Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Þrír nýliðar í hópnum

Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, tilkynnti í dag 19 manna hóp sem mætir Póllandi um páskana í vináttulandsleikjum. Þrír nýliðar eru hópnum, Ólafur Gíslason frá ÍR, Árni Sigtryggsson hjá Þór Ak. og Ólafur Víðir Ólafsson, HK.

Sport
Fréttamynd

12 mörk Róberts dugðu ekki

Tólf mörk Róberts Gunnarssonar dugðu skammt fyrir Århus sem tapaði fyrir Frederica, 37-32, á heimavelli í gær. Gísli Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Frederica.

Sport
Fréttamynd

Ciudad Real mætir Montpellier

Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real mæta franska liðinu Montpellier í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Í hinum leiknum eigast við Barcelona og Evrópumeistarar Celje Pivorna Lasko. Í Evrópukeppni félagsliða keppa þýsku liðin Magdeburg og Gummersbach og Essen mætir rússneska liðinu Dynamo Astrakhan.

Sport
Fréttamynd

Áfall fyrir þýskan handbolta

Þýska Bundesligan í handknattleik er af flestum talin sterkasta deild í heimi en deildin beið óneitanlega álitshnekki þegar engu þýsku liði tókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Klár eftir mánuð, segir Sigfús

Það styttist í að landsliðsmaðurinn Sigfús Sigurðsson geti farið að leika handknattleik á ný en hann hefur nánast ekkert leikið í vetur vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Þrjú þýsk lið í undanúrslit

Það gekk betur hjá þýsku handboltaliðunum í EHF-bikarnum heldur en í meistaradeildinni um helgina því á meðan öll þýsku liðin þrjú duttu út úr átta liða úrslitum meistaradeildarinnar komu þrjú áfram í undanúrslit EHF-bikarsins. Lemgo, Flensburg og Kiel sátu öll eftir með sárt ennið í meistaradeildinni en Magdeburg, Lemgo og Gummersbach komust öll inn í undanúrslit EHF-keppninnar en auk þeirra er rússneska liðið Lukoil-Dynamo Astrakhan í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Breytingarnar voru samþykktar

Róttækar breytingar munu verða á DHL-deildinni í handknattleik á næsta ári en tillögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi Handknattleikssambandsins sem haldið var í gær.

Sport
Fréttamynd

Ólafur ég félagar áfram

Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real unnu í dag góðan sigur á ungverska liðinu Fortex, 34-33 í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í handknattleik, en leikið var í Ungverjalandi. Ciudad vann einnig fyrri leikinn, 29-22, og fara því áfram.

Sport
Fréttamynd

Úrslit úr kvennahandboltanum

Fjórir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í handknattleik í dag. Í Eyjum sigruðu heimastúlkur tíu marka sigur á Fram, 27-17, Grótta/KR lágu heima gegn Haukum, 21-30, Valsstúlkur lágu heima gegn FH með eins marks mun, 22-23 og Víkingsstúlkur töpuðu heima gegn Stjörnunni með 22 mörkum gegn 30.

Sport
Fréttamynd

Ólafur og félagar komust áfram

Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30.

Sport
Fréttamynd

Allt um leiki dagsins í handbolta

Átta leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í handbolta í dag en þá fór fram næstsíðsta umferð hjá báðum kynjum. Hér á eftir fara allir markaskorarar dagsins.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægt hjá Val

Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. 

Sport
Fréttamynd

Stjarnan skellti Gróttu/KR

Stjarnan vann óvæntan sigur á Gróttu/KR á Seltjarnarnesi í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Fyrir vikið á Grótta/KR ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan sigraði Grótta/KR

Stjarnan úr Garðabæ vann í kvöld góðan sigur á Grótta/KR á Seltjarnarnesi í 1. deild karla í handknattleik, en lokatölur urðu 32-24. Nú standa yfir tveir leikir. Á Selfossi leika heimamenn og Fram og í Kaplakrika eigast við FH og Afturelding.

Sport
Fréttamynd

FH í góðum málum

FH-ingar eru komnir með annan fótinn í úrslitakeppninni í handbolta eftir öruggan sigur á Aftureldingu í kvöld, 34-27. Aðeins ein umferð er eftir af 1. deildinni og Fram og FH eru örugg með efstu tvö sætin. FH er með stigi meir en Fram og nægir því sigur í lokaleik sínum til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni

Sport
Fréttamynd

Framarar öruggir í umspil

Framarar eru öruggir með að minnsta kosti sæti í umspili um að komast í úrslitakeppnina í handbolta eftir að þeir unnu sannfærandi útisigur á Selfossi í kvöld, 23-33. Grótta/KR tapaði nefnilega sínum leik og því er klárt að FH og Fram munu verða í efstu sætum 1. deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Fram og FH sigruðu

Þá er leikjunum þremur í 1. deild karla í handknattleik sem fram fóru í kvöld lokið. Fyrr í kvöld sigraði Stjarnan Grótta/KR og núna rétt í þessu lagði efsta liðið, FH, Aftureldingu að velli í Hafnafirði með 34 mörkum gegn 27. Á Selfossi lágu heimamenn gegn Fram með tíu marka mun, 23-33.

Sport
Fréttamynd

Dujshebaev hættur og fer að þjálfa

Einn besti handboltamaður heims síðustu ár, Talant Dujshebaev, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna næsta sumar. Hann er þó ekki hættur afskiptum af handbolta því hann ætlar að taka við þjálfun liðsins sem hann spilar með - Ciudad Real.

Sport
Fréttamynd

ÍR með tak á HK?

Svo virðist sem ÍR-ingar séu með eitthvað tak á HK piltum í handboltanum, en liðið sigraði leik í liðana í kvöld með 32 mörkum gegn 29. Þessi sömu lið áttust við í bikarúrslitum nú á dögunum þar sem ÍR sigraði einnig. Með sigrinum eru ÍR-ingar komnir upp að hlið HK á toppi deildarinnar með 14 stig.

Sport
Fréttamynd

Handbolti kvenna - Stórsigur Hauka

Fjórir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í handknattleik í kvöld. Haukar frá Hafnafirði unnu stórsigur á Fram þar sem lokatölur urðu 50-21. Víkingar sigruðu Valsstúlkur örugglega 26-18, ÍBV sigraði FH 24-20 og Grótta/KR tapaði heima gegn Stjörnunni 24-32.

Sport
Fréttamynd

Allir markaskorarar handboltans

Sjö leikir fóru fram í DHL-deildum  karla og kvenna í kvöld þar af voru fjórir þeirra hjá konunum. Haukar komust á topp úrvalsdeildar karla með sigri á Val og ÍR-ingar endurtóku leikinn frá því í bikarúrslitunum og unnu HK.Þá skoraði Hanna Stefánsdóttir 17 mörk fyrir kvennalið Hauka. Öll úrslit og markaskorara kvöldsins eru komin á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Haukar í efsta sætið

Haukar frá Hafnafirði tylltu sér í efsta sæti DHL deildarinnar í handknattleik karla í kvöld er þeir lögðu Valsmenn á með eins marks mun, 28-27, í Hafnafirði í kvöld. Haukar komust þar með upp fyrir HK og ÍR og hafa 15 stig. Valsmenn eru í fimmt sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Einar með sex mörk gegn Kiel

Einar Hólmgeirsson skoraði sex mörk og Snorri Steinn Guðjónsson tvö þegar Grosswallstadt tapaði fyrir Kiel í þýska handboltanum í gærkvöldi, 28-25.

Sport
Fréttamynd

Baldvin ekki í bann

Handknattleiksmaðurinn Baldvin Þorsteinsson úr Val, sem tróð í körfu með eftirminnilegum hætti í leik Vals og Þórs síðastliðið föstudagskvöldið og hlaut að launum rautt spjald, spilaði í gær með Valsliðinu gegn Haukum.

Sport
Fréttamynd

Allir markaskorarar handboltans

Fjórir leikir fóru fram í DHL-deild karla og 1. deild karla í kvöld. Eyjamenn unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir lögðu Þórsara af velli í úrvalsdeildinni og skelltu sér í kjölfarið upp í 2. sætið og þá minnkuðu Framara forskot FH-inga í eitt stig á toppi 1. deildarinnar. Öll úrslit og markaskorara kvöldsins eru komin á Vísi.

Sport
Fréttamynd

3 leikir í 1.deild karla í kvöld

Þrír leikir fara fram í fyrstu deild karla í handknattleik í kvöld. Stjarnan og Fram mætast í Ásgarði og hefst leikurinn klukkan 19:15. Á sama tíma hefst leikur Grótta/KR - FH á Seltjarnarnesi. Klukkan 20:00 mætast síðan Afturelding og Selfoss að Varmá.

Sport
Fréttamynd

ÍBV spilar fyrir norðan

Einn leikur verður í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Þór keppir við ÍBV klukkan 19.15 á Akureyri. Þrír leikir verða í 1. deild karla. Grótta/KR mætir FH, Stjarnan keppir við Fram og Afturelding fær Selfoss í heimsókn.

Sport
Fréttamynd

Þór A. - ÍBV í kvöld

Einn leikur fer fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld en þá mætast Þór frá Akureyri og ÍBV í Höllinni fyrir norðan og hefst leikurinn klukkan 19:15. Þórsarar meiga illa við að tapa leiknum en þeir sitja sem stendur í neðsta sæti deildarinnar, ásamt Víkingum, með átta stig. Eyjamenn eru í fimmta sæti með ellefu stig, þrem stigum á eftir HK sem er efst með fjórtán.

Sport
Fréttamynd

Með tilboð frá Hamburg

Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka og íslenska landsliðsins í handknattleik, gæti óvænt verið á förum í atvinnumennsku. Hann æfði hjá þýska stórliðinu HSV Hamburg um daginn og fór heim með samning upp á vasann.

Sport