Ástin á götunni

Fréttamynd

Belgísku stelpurnar tóku toppsætið af Íslandi

Belgía komst aftur í efsta sætið í riðli Íslands í undankeppni EM kvenna í fótbolta eftir 3-1 útisigur á Ungverjalandi í dag. Belgía er með einu stigi meira en Ísland en íslensku stelpurnar geta endurheimt toppsætið með sigri í Búlgaríu á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Norðurálsmót ÍA | myndasyrpa

Norðurálsmóti ÍA fyrir keppendur í 7. flokki í knattspyrnu lauk í dag á Akranesi. Rétt um 1200 keppendur sýndu fín tilþrif alla þrjá keppnisdagana og má gera ráð fyrir að á bilinu 5-7 þúsund manns hafi komið á Akranes um helgina vegna mótsins. Guðmundur Bjarki Halldórsson, áhugaljósmyndari á Akranesi tók þessar myndir um helgina og lýsa þær stemningunni betur en mörg orð.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefnir allt í úrslitaleik Íslands og Noregs um efsta sætið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópumótsins eftir 3-0 sigur gegn Ungverjum í gær. Ísland er með 16 stig að loknum 7 leikjum en Norðmenn eru með 15 stig eftir 11-0 stórsigur í gær gegn liði Búlgaríu sem er í neðsta sæti án stiga eftir 8 leiki. Efsta liðið kemst beint í úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð sumarið 2013.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti leikur, fyrsta snerting, fyrsta markið | myndasyrpa

Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. Hér má sjá myndasyrpu frá leiknum og þar á meðal er mynd frá því augnabliki þegar Sandra María skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik.

Fótbolti
Fréttamynd

1. deild karla: Víkingar úr Ólafsvík tylltu sér á toppinn

Alls fara fjórir leikir fram í 1. deild karla í fótbolta í dag og er þremur þeirra lokið. Nýliðar Tindastóls lögðu Víkinga frá Reykjavík á heimavelli, 2-1. Haukar töpuðu á heimavelli 2-0 gegn Víkingum úr Ólafsvík. Þróttur og BÍ/Bolungarvík gerðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valskonur fara á Egilsstaði

Valur hefur titilvörn sína í Borgunarbikar kvenna með því að fara austur á Egilsstaði og leika gegn Hetti í 16-liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi

Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins

Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikarnir unnu BÍ/Bolungarvík 5-0

Breiðablik er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á b-deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á Kópavogsvellinum í kvöld. Fimm leikmenn skoruðu fyrir Blika í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sandra inn fyrir Guðbjörgu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á hópnum sínum fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu í undankeppni EM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 1-2

Bikarmeistarar KR eru komnir áfram í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. KR-ingar hefndu þar með fyrir tapið í Pepsi-deildinni á sama stað í síðasta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár

"Ég er að deyja úr stolti,“ sagði Aron Einar Gunnarsson um það að hafa fengið að bera fyrirliðaband íslenska landsliðsins í leikjunum á móti Frökkum og Svíum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Hann er sá yngsti síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þetta er að verða betra og betra hjá okkur

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúrik: Við þurfum bara að fara ná úrslitum

Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur velur þrjá nýliða í 21 árs landsliðið

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla í fótbolta, er búinn að velja hópinn sinn fyrir leiki á móti Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Íslenski boltinn