Ólafur og félagar komust áfram 13. október 2005 18:54 Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona. Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira