fram þrjú einvígi. Sigurvegari tveggja þeirra kemst beint á HM en þriðja liðið, það með fæsta sigra úr umspili og riðlakeppni, fer í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum sem fram fer í febrúar á næsta ári. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Forsetinn drap niður penna í kjölfar 1-1 jafnteflis Íslands við Frakkland í gærkvöld, eftir að ljóst varð að það dygði ekki til að koma Íslandi áfram í 8-liða úrslit. Í lauslegri þýðingu blaðamanns skrifaði hann: „Í Íslendingasögunum lesum við um það hvernig hægt er að falla í bardaga en standa samt uppi sem sigurvegari. Stoltur af landsliðinu okkar í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM en komst því miður ekki áfram. Hamingjuóskir til þeirra sem það gerðu. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“ In the Icelandic Sagas we read about how you can fall in battle but still claim victory. Proud of our national football team that did not lose a game at #WEURO2022 but sadly did not advance. Congrats to those who did. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM #dottir pic.twitter.com/nR6IwqnNpj— President of Iceland (@PresidentISL) July 18, 2022 Gætu unnið sig inn á HM í september Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en er í harðri baráttu um að komast á næsta mót sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir eitt ár. Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli 2. september og gegn Hollandi á útivelli 6. september. Ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Að öðrum kosti endar Ísland í 2. sæti og fer í ansi flókið umspil í október. Í umspilinu leika liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils. Liðin þrjú sem safna flestum stigum, og líklegt er að Ísland eða Holland verði þar á meðal, fara beint í seinni umferð umspilsins. Fyrst leika hin sex liðin í fyrri umferð umspilsins, þar sem þau dragast í þrjú einvígi. Sigurvegari hvers einvígis kemst áfram í seinni umferðina þar sem aftur fara fram þrjú einvígi. Sigurvegari tveggja þeirra kemst beint á HM en þriðja liðið, það með fæsta sigra úr umspili og riðlakeppni, fer í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum sem fram fer í febrúar á næsta ári.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira